Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

„Það er ekki ég sem er að senda fólk til helvítis hér, það er ríkisstjórn Íslands sem er að því“

Dav­íð Þór Jóns­son, prest­ur í Laug­ar­nes­kirkju, sagði í við­tali í morg­un að hann hefði not­að orð­ið „fas­ista­stjórn VG“ um rík­is­stjórn­ina vegna þess að sú póli­tík sem stjórn­in ástund­aði væri fasísk. Hann sagði einnig að orða­lag hans um að það væri „sér­stak­ur stað­ur í hel­víti fyr­ir fólk sem sel­ur sál sína fyr­ir völd og vegtyll­ur“ hefði ver­ið orða­til­tæki og sér­stakt ólæsi á tungu­mál­ið þyrfti til að leggja þann skiln­ing í þau orð að með þeim ósk­aði hann fólki hel­vítis­vist­ar.

„Það er ekki ég sem er að senda fólk til helvítis hér, það er ríkisstjórn Íslands sem er að því“
Tjáningarfrelsi eða atvinnuöryggi Davíð Þór segir óþægilegt að sitja undir því að ótrúlega margir, þar með taldir stjórnmálamenn, telji hann ekki hafa rétt á því að starfa sem prestur vegna skoðana sinna. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Ég get alveg sagt þér nákvæmlega hvar helvíti er. Líf kvenna í stríðshrjáðum héruðum í Sómalíu er helvíti. Að alast upp sem flóttabarn á götum úti í Grikklandi er helvíti. Og það er ekki ég sem er að senda fólk til helvítis hér, það er ríkisstjórn Íslands sem er að því. Og ég hef lögvarinn rétt til að láta í ljós skoðun mína á því.“

Þetta sagði Davíð Þór Jónsson, prestur í Laugarneskirkju, í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Davíð Þór var þar til viðtals vegna þess úlfaþyts sem skapast hefur eftir að hann birti færslu á Facebook-síðu sinni síðastliðinni þriðjudag, þar sem hann kallaði ríkisstjórnina „fasistastjórn“ vegna þess að til stendur að flytja um þrjú hundruð flóttamenn úr landi til Grikklands í óboðlegar aðstæður, þar á meðal börn. Gagnrýni Davíðs beindist einkum að Vinstri grænum og skrifaði hann: „Þinglið og ráðherrar VG eru ekki lengur bara meðsek um glæpi þessarar ríkisstjórnar gegn mannúð og góðu siðferði, þau eru enfaldlega sek eins og syndin. Það er sérstakur staður í helvíti fyrir fólk sem selur sál sína fyrir völd og vegtyllur.“

Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna,  lýsti því í færslu á Facebook í gær að hún væri mjög „triggeruð“ vegna Davíðs Þórs. „Ég þekki svona ofbeldismenn, hef elskað þá og búið með þeim og skilið við þá. Megi þeir finna frið í sálinni.“ Líf hefur nú eytt þeirri færslu út en engu að síður hafði Davíð Þór séð hana, í gærkvöldi, Hann var spurður í Morgunútvarpinu hvort hann væri ofbeldismaður.

„Mér finnst áhyggjuefni að þingflokksformaður flokks sem í orði kveðnu er að skera upp herör gegn hatursorðræðu skuli ekki skilja hugtakið“

 „Mér þykir mjög leiðinlegt ef ég hef með gagnrýni minni sært tilfinningar Lífar Magneudóttur. Ennþá leiðinlegra finnst mér, ef það er það sem hún er að reyna að segja, að hún skuli líta á mig sem ofbeldismann. Leiðinlegast af öllu finnst mér þó að það fyrsta sem heyrist frá henni, sem einum af leiðtogum Vinstri grænna, um þá ákvörðun flokkssystkina hennar að senda, eða alla vega gera ekkert til að koma í veg fyrir það þótt það væri þeim í lófa lagið, hátt í þrjú hundruð manns út í aðstæður sem ekki eru nokkuri manneskju bjóðandi. Það fyrsta sem heyrist frá henni um það mál er hvað rausið í einhverjum reiðum kalli úti í bæ særi hennar tilfinningar. Allt í einu er málið farið að snúast um hana og hennar tilfinningar og hún er orðin fórnarlambið í sínum eigin haus en ekki þessar tæplega þrjú hundruð manneskjur sem að flokkssystkini hennar eru með í höndunum hvað varðar líf og limi þeirra og framtíð og framtíðarhorfur,“ svaraði Davíð Þór.

Þjóðkirkjan hafi ekkert vald yfir skoðunum og tjáningu Davíðs Þórs

Davíð Þór sagði enn fremur að þessi skrif Lífar séu svo sem í takt við annað og vísar þar til yfirlýsinga Orra Páls Jóhannessonar, þingflokksformanns Vinstri grænna, sem lýsti því að gagnrýni Davíðs Þór ali á hatursorðræðu í samfélaginu. Það væri grafalvarlegt að þjóðkirkjan tæki þátt í slíku. „Hatursorðræða er mjög skýrt skilgreint hugtak, þú getur ekki bara notað það um allt sem þér finnst dónalegt eða ósmekklegt eða særir tilfinningar þínar,“ sagði Davíð Þór og benti á að hatursorðræða væri skipulagður áróður gegn minnihlutahópum og gæti aldrei beinst gegn valdhöfum. Sama sé hvort gagnrýni á valdhafa væri ósmekkleg, harkaleg eða ósanngjörn, slíkt væri ekki hatursorðræða. „Mér finnst áhyggjuefni að þingflokksformaður flokks sem í orði kveðnu er að skera upp herör gegn hatursorðræðu skuli ekki skilja hugtakið,“ sagði Davíð Þór enn fremur. Hann sagði einnig það væri óboðlegt að spyrða saman hans persónulegu skoðanir og tjáningu við þjóðkirkjuna, rétt eins og Orri Páll. „Þjóðkirkjan er ekkert að blanda sér í það hvaða skoðanir ég hef á innflytjendamálum eða hvað ég segi á minni persónulegu heimasíðu á Facebook, ekki frekar en þjóðkirkjan sé að blanda sér í það hvort ég kaupi léttmjólk eða nýmjólk.“

„Ó, jú! Fyrirgefðu, það er til orð yfir þá pólitík, það orð er fasismi“

Stjórnendur Morgunútvarpsins bentu í framhaldinu á að framkvæmdastjóri þingflokks Vinstri grænna, Anna Lísa Björnsdóttir, hefði á Twitter lýst því, í samhengi við umræður um skrif Davíðs Þórs, að hatursorðræða væri „afmennskandi orðræða“ og sagði meðal annars að það að kalla fólk fasista væri afmennskandi. Rétt er, í þessu samhengi, að benda á að það að kalla fólk fasista getur ekki verið afmennskandi þar eð fasismi er hugmyndastefna sem aðeins fólk getur fylgt.

„Ég vildi óska að það væru til eitthvað orð yfir þá pólitík að ákveðinn hópur fólks eigi ekki að njóta borgaralegra réttinda vegna uppruna síns eða þjóðernis, og jafnvel að það megi flytja nauðungarflutningum í óboðlegar aðstæður þar sem mannréttindi þeirra eru virt að vettugi. Ó, jú! Fyrirgefðu, það er til orð yfir þá pólitík, það orð er fasismi,“ sagði Davíð Þór í hæðnislegum tón og bætti við: „Ég vildi líka óska að að það væri til orð yfir þá pólitík að fólki sé stillt upp við vegg og það látið gera upp á milli þess hvort það vilji búa við tjáningarfelsi eða atvinnuöryggi. Eða það sem kallað er berufsverbot, það að fólki sé meinað að starfa við það sem það hefur menntun, hæfileika og getu til. Af hverju skyldi orðið yfir þetta vera þýskt, alþjóðlega heitið yfir þessa aðferðarfræði? Það er vegna þess að þessari aðferðarfræði var beitt miskunnarlaust í Þýskalandi af stjórnvöldum þar á dögum síðari heimsstyrjaldarinnar, og í aðdraganda hennar. Þannig að það er til orð yfir þetta líka, og það orð er fasismi. Þannig að ég nota þetta orð ekki bara sem blótsyrði af því mér líkar illa við einhvern, ég nota það vegna þess að þetta er hugtak sem lýsir ákveðinni tegund af pólitík og ákveðnu viðhorfi til réttar stjórnvalda til valdbeitingar.“

Hljóp á sig með orðalaginu

Davíð lýsti því að helvíti í túlkun Jesú væri andstaðan við guðsríki, en því sem næst hvergi sæust þess merki í biblíunni að helvíti væri staður þar sem hinir dauðu væru sendir þeim til hegningar. Spurður hvað hann hefði sjálfur átt við þegar hann sagði að í helvíti væri sérstakur staður fyrir þá sem sem seldu sál sína fyrir völd og vegtyllur. Davíð vísaði til þess að orðfærið væri alþekkt, þannig hefðu Martin Luther King, John F. Kennedy og Madeleine Albright öll viðhaft þau áður. „Ég á við að sá sem að gerir svona lagað á ekkert gott skilið, sá sem gerir svona lagað kallar yfir sig glötun. Þetta er orðbragð, þetta er orðatiltæki. Það er fráleitt að ætla að þetta sé hótun um helvítisvist, ég held að það þurfi alveg sérstakt ólæsi til að skilja þau orð þannig,“ sagði Davíð Þór og sagði alls ekki að um neina bölvun hefði verið að ræða.

Spurður hvort að hann hefði hlaupið á sig með færslunni svaraði Davíð Þór því játandi. „Já, ég gerði það og ég er alveg reiðubúinn að gangast við því. En mér finnst viðbrögðin við honum ekki vera í neinu samræmi við alvarleika þeirrar yfirsjónar. Mér var misboðið, ég snöggreiddist og ég setti þennan status niður og eftir á að hyggja sé ég að ég hefði átt að anda með nefinu og telja upp í tíu.“

Spurður hvort hann hefði raunverulegar óhyggjur af því að atvinnuöryggi hans sem prests væri ógnað vegna þess að hann hefði lýst þessum skoðunum sínum, en eins og kunnugt er hefur Agnes Sigurðardóttir biskup veitt Davíð Þór tiltal vegna málsins. Davíð Þór sagði að tiltal sem slíkt væri grafalvarlegt mál en málinu væri lokið af hálfu biskups og hann treysti því að svo væri. „En ég heyri ótrúlega marga, og meira að segja stjórnmálamenn, tala þannig að ég eigi, vegna þess að skoðanir mínar eru þeim ekki þóknanlegar, ekki að hafa rétt til að gegna því starfi sem ég gegni og hef menntað mig til. Lái mér hver sem vill að finnast það svolítið óþægilegt.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Einkavæða ætti Ríkiskirkjuna. Það er óþolandi að skattpeningar borgaranna fari í þessa starfssemi.
    1
  • Siggi Rey skrifaði
    Flottur sem og faglegur Sr. Davíð! Áfram þú. Mér finnst einnig að Biskupinn hafi farið fram með offorsi sem honum er ekki sæmandi og er síst til að fjölga fólki í þjóðkirjunni og ekki er ástandið þar til að hrópa húrra fyrir.
    0
  • Jóhanna Harðardóttir skrifaði
    Innilega sammála Sr. Davíð. Það er orðið alvarlegt ef ekki má gagnrýna stjórnvöld án þess að það sé persónugert. Það er lika alvarlegt ef orðið “hatursumræða” er gert merkingarlaust í pólitískum tilgangi.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár