Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Þingveisla í skugga brottvísana

Þing­menn komu sam­an í gala­kvöld­verð á Reykja­vík Natura við Öskju­hlíð á mið­viku­dag. Veisl­an hef­ur ver­ið ár­leg­ur við­burð­ur en hef­ur fall­ið nið­ur síð­ustu tvö ár vegna heims­far­ald­urs­ins. Nú fór hún fram í skugga mik­illa átaka, bæði inn­an og ut­an rík­is­stjórn­ar, um brott­vís­un 300 hæl­is­leit­enda.

Þingveisla í skugga brottvísana
Ráðherrann Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur setið undir gagnrýni bæði innan stjórnar og utan vegna ákvörðunar sinnar um að nú skyldi 300 einstaklingum vísað úr landi. Aðgerðir til að stemma stigu við útbreiðslu COVID höfðu áður hamlað brottvísunina. Mynd: Stundin / Davíð Þór

Þingmenn komu saman í kvöldverðarboð á Reykjavík Natura á miðvikudag í fyrsta sinn síðan heimsfaraldur Covid-19 skall á. Veislan hefur verið haldin árlega en þurfti að þola frestun líkt og margt annað í samfélaginu. Hún fór fram í skugga talsverðra átaka bæði innan og utan ríkisstjórnarinnar vegna annars viðburðar sem líka hafði verið frestað vegna Covid: brottvísunar um 300 einstaklinga sem leitað höfðu hælis á Íslandi. 

Stjórnarandstöðuþingmenn hafa haldið uppi háværum mótmælum vegna ákvörðunar Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. Óvænt steig annar ráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra, fram og sagði kollega sinn hafa farið með rangt mál þegar hann sagði samstöðu innan ríkisstjórnarinnar um brottvísanirnar. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og samflokkskona Guðmundar Inga í Vinstri grænum, útskýrði það svo síðar að skiptar skoðanir væru á málinu innan stjórnarinnar.

Svo virðist sem skuggi hafi ekki fallið á gleðskapinn þrátt fyrir þessi átök þar sem þingmenn og makar, auk forseta Íslands, gæddu sér á mat sem var bæði nýstárlegur og þjóðlegur. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vegir sem valda banaslysum
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Veg­ir sem valda bana­slys­um

Í Ör­æf­un­um hef­ur auk­in um­ferð haft al­var­leg­ar af­leið­ing­ar í för með sér en inn­við­ir eru ekki í sam­ræmi við mann­fjölda á svæð­inu og bíl­slys eru al­geng. Stefnt er að því að fá sjúkra­bíl á svæð­ið í vet­ur í fyrsta skipti. Ír­is Ragn­ars­dótt­ir Peder­sen og Árni Stefán Haldor­sen í björg­un­ar­sveit­inni Kára segja veg­ina vera vanda­mál­ið. Þau hafa ekki tölu á bana­slys­um sem þau hafa kom­ið að.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár