Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Þingveisla í skugga brottvísana

Þing­menn komu sam­an í gala­kvöld­verð á Reykja­vík Natura við Öskju­hlíð á mið­viku­dag. Veisl­an hef­ur ver­ið ár­leg­ur við­burð­ur en hef­ur fall­ið nið­ur síð­ustu tvö ár vegna heims­far­ald­urs­ins. Nú fór hún fram í skugga mik­illa átaka, bæði inn­an og ut­an rík­is­stjórn­ar, um brott­vís­un 300 hæl­is­leit­enda.

Þingveisla í skugga brottvísana
Ráðherrann Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur setið undir gagnrýni bæði innan stjórnar og utan vegna ákvörðunar sinnar um að nú skyldi 300 einstaklingum vísað úr landi. Aðgerðir til að stemma stigu við útbreiðslu COVID höfðu áður hamlað brottvísunina. Mynd: Stundin / Davíð Þór

Þingmenn komu saman í kvöldverðarboð á Reykjavík Natura á miðvikudag í fyrsta sinn síðan heimsfaraldur Covid-19 skall á. Veislan hefur verið haldin árlega en þurfti að þola frestun líkt og margt annað í samfélaginu. Hún fór fram í skugga talsverðra átaka bæði innan og utan ríkisstjórnarinnar vegna annars viðburðar sem líka hafði verið frestað vegna Covid: brottvísunar um 300 einstaklinga sem leitað höfðu hælis á Íslandi. 

Stjórnarandstöðuþingmenn hafa haldið uppi háværum mótmælum vegna ákvörðunar Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. Óvænt steig annar ráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra, fram og sagði kollega sinn hafa farið með rangt mál þegar hann sagði samstöðu innan ríkisstjórnarinnar um brottvísanirnar. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og samflokkskona Guðmundar Inga í Vinstri grænum, útskýrði það svo síðar að skiptar skoðanir væru á málinu innan stjórnarinnar.

Svo virðist sem skuggi hafi ekki fallið á gleðskapinn þrátt fyrir þessi átök þar sem þingmenn og makar, auk forseta Íslands, gæddu sér á mat sem var bæði nýstárlegur og þjóðlegur. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár