Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

764. spurningaþraut: Elisabeth Schwarzkopf og Skallagrímur, hittust þau?

764. spurningaþraut: Elisabeth Schwarzkopf og Skallagrímur, hittust þau?

Myndin hér að ofan sýnir leikara í breskri glæpaseríu sem sýnd hefur verið undanfarin ár hér sem annars staðar við heilmiklar vinsældir. Hvað heitir serían?

Og lárviðarstig fæst fyrir að vita hvað heitir persónan sem Helen McRory sáluga lék og sést þarna á myndinni.

***

Aðalspurningar:

1.  Elisabeth Schwarzkopf — hvað fékkst hún við í lífinu?

2.  Hvar nam Skallagrímur land?

3.  Queensland er hérað eða fylki í ... hvaða landi?

4.  Söngkona ein sló í gegn með hljómsveit sinni þegar út kom árið 1982 lagið Back on the Chain Gang. Hvað hét hljómsveit hennar eða hún sjálf? Annaðhvort svarið dugir.

5.  En hvað er annars „chain gang“?

6.  Björn Ingi Hrafnsson hafði sig nokkuð í frammi á blaðamannafundum þríeykisins um Covid-19. Hann var þar á snærum eigin fjölmiðils sem hann kallar ... ?

7.  Öndverðarnes heitir ysta táin á öllu stærra nesi. Hvaða nes er það?

8.  Vernon og Petunia Dursley voru hjón. Þau áttu einn son að nafni Dudley og fer ekki miklum sögum af honum. Fóstursonur sem þau hjónin tóku og ólu líka upp er aftur á móti nafntogaður mjög. Og hann hét ... hvað?

9.  Hvað heitir rithöfundur sá sem skrifar bækur um Harry Hole?

10.  Rússi nokkur skrifaði á 19. öld skáldsögu sem heitir Feður og synir. Hver var höfundurinn?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða fáni er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Söng.

2.  Í Borgarfirði

3.  Ástralíu.

4.  Chryssie Hynde, söngkona The Pretenders.

5.  Fangar hlekkjaðir saman við þrælkunarvinnu.

6.  Viljann.

7.  Snæfellsnes.

8.  Harry Potter.

9.  Jo Nesbo.

10.  Turgenev.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er leikarar úr þáttaröðinni Peaky Blinders. Persónan hét Polly frænka, Aunt Polly eða Polly Grey.

Á neðri myndinni er fáni Portúgals.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár