Fyrri aukaspurning:
Hvaða fjall er þetta?
***
Aðalspurningar:
1. Hver var síðasta drottningin sem ríkti yfir Skotlandi einu?
2. Tvö pör ríkja í Bandaríkjunum heita Norður- og Suður-eitthvað. Norður- og Suður-hvað, sem sagt?
3. Eitt ríki í viðbót er kennt við höfuðátt. Það er Vestur-hvað?
4. Tvö Evrópuríki hafa einhverja af höfuðáttunum í opinberu heiti sínu. Nefnið að minnsta kosti annað.
5. Hvers konar kjöt er framleitt mest af í heimi hér — og þar af leiðandi étið mest af því líka?
6. Hvað gerði Friedrich Paulus þann 31. janúar 1943?
7. „Heyrðu snöggvast ...“ hver?
8. Í hvaða sveit er biskupssetrið í Skálholti?
9. Ef við undanskiljum borgir í Tyrklandi og Rússlandi, hver er þá fjölmennasta borg í Evrópu sem er EKKI höfuðborg í einhverju ríki?
10. Sumir segja að Campi Flegrei sé hættulegasta eldstöð í heimi. Þar hefur ekki gosið í 500 ár og síðasta gos var reyndar afskaplega lítið en jarðvísindamenn telja að undir sigkatli Campi Flegrei leynist ofureldstöð sem geti gosið þegar minnst varir og yfirborðið tæst í sundur undan fjölmörgum gígum og sprungum og vellandi hraunflóðum. Eldstöðin er í aðeins 10 kílómetra fjarlægð frá milljónaborg einni, þar sem íbúar yrðu í mikilli hættu staddir ef gos hæfist. Ekki nóg með það, heldur er önnur tröllsleg eldstöð í 10 kílómetra fjarlægð frá sömu borg, en í gagnstæðri átt. Hvaða borg er svo ískyggilega staðsett?
***
Seinni aukaspurning:
Þessi stúlka varð sjö ára um daginn. Af hverju komst það í fréttirnar?
***
Svör við aðalspurningum:
1. María Stúart.
2. Norður- og Suður-Dakota annars vegar og hins vegar Norður- og Suður-Karólína.
3. Virginía.
4. Norður-Makedónía og Austurríki.
5. Svínakjöt.
6. Gafst upp við Stalíngrad.
7. Snati minn.
8. Biskupstungum.
9. Hamborg í Þýskalandi.
10. Napólí.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni er fjallið Fuji í Japan.
Stúlkan á neðri myndinni komst í fréttirnar því hún er dóttir Vilhjálms hertoga af Cambridge sem væntanlega verður konungur Bretlands í fyllingu tímans.
Athugasemdir