Fyrri aukaspurning:
Á þessari nokkurra ára gömlu mynd má sjá forsetahjónin í Bandaríkjunum og ... hvaða landi?
***
Aðalspurningar:
1. Við hvaða götu í Reykjavík stendur lögreglustöðin?
2. Í hvaða landi heitir höfuðborgin Bagdad?
3. „Ísland, farsælda frón / og ...“ hvað?
4. Hver orti þetta?
5. Hvar er að finna elsta lifandi tré í heimi — svo staðfest sé? Svarið þarf að vera þokkalega nákvæmt.
6. Hversu gamalt er það tré talið vera? Er það 800 ára — 1.800 ára — 2.800 ára — 3.800 ára — eða 4.800 ára?
7. Og hvaða nafn skyldu menn hafa gefið þessu ævagamla tré? Þið eigið auðvitað alls ekki að vita þetta, en þið eigið hins vegar að geta giskað!
8. Í desember 1891 var bandaríski íþróttakennarinn James Naismith að reyna að hafa ofan af fyrir bekknum sínum sem ekki gat farið út að sprikla vegna rigningar. Þá fann hann upp nýja íþrótt fyrir þá og varð hún skjótt einkar vinsæl. Hvaða íþrótt var það?
9. Hver á fyrirtæki sem heitir SpaceX?
10. Eftir því sem næst verður komist er aðeins einn ráðherra í núverandi ríkisstjórn Íslands með próf frá Hússtjórnarskólanum í Reykjavík. Hver er það? Þó þetta sé hluti af venjulegu spurningunum, þá er þetta svo erfið spurning að mér þykir sæma að veita þeim fáu sem munu geta þetta sérstakt Margrétar-Sigfúsdóttur-stig fyrir sómann.
***
Seinni aukaspurning:
Þetta unga fólk er að leika í vinsælli bandarískri sjónvarpsseríu sem heitir ... hvað?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Hverfisgötu.
2. Írak.
3. „... hagsælda, hrímhvíta móðir.“
4. Jónas Hallgrímsson.
5. Í Kaliforníu. Bandaríkin duga ekki. Síðustu daga hafa borist fregnir af því að tré eitt í Tjíle kunni að vera 500 árum eldra en það hefur ekki verið staðfest fullkomlega ennþá svo Kalifornía gildir.
6. Það er 4.800 ára.
7. Metúsalem. Hann var elsti maður heims samkvæmt Biblíunni og nafnið oft notað yfir þá sem eru æææææævagamlir.
8. Körfubolti.
9. Elon Musk.
10. Guðmundur Ingi Guðbrandsson.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni eru þau Michelle og Barack Obama með forsetahjónunum í Finnlandi, Törju Halonen og Pentti Arajärvi.
Á neðri mynd eru leikarar úr Stranger Things.
Athugasemdir