Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

766. spurningaþraut: Danskur kóngur í hátækni?

766. spurningaþraut: Danskur kóngur í hátækni?

Fyrri aukaspurning:

Hver á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hversu margar voru eiginkonur Hinriks áttunda Englandskonungs?

2.  Í hvaða landi er höfuðborgin Sarajevo?

3.  Hvað heitir íslenska Eurovision-lagið 2022?

4.  Carl Barks var víðfrægur amerískur teiknari sem gerði garðinn frægan við að teikna sögur um ... ?

5.  Hvaða fjörður er stærstur milli Skagafjarðar og Skjálfanda á Norðurlandi?

6.  Nafnið á dönskum kóngi frá tíundu öld er nú notað yfir ákveðna „skammdræga þráðlausa samskiptatækni“ sem samnefnt fyrirtæki tók að þróa rétt fyrir aldamótin 2000. Reyndar er það viðurnefni kóngsins sem notað er, en ekki skírnarnafn hans. Hvað hét þessi kóngur?

7.  Fjórir stærstu bankar heimsins eru kínverskir og ég geri ekki kröfu um að fólk viti hvað þeir heita. En fimmti stærsti banki heims er bandarískur og hvað heitir hann?

8.  Sigurjón M. Egilsson kom á fót laust eftir hrun þjóðmála- og umræðuþætti á Bylgjunni sem er á dagskrá á sunnudögum. Þótt Sigurjón sé horfinn á braut er þátturinn enn á dagskrá. Hver sér núna um hann?

9.  En hvað heitir þátturinn?

10.  Hversu lengi er birta frá sólinni að berast til Jarðar? Tekur það 0,8 sekúndur — 8 sekúndur — 8 mínútur — 80 mínútur?

***

Seinni aukaspurning:

Myndin hér að neðan er tekin þegar þrír rithöfundar voru gerðir heiðursdoktorsar við Háskóla Íslands 2010. Þið fáið stig fyrir að vita nöfn tveggja höfunda, en sérstakt heiðursdoktora-stig fyrir öll þrjú nöfnin.

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Sex.

2.  Bosníu.

3.  Með hækkandi sól.

4.  Andrés Önd og félaga.

5.  Eyjafjörður.

6.  Haraldur blátönn. Um er að ræða samskiptatæknina Bluetooth.

7.  JP Morgan Chase. Stig fæst þótt fólki gleymi „Chase“ en „JP Morgan“ verður að vera!

8.  Kristján Kristjánsson.

9.  Sprengisandur.

10.  Átta mínútur. Reyndar aðeins rúmlega 8 mínútur, en við látum það liggja milli hluta hér.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Solla stirða. Óþarft er vita nafn leikkonunnar að þessu sinni.

Á neðri myndinni eru Matthías Johannessen, Álfrún Gunnlaugsdóttir og Thor Vilhjálmsson.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár