Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Átök í kappræðum: „Það er eins og þetta fólk kunni ekki að skammast sín“

Meiri­hluti og minni­hluti í borg­ar­stjórn deildi um ábyrgð á hækk­un hús­næð­isverðs. Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, odd­viti Pírata, sagði full­trúa minni­hlut­ans ekki kunna að skamm­ast sín.

Hart var deilt um áherslur í húsnæðismálum og samgöngumálum í kappræðum Stundarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar, sem sjá má hér.

Í umræðunum drógust upp átakalínur á milli fulltrúa meirihlutans og minnihlutans í tveimur lykilmálum: Húsnæðismálum og samgöngumálum. Ein stærsta spurningin virðist snúast um hvort Framsóknarflokkurinn, sem hefur fengið vaxandi fylgi í könnunum, halli sér til hægri eða vinstri, en Einar Þorsteinsson, oddviti flokksins, svaraði spurningu þess efnis í kappræðunum.

Dóra Björt GuðjónsdóttirOddviti Pírata

Alvarleg húsnæðiskrísa

Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, kannaðist í upphafi við „alvarlega húsnæðiskrísu“, en taldi hana ekki „einhliða á ábyrgð meirihlutans í Reykjavík“. Síðar gagnrýndi hún harkalega fulltrúa minnihlutans í Framsóknarflokki, Miðflokki, Flokki fólksins og Sjálfstæðisflokknum, fyrir að kenna meirihlutanum  um lóðaskort. „Þau koma hérna og halda því fram að þetta sé allt á okkar ábyrgð, þegar sérfræðingar hafa sagt, að það er nægt lóðaframboð ... Það er eins og þetta fólk kunni ekki að skammast sín,“ sagði hún.

Dagur B. EggertssonOddviti Samfylkingarinnar

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar kvartaði undan því að Framsóknarflokkurinn vissi ekki í hvorn fótinn ætti að stíga og nefndi sérstaklega húsnæðis- og samgöngumál. „Það er eins og Framsókn sé svolítið óljós í framsetningu og tali inn í alla hópa,“ sagði hann. 

„Það þarf að þétta, og það þarf líka að dreifa,“ svaraði Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar.

Þvinguð úr bílnum

Ómar Már Jónsson, oddviti Miðflokksins, skar sig úr í umræðu um skipulagsmál. Hann sagði frá reynslu sinni af umferðinni í Reykjavík og kvartaði undan áherslum um að „þvinga fólk“. 

„Við erum bílaþjóð og ég hef átt samtöl við gríðarlega marga. Ég er ekki að finna þennan stuðning við að fólk sé sátt við það að fólk sé þvingað úr bílunum sínum,“ sagði Ómar.

Ómar Már JónssonOddviti Miðflokksins

Félagsleg uppbygging

Allir frambjóðendur könnuðust við vanda í húsnæðismálum, þótt mat á orsökum hans innan eða utan sveitarfélags skiptist eftir línum meirihluta og minnihluta.

Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, taldi skorta að skipuleggja svæði fyrir uppbyggingu. „Bleiki fíllinn í herberginu í þessari umræðu er auðvitað bara framboðshliðin,“ sagði Hildur. „Það vantar land. Og við þurfum að skipuleggja land.“ Hún lagðist ekki gegn Borgarlínu, en kvað spurningu um skilgreiningu á henni þar sem fólk talaði um mismunandi útfærslu.

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, skar sig úr í meirihlutasamstarfinu með því að tala fyrir markaðslausn á leigumarkaði. Dóra Björt í Pírötum setti ábyrgðina á hugsanlegu leiguþaki á herðar Alþingis. 

Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins, vildi að Félagsbústaðir færu í stórfellda uppbyggingu á húsnæði fyrir fólk, ekki eingöngu þá tekjulægstu, enda væri eiginfjárhlutfall gott. 

Sanna Magdalena MörtudóttirOddviti Sósíalistaflokksins

„Félagsbústaðir geta nýtt þessa sterku stöðu til þess að fara í uppbyggingu og síðan nýta stöðuna til að byggja fyrir fólk í neyð, í þörf og líka að útvíkka hvað við eigum við með félagslegu leiguhúsnæði. Eins og þetta er í dag þarftu að vera í viðkvæmri stöðu félagslega og fjárhagslega,“ segir Sanna. „Þetta eru náttúrulega leigjendur að greiða tekjur, þannig að það er ekki áhætta sem er fólgin í þessu,“ bætti hún við.

Sanna lagði einnig áherslu á góðar almenningssamgöngur og féll þannig að hugmyndum meirihlutans.

Líf MagneudóttirOddviti Vinstri grænna

Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, lagði sömuleiðis áherslu á opinbera uppbyggingu. „Við erum að leggja aftur fram í þessum kosningum hugmyndafræði verkamannabústaða,“ sagði Líf.

Hverjir geta unnið saman?

Einar Þorsteinsson kvartaði undan því að framferði borgarfulltrúa drægi úr trausti á borgarstjórn, sem hefði mælst lægst allra stofnana í traustmælingu Gallups. „Hér er ágæt kona sem ullar á borgarstjórnarfundi. Þetta dregur úr virðingu borgarstjórnar,“ og vísaði þar á Líf Magneudóttur, oddvita Vinstri grænna.

Einar ÞorsteinssonOddviti Framsóknarflokksins

Dagur benti á að borgarstjórn nýtur meira trausts hjá Reykvíkingum heldur en Alþingi. Að vantraustið lægi helst úti á landi og í nágrannasveitarfélögum.

Einar, sem hefur notið góðs gengis í könnunum, var spurður í kappræðunum hvort hann vildi ganga til liðs við núverandi meirihluta. „Ef menn vilja breytingar í borginni, þá þurfa þeir að kjósa Framsókn,“ sagði hann meðal annars.

„Fólk sér ekki mikinn mun á stefnu Framsóknarflokksins og meirihlutans,“ sagði Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins.

Hildur BjörnsdóttirOddviti Sjálfstæðisflokksins

Spurningin um næsta meirihlutasamstarf í Reykjavík virðist því snúast að miklu leyti um hvort Samfylkingin eða Sjálfstæðisflokkur verði í meirihluta.

„Ef þessi meirihluti heldur finnst mér bara vera kurteisi að tala saman,“ sagði Þórdís Lóa hjá Viðreisn, en kvaðst ganga óbundin til kosninga.

Eftir að Einar og Hildur hvöttu til breytinga í borgarstjórn sagði Líf að þau væru breytingaraflið. „Við erum breytingin,“ sagði Dóra Björt, oddviti Pírata.

Þórdís Lóa ÞórhallsdóttirOddviti Viðreisnar

Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins, sagðist vera til í að vinna með öllum – ef þeir ætluðu að taka á biðlistum barna, öryrkja, aldraðra og fatlaðs fólks. Kolbrún sagði að til væru fjölskyldur í borginni sem væru að lepja dauðann úr skel. „Við viljum frítt í frístundina, fríar skólamáltíðir,“ segir Kolbrún og segir að bregðast verði við vandanum.

Þegar talið snérist að Borgarlínu sló hún aftur á sama streng: „Við í Flokki Fólksins sjáum ofsjónum yfir þessum tölum á sama tíma og vantar peninga til að stytta biðlista eftir greiningum og talmeinakennslu.“  Hún sagðist hafa áhyggjur af því að þegar Borgarlínan komi þá verði tæknikerfið orðið úrelt. Hún vill að strætó verði gjaldfrjáls og leiðum fjölgað.

Kolbrún BaldursdóttirOddviti Flokks fólksins

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Óskar Guðmundsson skrifaði
    Ansi gott hjá Sönnu að koma inn á skráða stöðu Félagsbústaða sem sýnir að þeir eiga auðveldlega að geta hraðað uppbyggingu.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Borgarstjórnarkosningar 2022

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
5
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár