Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

773. spurningaþraut: Hér er nú Margrétar-Sigfúsdóttur-stig í boði!

773. spurningaþraut: Hér er nú Margrétar-Sigfúsdóttur-stig í boði!

Fyrri aukaspurning:

Á þessari nokkurra ára gömlu mynd má sjá forsetahjónin í Bandaríkjunum og ... hvaða landi?

***

Aðalspurningar:

1.  Við hvaða götu í Reykjavík stendur lögreglustöðin?

2.  Í hvaða landi heitir höfuðborgin Bagdad?

3.  „Ísland, farsælda frón / og ...“ hvað?

4.  Hver orti þetta? 

5.  Hvar er að finna elsta lifandi tré í heimi — svo staðfest sé? Svarið þarf að vera þokkalega nákvæmt.

6.  Hversu gamalt er það tré talið vera? Er það 800 ára — 1.800 ára — 2.800 ára — 3.800 ára — eða 4.800 ára?

7.  Og hvaða nafn skyldu menn hafa gefið þessu ævagamla tré? Þið eigið auðvitað alls ekki að vita þetta, en þið eigið hins vegar að geta giskað!

8.  Í desember 1891 var bandaríski íþróttakennarinn James Naismith að reyna að hafa ofan af fyrir bekknum sínum sem ekki gat farið út að sprikla vegna rigningar. Þá fann hann upp nýja íþrótt fyrir þá og varð hún skjótt einkar vinsæl. Hvaða íþrótt var það?

9.  Hver á fyrirtæki sem heitir SpaceX?

10.  Eftir því sem næst verður komist er aðeins einn ráðherra í núverandi ríkisstjórn Íslands með próf frá Hússtjórnarskólanum í Reykjavík. Hver er það? Þó þetta sé hluti af venjulegu spurningunum, þá er þetta svo erfið spurning að mér þykir sæma að veita þeim fáu sem munu geta þetta sérstakt Margrétar-Sigfúsdóttur-stig fyrir sómann.  

***

Seinni aukaspurning:

Þetta unga fólk er að leika í vinsælli bandarískri sjónvarpsseríu sem heitir ... hvað?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Hverfisgötu.

2.  Írak.

3.  „... hagsælda, hrímhvíta móðir.“

4.  Jónas Hallgrímsson.

5.  Í Kaliforníu. Bandaríkin duga ekki. Síðustu daga hafa borist fregnir af því að tré eitt í Tjíle kunni að vera 500 árum eldra en það hefur ekki verið staðfest fullkomlega ennþá svo Kalifornía gildir.

6.  Það er 4.800 ára.

7.  Metúsalem. Hann var elsti maður heims samkvæmt Biblíunni og nafnið oft notað yfir þá sem eru æææææævagamlir.

8.  Körfubolti.

9.  Elon Musk.

10.  Guðmundur Ingi Guðbrandsson.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni eru þau Michelle og Barack Obama með forsetahjónunum í Finnlandi, Törju Halonen og Pentti Arajärvi.

Á neðri mynd eru leikarar úr Stranger Things.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Var krabbamein í sýninu?
1
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
2
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Var krabbamein í sýninu?
3
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár