Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

766. spurningaþraut: Danskur kóngur í hátækni?

766. spurningaþraut: Danskur kóngur í hátækni?

Fyrri aukaspurning:

Hver á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hversu margar voru eiginkonur Hinriks áttunda Englandskonungs?

2.  Í hvaða landi er höfuðborgin Sarajevo?

3.  Hvað heitir íslenska Eurovision-lagið 2022?

4.  Carl Barks var víðfrægur amerískur teiknari sem gerði garðinn frægan við að teikna sögur um ... ?

5.  Hvaða fjörður er stærstur milli Skagafjarðar og Skjálfanda á Norðurlandi?

6.  Nafnið á dönskum kóngi frá tíundu öld er nú notað yfir ákveðna „skammdræga þráðlausa samskiptatækni“ sem samnefnt fyrirtæki tók að þróa rétt fyrir aldamótin 2000. Reyndar er það viðurnefni kóngsins sem notað er, en ekki skírnarnafn hans. Hvað hét þessi kóngur?

7.  Fjórir stærstu bankar heimsins eru kínverskir og ég geri ekki kröfu um að fólk viti hvað þeir heita. En fimmti stærsti banki heims er bandarískur og hvað heitir hann?

8.  Sigurjón M. Egilsson kom á fót laust eftir hrun þjóðmála- og umræðuþætti á Bylgjunni sem er á dagskrá á sunnudögum. Þótt Sigurjón sé horfinn á braut er þátturinn enn á dagskrá. Hver sér núna um hann?

9.  En hvað heitir þátturinn?

10.  Hversu lengi er birta frá sólinni að berast til Jarðar? Tekur það 0,8 sekúndur — 8 sekúndur — 8 mínútur — 80 mínútur?

***

Seinni aukaspurning:

Myndin hér að neðan er tekin þegar þrír rithöfundar voru gerðir heiðursdoktorsar við Háskóla Íslands 2010. Þið fáið stig fyrir að vita nöfn tveggja höfunda, en sérstakt heiðursdoktora-stig fyrir öll þrjú nöfnin.

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Sex.

2.  Bosníu.

3.  Með hækkandi sól.

4.  Andrés Önd og félaga.

5.  Eyjafjörður.

6.  Haraldur blátönn. Um er að ræða samskiptatæknina Bluetooth.

7.  JP Morgan Chase. Stig fæst þótt fólki gleymi „Chase“ en „JP Morgan“ verður að vera!

8.  Kristján Kristjánsson.

9.  Sprengisandur.

10.  Átta mínútur. Reyndar aðeins rúmlega 8 mínútur, en við látum það liggja milli hluta hér.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Solla stirða. Óþarft er vita nafn leikkonunnar að þessu sinni.

Á neðri myndinni eru Matthías Johannessen, Álfrún Gunnlaugsdóttir og Thor Vilhjálmsson.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
2
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
4
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár