Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

766. spurningaþraut: Danskur kóngur í hátækni?

766. spurningaþraut: Danskur kóngur í hátækni?

Fyrri aukaspurning:

Hver á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hversu margar voru eiginkonur Hinriks áttunda Englandskonungs?

2.  Í hvaða landi er höfuðborgin Sarajevo?

3.  Hvað heitir íslenska Eurovision-lagið 2022?

4.  Carl Barks var víðfrægur amerískur teiknari sem gerði garðinn frægan við að teikna sögur um ... ?

5.  Hvaða fjörður er stærstur milli Skagafjarðar og Skjálfanda á Norðurlandi?

6.  Nafnið á dönskum kóngi frá tíundu öld er nú notað yfir ákveðna „skammdræga þráðlausa samskiptatækni“ sem samnefnt fyrirtæki tók að þróa rétt fyrir aldamótin 2000. Reyndar er það viðurnefni kóngsins sem notað er, en ekki skírnarnafn hans. Hvað hét þessi kóngur?

7.  Fjórir stærstu bankar heimsins eru kínverskir og ég geri ekki kröfu um að fólk viti hvað þeir heita. En fimmti stærsti banki heims er bandarískur og hvað heitir hann?

8.  Sigurjón M. Egilsson kom á fót laust eftir hrun þjóðmála- og umræðuþætti á Bylgjunni sem er á dagskrá á sunnudögum. Þótt Sigurjón sé horfinn á braut er þátturinn enn á dagskrá. Hver sér núna um hann?

9.  En hvað heitir þátturinn?

10.  Hversu lengi er birta frá sólinni að berast til Jarðar? Tekur það 0,8 sekúndur — 8 sekúndur — 8 mínútur — 80 mínútur?

***

Seinni aukaspurning:

Myndin hér að neðan er tekin þegar þrír rithöfundar voru gerðir heiðursdoktorsar við Háskóla Íslands 2010. Þið fáið stig fyrir að vita nöfn tveggja höfunda, en sérstakt heiðursdoktora-stig fyrir öll þrjú nöfnin.

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Sex.

2.  Bosníu.

3.  Með hækkandi sól.

4.  Andrés Önd og félaga.

5.  Eyjafjörður.

6.  Haraldur blátönn. Um er að ræða samskiptatæknina Bluetooth.

7.  JP Morgan Chase. Stig fæst þótt fólki gleymi „Chase“ en „JP Morgan“ verður að vera!

8.  Kristján Kristjánsson.

9.  Sprengisandur.

10.  Átta mínútur. Reyndar aðeins rúmlega 8 mínútur, en við látum það liggja milli hluta hér.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Solla stirða. Óþarft er vita nafn leikkonunnar að þessu sinni.

Á neðri myndinni eru Matthías Johannessen, Álfrún Gunnlaugsdóttir og Thor Vilhjálmsson.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
5
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár