Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

765. spurningaþraut: Gjóður, Sonatorrek, Berbar, margt fleira

765. spurningaþraut: Gjóður, Sonatorrek, Berbar, margt fleira

Fyrri aukaspurning:

Í janúar síðastliðnum náðist þessi ljósmynd utan úr geimnum. Hvað er að gerast þarna og HVAR?

***

Aðalspurningar:

1.  Gjóður heitir meðalstór fugl, 60 sentímetrar að lengd og með 1,8 metra vænghaf. Hann finnst víða um heim og hefur sést á Íslandi. Hér á Íslandi á gjóðurinn líka nána frænda í fuglaheimum. Hverjir eru þessir frændur gjóðsins á Íslandi?

2.  Hvar í veröldinni eru Berbar upprunnir?

3.  Hver orti Sonatorrek?

4.  Og HVAR orti hann það?

5.  Nafnið á einum nytjafiski við Íslandsstrendur er þannig að sé einum bókstaf bætt við það einhvers staðar, þá fæst nafn á annarri fisktegund sem er náskyld þeirri fyrri en að vísu ekki nytjuð mikið, af einhverjum ástæðum. Hvaða tvær fisktegundir er hér um að ræða?

6.  Hvaða bíómynd fékk Óskarsverðlaunin sem besta myndin á Óskarsverðlaunahátíðinni fyrr á árinu?

7.  Hvað heitir forseti Tyrklands?

8.  Hvað heitir næststærsti goshverinn á Geysissvæðinu, á eftir Geysi sjálfum?

9.  Hvaða hljómsveit keppti fyrir Íslands hönd í Eurovision í fyrra?

10.  Hvar í Evrópu er haldin víðfræg myndlistarhátíð á tveggja ára fresti, og er hún kölluð Tvíæringurinn í ... ?

***

Seinni aukaspurning:

Konan hér að neðan var brautryðjandi á Íslandi, bæði í sinni starfsgrein og í íslenskum stjórnmálum. Hvað hét hún?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Fálkar.

2.  Í Atlas-fjöllum Norður-Afríku, en Norður-Afríka dugar líka ein og sér.

3.  Egill Skallagrímsson.

4.  Á Borg á Mýrum.

5.  Ýsa og lýsa.

6.  Myndin heitir CODA.

7.  Erdogan.

8.  Strokkur.

9.  Daði og Gagnamagnið.

10.  Feneyjum.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri mynd má sjá sprengigos í eyríkinu Tonga í Kyrrahafi.

Á neðri myndinni er Katrín Thoroddsen læknir og þingmaður.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Náum ekki verðbólgumarkmiði fyrr en 2027 – launahækkanir lykilþáttur
5
Fréttir

Ná­um ekki verð­bólgu­mark­miði fyrr en 2027 – launa­hækk­an­ir lyk­il­þátt­ur

Vara­seðla­banka­stjóri seg­ir bank­ann gera ráð fyr­ir að verð­bólga hækki aft­ur áð­ur en hún lækk­ar. Spár Seðla­bank­ans geri ráð fyr­ir að verð­bólgu­markmið ná­ist á fyrri hluta 2027. Launa­hækk­an­ir sem tryggð­ar voru í síð­ustu kjara­samn­ing­um hafi gegnt lyk­il­hlut­verki í því að við­halda inn­lend­um hluta verð­bólg­unn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár