Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

757. spurningaþraut: Fjölmennasta borgin sem er ekki höfuðborg?

757. spurningaþraut: Fjölmennasta borgin sem er ekki höfuðborg?

Fyrri aukaspurning:

Hvaða fjall er þetta?

***

Aðalspurningar:

1.  Hver var síðasta drottningin sem ríkti yfir Skotlandi einu?

2. Tvö pör ríkja í Bandaríkjunum heita Norður- og Suður-eitthvað. Norður- og Suður-hvað, sem sagt?

3.  Eitt ríki í viðbót er kennt við höfuðátt. Það er Vestur-hvað?

4.  Tvö Evrópuríki hafa einhverja af höfuðáttunum í opinberu heiti sínu. Nefnið að minnsta kosti annað.

5.  Hvers konar kjöt er framleitt mest af í heimi hér — og þar af leiðandi étið mest af því líka?

6.  Hvað gerði Friedrich Paulus þann 31. janúar 1943?

7.  „Heyrðu snöggvast ...“ hver?

8.  Í hvaða sveit er biskupssetrið í Skálholti?

9.  Ef við undanskiljum borgir í Tyrklandi og Rússlandi, hver er þá fjölmennasta borg í Evrópu sem er EKKI höfuðborg í einhverju ríki?

10.  Sumir segja að Campi Flegrei sé hættulegasta eldstöð í heimi. Þar hefur ekki gosið í 500 ár og síðasta gos var reyndar afskaplega lítið en jarðvísindamenn telja að undir sigkatli Campi Flegrei leynist ofureldstöð sem geti gosið þegar minnst varir og yfirborðið tæst í sundur undan fjölmörgum gígum og sprungum og vellandi hraunflóðum. Eldstöðin er í aðeins 10 kílómetra fjarlægð frá milljónaborg einni, þar sem íbúar yrðu í mikilli hættu staddir ef gos hæfist. Ekki nóg með það, heldur er önnur tröllsleg eldstöð í 10 kílómetra fjarlægð frá sömu borg, en í gagnstæðri átt. Hvaða borg er svo ískyggilega staðsett?

***

Seinni aukaspurning:

Þessi stúlka varð sjö ára um daginn. Af hverju komst það í fréttirnar?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  María Stúart.

2.  Norður- og Suður-Dakota annars vegar og hins vegar Norður- og Suður-Karólína.

3.  Virginía. 

4.  Norður-Makedónía og Austurríki.

5.  Svínakjöt.

6.  Gafst upp við Stalíngrad.

7.  Snati minn.

8.  Biskupstungum.

9.  Hamborg í Þýskalandi.

10.  Napólí.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er fjallið Fuji í Japan.

Stúlkan á neðri myndinni komst í fréttirnar því hún er dóttir Vilhjálms hertoga af Cambridge sem væntanlega verður konungur Bretlands í fyllingu tímans.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Til Grænlands á gamalli eikarskútu
4
Vettvangur

Til Græn­lands á gam­alli eik­ar­skútu

Ittoqqortoormiit á aust­ur­strönd Græn­lands er eitt af­skekkt­asta þorp í heimi. Þang­að liggja eng­ir veg­ir og til að kom­ast í þorp­ið þarf að fljúga með þyrlu eða fara á snjó- eða hunda­sleð­um frá flug­vell­in­um sem er í 60 kíló­metra fjar­lægð. Yf­ir há­sumar­ið er hægt að sigla þang­að en Ittoqqortoormiit er við mynni Scor­es­bysunds sem er stærsta fjarða­kerfi í heim­in­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu