Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

757. spurningaþraut: Fjölmennasta borgin sem er ekki höfuðborg?

757. spurningaþraut: Fjölmennasta borgin sem er ekki höfuðborg?

Fyrri aukaspurning:

Hvaða fjall er þetta?

***

Aðalspurningar:

1.  Hver var síðasta drottningin sem ríkti yfir Skotlandi einu?

2. Tvö pör ríkja í Bandaríkjunum heita Norður- og Suður-eitthvað. Norður- og Suður-hvað, sem sagt?

3.  Eitt ríki í viðbót er kennt við höfuðátt. Það er Vestur-hvað?

4.  Tvö Evrópuríki hafa einhverja af höfuðáttunum í opinberu heiti sínu. Nefnið að minnsta kosti annað.

5.  Hvers konar kjöt er framleitt mest af í heimi hér — og þar af leiðandi étið mest af því líka?

6.  Hvað gerði Friedrich Paulus þann 31. janúar 1943?

7.  „Heyrðu snöggvast ...“ hver?

8.  Í hvaða sveit er biskupssetrið í Skálholti?

9.  Ef við undanskiljum borgir í Tyrklandi og Rússlandi, hver er þá fjölmennasta borg í Evrópu sem er EKKI höfuðborg í einhverju ríki?

10.  Sumir segja að Campi Flegrei sé hættulegasta eldstöð í heimi. Þar hefur ekki gosið í 500 ár og síðasta gos var reyndar afskaplega lítið en jarðvísindamenn telja að undir sigkatli Campi Flegrei leynist ofureldstöð sem geti gosið þegar minnst varir og yfirborðið tæst í sundur undan fjölmörgum gígum og sprungum og vellandi hraunflóðum. Eldstöðin er í aðeins 10 kílómetra fjarlægð frá milljónaborg einni, þar sem íbúar yrðu í mikilli hættu staddir ef gos hæfist. Ekki nóg með það, heldur er önnur tröllsleg eldstöð í 10 kílómetra fjarlægð frá sömu borg, en í gagnstæðri átt. Hvaða borg er svo ískyggilega staðsett?

***

Seinni aukaspurning:

Þessi stúlka varð sjö ára um daginn. Af hverju komst það í fréttirnar?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  María Stúart.

2.  Norður- og Suður-Dakota annars vegar og hins vegar Norður- og Suður-Karólína.

3.  Virginía. 

4.  Norður-Makedónía og Austurríki.

5.  Svínakjöt.

6.  Gafst upp við Stalíngrad.

7.  Snati minn.

8.  Biskupstungum.

9.  Hamborg í Þýskalandi.

10.  Napólí.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er fjallið Fuji í Japan.

Stúlkan á neðri myndinni komst í fréttirnar því hún er dóttir Vilhjálms hertoga af Cambridge sem væntanlega verður konungur Bretlands í fyllingu tímans.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
4
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
4
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár