Fyrri aukaspurning:
Í janúar síðastliðnum náðist þessi ljósmynd utan úr geimnum. Hvað er að gerast þarna og HVAR?
***
Aðalspurningar:
1. Gjóður heitir meðalstór fugl, 60 sentímetrar að lengd og með 1,8 metra vænghaf. Hann finnst víða um heim og hefur sést á Íslandi. Hér á Íslandi á gjóðurinn líka nána frænda í fuglaheimum. Hverjir eru þessir frændur gjóðsins á Íslandi?
2. Hvar í veröldinni eru Berbar upprunnir?
3. Hver orti Sonatorrek?
4. Og HVAR orti hann það?
5. Nafnið á einum nytjafiski við Íslandsstrendur er þannig að sé einum bókstaf bætt við það einhvers staðar, þá fæst nafn á annarri fisktegund sem er náskyld þeirri fyrri en að vísu ekki nytjuð mikið, af einhverjum ástæðum. Hvaða tvær fisktegundir er hér um að ræða?
6. Hvaða bíómynd fékk Óskarsverðlaunin sem besta myndin á Óskarsverðlaunahátíðinni fyrr á árinu?
7. Hvað heitir forseti Tyrklands?
8. Hvað heitir næststærsti goshverinn á Geysissvæðinu, á eftir Geysi sjálfum?
9. Hvaða hljómsveit keppti fyrir Íslands hönd í Eurovision í fyrra?
10. Hvar í Evrópu er haldin víðfræg myndlistarhátíð á tveggja ára fresti, og er hún kölluð Tvíæringurinn í ... ?
***
Seinni aukaspurning:
Konan hér að neðan var brautryðjandi á Íslandi, bæði í sinni starfsgrein og í íslenskum stjórnmálum. Hvað hét hún?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Fálkar.
2. Í Atlas-fjöllum Norður-Afríku, en Norður-Afríka dugar líka ein og sér.
3. Egill Skallagrímsson.
4. Á Borg á Mýrum.
5. Ýsa og lýsa.
6. Myndin heitir CODA.
7. Erdogan.
8. Strokkur.
9. Daði og Gagnamagnið.
10. Feneyjum.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri mynd má sjá sprengigos í eyríkinu Tonga í Kyrrahafi.
Á neðri myndinni er Katrín Thoroddsen læknir og þingmaður.
Athugasemdir