Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

769. spurningaþraut: Fjölþjóðleg leikkona og fjölmennar borgir

769. spurningaþraut: Fjölþjóðleg leikkona og fjölmennar borgir

Fyrri aukaspurning:

Hvað kallast maturinn hér á myndinni?

***

Aðalspurningar:

1.  Gerpir heitir höfði einn á Íslandi. Hvað þykir sérlega merkilegt við hann?

2.  Hver er ríkasti Íslendingurinn samkvæmt skilgreiningum fjármálatímaritsins Forbes?

3.  NKVD var illræmd leyniþjónusta í ákveðnu ríki sem talin var ábyrg fyrir dauða mikils fjölda manna. Hún var virkust á árunum 1934-1946 en var þá lögð niður þótt starfsemin héldi áfram undir öðru nafni. í hvaða ríki starfaði NKVD?

4.  Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir ætlar brátt að hætta og segist meðal annars ætla að helga sig tónlist, en hann þykir vel liðtækur músíkant. Hvað er hans aðal hljóðfæri?

5.  Hvaðan er Þórólfur annars?

6.  Hver er fjölmennasta borgin á Ítalíu?

7.  Lagos heitir 15 milljón manna borg í hvaða landi? 

8.  Heimsfræg leikkona á danskan föður en faðir hans var reyndar Svíi. Móðir leikkonunnar er bandarísk en komin af ættum Gyðinga í Rússlandi og Póllandi. Hvað heitir þessi leikkona?

9.  Hver er hinn knái kærasti hennar Lois Lane — að minnsta kosti stundum?

10.  Hvað heitir eyjan sem mestöll Kaupmannahöfn stendur á?

***

Hér að neðan má sjá hluta af myndlistarverki eftir listamann frá 20. öld. Hvað hét hann?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Gerpir er austasti höfði Íslands.

2.  Björgólfur Thor.

3.  Sovétríkjunum. Rússland dugar ekki.

4.  Bassi.

5.  Hann er frá Vestmannaeyjum.

6.  Róm.

7.  Nígeríu.

8.  Scarlett Johansson.

Scarlett Johansson

9.  Superman.

10.  Sjáland.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er bruschetta.

Á neðri myndinni er hluti verks eftir Marcel Duchamp.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár