Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Átök í kappræðum: „Það er eins og þetta fólk kunni ekki að skammast sín“

Meiri­hluti og minni­hluti í borg­ar­stjórn deildi um ábyrgð á hækk­un hús­næð­isverðs. Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, odd­viti Pírata, sagði full­trúa minni­hlut­ans ekki kunna að skamm­ast sín.

Hart var deilt um áherslur í húsnæðismálum og samgöngumálum í kappræðum Stundarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar, sem sjá má hér.

Í umræðunum drógust upp átakalínur á milli fulltrúa meirihlutans og minnihlutans í tveimur lykilmálum: Húsnæðismálum og samgöngumálum. Ein stærsta spurningin virðist snúast um hvort Framsóknarflokkurinn, sem hefur fengið vaxandi fylgi í könnunum, halli sér til hægri eða vinstri, en Einar Þorsteinsson, oddviti flokksins, svaraði spurningu þess efnis í kappræðunum.

Dóra Björt GuðjónsdóttirOddviti Pírata

Alvarleg húsnæðiskrísa

Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, kannaðist í upphafi við „alvarlega húsnæðiskrísu“, en taldi hana ekki „einhliða á ábyrgð meirihlutans í Reykjavík“. Síðar gagnrýndi hún harkalega fulltrúa minnihlutans í Framsóknarflokki, Miðflokki, Flokki fólksins og Sjálfstæðisflokknum, fyrir að kenna meirihlutanum  um lóðaskort. „Þau koma hérna og halda því fram að þetta sé allt á okkar ábyrgð, þegar sérfræðingar hafa sagt, að það er nægt lóðaframboð ... Það er eins og þetta fólk kunni ekki að skammast sín,“ sagði hún.

Dagur B. EggertssonOddviti Samfylkingarinnar

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar kvartaði undan því að Framsóknarflokkurinn vissi ekki í hvorn fótinn ætti að stíga og nefndi sérstaklega húsnæðis- og samgöngumál. „Það er eins og Framsókn sé svolítið óljós í framsetningu og tali inn í alla hópa,“ sagði hann. 

„Það þarf að þétta, og það þarf líka að dreifa,“ svaraði Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar.

Þvinguð úr bílnum

Ómar Már Jónsson, oddviti Miðflokksins, skar sig úr í umræðu um skipulagsmál. Hann sagði frá reynslu sinni af umferðinni í Reykjavík og kvartaði undan áherslum um að „þvinga fólk“. 

„Við erum bílaþjóð og ég hef átt samtöl við gríðarlega marga. Ég er ekki að finna þennan stuðning við að fólk sé sátt við það að fólk sé þvingað úr bílunum sínum,“ sagði Ómar.

Ómar Már JónssonOddviti Miðflokksins

Félagsleg uppbygging

Allir frambjóðendur könnuðust við vanda í húsnæðismálum, þótt mat á orsökum hans innan eða utan sveitarfélags skiptist eftir línum meirihluta og minnihluta.

Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, taldi skorta að skipuleggja svæði fyrir uppbyggingu. „Bleiki fíllinn í herberginu í þessari umræðu er auðvitað bara framboðshliðin,“ sagði Hildur. „Það vantar land. Og við þurfum að skipuleggja land.“ Hún lagðist ekki gegn Borgarlínu, en kvað spurningu um skilgreiningu á henni þar sem fólk talaði um mismunandi útfærslu.

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, skar sig úr í meirihlutasamstarfinu með því að tala fyrir markaðslausn á leigumarkaði. Dóra Björt í Pírötum setti ábyrgðina á hugsanlegu leiguþaki á herðar Alþingis. 

Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins, vildi að Félagsbústaðir færu í stórfellda uppbyggingu á húsnæði fyrir fólk, ekki eingöngu þá tekjulægstu, enda væri eiginfjárhlutfall gott. 

Sanna Magdalena MörtudóttirOddviti Sósíalistaflokksins

„Félagsbústaðir geta nýtt þessa sterku stöðu til þess að fara í uppbyggingu og síðan nýta stöðuna til að byggja fyrir fólk í neyð, í þörf og líka að útvíkka hvað við eigum við með félagslegu leiguhúsnæði. Eins og þetta er í dag þarftu að vera í viðkvæmri stöðu félagslega og fjárhagslega,“ segir Sanna. „Þetta eru náttúrulega leigjendur að greiða tekjur, þannig að það er ekki áhætta sem er fólgin í þessu,“ bætti hún við.

Sanna lagði einnig áherslu á góðar almenningssamgöngur og féll þannig að hugmyndum meirihlutans.

Líf MagneudóttirOddviti Vinstri grænna

Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, lagði sömuleiðis áherslu á opinbera uppbyggingu. „Við erum að leggja aftur fram í þessum kosningum hugmyndafræði verkamannabústaða,“ sagði Líf.

Hverjir geta unnið saman?

Einar Þorsteinsson kvartaði undan því að framferði borgarfulltrúa drægi úr trausti á borgarstjórn, sem hefði mælst lægst allra stofnana í traustmælingu Gallups. „Hér er ágæt kona sem ullar á borgarstjórnarfundi. Þetta dregur úr virðingu borgarstjórnar,“ og vísaði þar á Líf Magneudóttur, oddvita Vinstri grænna.

Einar ÞorsteinssonOddviti Framsóknarflokksins

Dagur benti á að borgarstjórn nýtur meira trausts hjá Reykvíkingum heldur en Alþingi. Að vantraustið lægi helst úti á landi og í nágrannasveitarfélögum.

Einar, sem hefur notið góðs gengis í könnunum, var spurður í kappræðunum hvort hann vildi ganga til liðs við núverandi meirihluta. „Ef menn vilja breytingar í borginni, þá þurfa þeir að kjósa Framsókn,“ sagði hann meðal annars.

„Fólk sér ekki mikinn mun á stefnu Framsóknarflokksins og meirihlutans,“ sagði Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins.

Hildur BjörnsdóttirOddviti Sjálfstæðisflokksins

Spurningin um næsta meirihlutasamstarf í Reykjavík virðist því snúast að miklu leyti um hvort Samfylkingin eða Sjálfstæðisflokkur verði í meirihluta.

„Ef þessi meirihluti heldur finnst mér bara vera kurteisi að tala saman,“ sagði Þórdís Lóa hjá Viðreisn, en kvaðst ganga óbundin til kosninga.

Eftir að Einar og Hildur hvöttu til breytinga í borgarstjórn sagði Líf að þau væru breytingaraflið. „Við erum breytingin,“ sagði Dóra Björt, oddviti Pírata.

Þórdís Lóa ÞórhallsdóttirOddviti Viðreisnar

Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins, sagðist vera til í að vinna með öllum – ef þeir ætluðu að taka á biðlistum barna, öryrkja, aldraðra og fatlaðs fólks. Kolbrún sagði að til væru fjölskyldur í borginni sem væru að lepja dauðann úr skel. „Við viljum frítt í frístundina, fríar skólamáltíðir,“ segir Kolbrún og segir að bregðast verði við vandanum.

Þegar talið snérist að Borgarlínu sló hún aftur á sama streng: „Við í Flokki Fólksins sjáum ofsjónum yfir þessum tölum á sama tíma og vantar peninga til að stytta biðlista eftir greiningum og talmeinakennslu.“  Hún sagðist hafa áhyggjur af því að þegar Borgarlínan komi þá verði tæknikerfið orðið úrelt. Hún vill að strætó verði gjaldfrjáls og leiðum fjölgað.

Kolbrún BaldursdóttirOddviti Flokks fólksins

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Óskar Guðmundsson skrifaði
    Ansi gott hjá Sönnu að koma inn á skráða stöðu Félagsbústaða sem sýnir að þeir eiga auðveldlega að geta hraðað uppbyggingu.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Borgarstjórnarkosningar 2022

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár