Holy Spider
Leikstjóri: Ali Abbasi
Íranski kvikmyndagerðarmaðurinn Ali Abbasi hefur mikið til starfað á Norðurlöndum, en í nýjustu mynd sinni beinir hann kastljósinu að heimalandinu sínu. Holy Spider byggir á sönnum atburðum úr sögu þjóðar sinnar sem hann vill vekja athygli á fyrir heimsbyggðinni. Árið 2001 gekk fjöldamorðingi laus í borginni Mashhad og myrti konur sem störfuðu við vændi á götum borgarinnar. Í Holy Spider fylgjumst við með blaðakonunni Rahim sem vill komast til botns í málinu þrátt fyrir áhugaleysi lögreglunnar og íhaldssamari afla Írans sem líta á „hreingerningu“ morðingjans sem þjóðþrifaverk.
Abbasi vann Un Certain Regard verðlaunin á Cannes-hátíðinni árið 2018 fyrir mynd sína Border og tekur skrefið nú upp í aðalkeppni hátíðarinnar með Holy Spider. Myndin hlaut hins vegar ekki náð fyrir stjórnvöldum í Íran og þurfti hann að taka hana upp í Jórdaníu til að …
Athugasemdir