Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

765. spurningaþraut: Gjóður, Sonatorrek, Berbar, margt fleira

765. spurningaþraut: Gjóður, Sonatorrek, Berbar, margt fleira

Fyrri aukaspurning:

Í janúar síðastliðnum náðist þessi ljósmynd utan úr geimnum. Hvað er að gerast þarna og HVAR?

***

Aðalspurningar:

1.  Gjóður heitir meðalstór fugl, 60 sentímetrar að lengd og með 1,8 metra vænghaf. Hann finnst víða um heim og hefur sést á Íslandi. Hér á Íslandi á gjóðurinn líka nána frænda í fuglaheimum. Hverjir eru þessir frændur gjóðsins á Íslandi?

2.  Hvar í veröldinni eru Berbar upprunnir?

3.  Hver orti Sonatorrek?

4.  Og HVAR orti hann það?

5.  Nafnið á einum nytjafiski við Íslandsstrendur er þannig að sé einum bókstaf bætt við það einhvers staðar, þá fæst nafn á annarri fisktegund sem er náskyld þeirri fyrri en að vísu ekki nytjuð mikið, af einhverjum ástæðum. Hvaða tvær fisktegundir er hér um að ræða?

6.  Hvaða bíómynd fékk Óskarsverðlaunin sem besta myndin á Óskarsverðlaunahátíðinni fyrr á árinu?

7.  Hvað heitir forseti Tyrklands?

8.  Hvað heitir næststærsti goshverinn á Geysissvæðinu, á eftir Geysi sjálfum?

9.  Hvaða hljómsveit keppti fyrir Íslands hönd í Eurovision í fyrra?

10.  Hvar í Evrópu er haldin víðfræg myndlistarhátíð á tveggja ára fresti, og er hún kölluð Tvíæringurinn í ... ?

***

Seinni aukaspurning:

Konan hér að neðan var brautryðjandi á Íslandi, bæði í sinni starfsgrein og í íslenskum stjórnmálum. Hvað hét hún?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Fálkar.

2.  Í Atlas-fjöllum Norður-Afríku, en Norður-Afríka dugar líka ein og sér.

3.  Egill Skallagrímsson.

4.  Á Borg á Mýrum.

5.  Ýsa og lýsa.

6.  Myndin heitir CODA.

7.  Erdogan.

8.  Strokkur.

9.  Daði og Gagnamagnið.

10.  Feneyjum.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri mynd má sjá sprengigos í eyríkinu Tonga í Kyrrahafi.

Á neðri myndinni er Katrín Thoroddsen læknir og þingmaður.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
3
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu