Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Þingveisla í skugga brottvísana

Þing­menn komu sam­an í gala­kvöld­verð á Reykja­vík Natura við Öskju­hlíð á mið­viku­dag. Veisl­an hef­ur ver­ið ár­leg­ur við­burð­ur en hef­ur fall­ið nið­ur síð­ustu tvö ár vegna heims­far­ald­urs­ins. Nú fór hún fram í skugga mik­illa átaka, bæði inn­an og ut­an rík­is­stjórn­ar, um brott­vís­un 300 hæl­is­leit­enda.

Þingveisla í skugga brottvísana
Ráðherrann Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur setið undir gagnrýni bæði innan stjórnar og utan vegna ákvörðunar sinnar um að nú skyldi 300 einstaklingum vísað úr landi. Aðgerðir til að stemma stigu við útbreiðslu COVID höfðu áður hamlað brottvísunina. Mynd: Stundin / Davíð Þór

Þingmenn komu saman í kvöldverðarboð á Reykjavík Natura á miðvikudag í fyrsta sinn síðan heimsfaraldur Covid-19 skall á. Veislan hefur verið haldin árlega en þurfti að þola frestun líkt og margt annað í samfélaginu. Hún fór fram í skugga talsverðra átaka bæði innan og utan ríkisstjórnarinnar vegna annars viðburðar sem líka hafði verið frestað vegna Covid: brottvísunar um 300 einstaklinga sem leitað höfðu hælis á Íslandi. 

Stjórnarandstöðuþingmenn hafa haldið uppi háværum mótmælum vegna ákvörðunar Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. Óvænt steig annar ráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra, fram og sagði kollega sinn hafa farið með rangt mál þegar hann sagði samstöðu innan ríkisstjórnarinnar um brottvísanirnar. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og samflokkskona Guðmundar Inga í Vinstri grænum, útskýrði það svo síðar að skiptar skoðanir væru á málinu innan stjórnarinnar.

Svo virðist sem skuggi hafi ekki fallið á gleðskapinn þrátt fyrir þessi átök þar sem þingmenn og makar, auk forseta Íslands, gæddu sér á mat sem var bæði nýstárlegur og þjóðlegur. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár