Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

„Í myrkri aktívisma og fákunnáttu“

Sænsk yf­ir­völd hafa breytt við­mið­um sín­um kyn­þroska­bæl­andi lyfja­gjaf­ir og horm­óna­með­ferð­ir til trans­barna og -ung­menna und­ir 18 ára aldri. Með­ferð­irn­ar eru tald­ar vera of áhættu­sam­ar þar sem vís­inda­leg­an grund­völl fyr­ir þeim skorti. Ekki stend­ur til að breyta með­ferð­un­um á Ís­landi seg­ir Land­spít­al­inn, sem neit­ar að gefa upp fjölda þeirra barna sem hafa feng­ið lyf­in sem um ræð­ir.

„Í myrkri aktívisma og fákunnáttu“
Myrkur, aktivismi og fákunnátta Björn Hjálmarsson, sem nýtekinn er við sem yfirlæknir á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, sagði í tölvupósti að meðferðir við kynama væru byggðar á „myrkri“, „aktivisma“ og „fákunnáttu“. Mynd: MBL / Eggert Jóhannesson

Dæmi eru um að íslensk börn hefji lyfjameðferðir vegna kynama fyrir átján ára aldur. Kynami er sú hugmynd eða upplifun að einstaklingur sé ekki af því kyni sem viðkomandi fékk úthlutað við fæðingu og geta lyfjameðferðirnar leitt til kynleiðréttingaraðgerðar. Börn geta byrjað að upplifa þessa hugmynd um sjálf sig þegar þau eru að hefja grunnskólanám. Ráðgjafi hjá Samtökunum 78 þakkar fyrir þessar lyfjameðferðir og segir þær geta bjargað lífum barna og unglinga með kynama.

Hins vegar er tekist á um hvort lyfjameðferðir við kynama standi á nægilega traustum vísindalegum grunni til að hægt sé að réttlæta þær. Finnsk og sænsk yfirvöld hafa breytt viðmiðum sínum um þessar lyfjameðferðir vegna þess að þær hafa ekki verið rannsakaðar nægilega vel og eru taldar of áhættusamar. Íslensk yfirvöld hafa hins vegar ekki breytt þessum viðmiðum sínum og ætla ekki að gera það samkvæmt svari frá Landspítala – háskólasjúkrahúsi og þrátt fyrir að æðsti …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Af hverju stendur þessi grein ennþá? Af hverju hafið þið enn ekki beðist afsökunar á að deila lífshættulegum og transfóbískum áróðri? Eða er ykkur bara skítsama um líf og heilsu trans fólks?
    15
    • Baldur Ás skrifaði
      Stundin flytur fréttir:

      ,,Tekist er á um hvort lyfjameðferðir við kynama standi á nægilega traustum vísindalegum grunni til að hægt sé að réttlæta þær. Finnsk og sænsk yfirvöld hafa breytt viðmiðum sínum um þessar lyfjameðferðir vegna þess að þær hafa ekki verið rannsakaðar nægilega vel og eru taldar of áhættusamar."

      Ef þetta er rétt, þá eigum við rétt á að vita það. Ef íslenskur læknir er í þessu efni sammála Svíum og Finnum, þá hefur það líka fréttagildi. Við eigum rétt á að heyra allar skoðanir, líka þær sem við þolum ekki.
      4
    • Bára Halldórsdóttir skrifaði
      Til Baldurs. Efni fréttarinnar er ekki málið heldur framsetning hennar. Hvergi er farið nánar í þær rannsóknir sem til eru og styðja hina hlið málsins og einnig ranghermingar eins og sú að Sigga Birna segi: "Ljóst er út frá orðum hennar að hún telur að nauðsyn geti brotið lög". Frekar mætti segja að hún telji að aukaverkanir séu ekki eins þungvægar og afleiðingar aðgerðaleysi. Öll þau rök sem nefnd eru hér eru foreldrum vel þekkt og fylgst er með og unnið með aukaverkanir ef upp koma. Landsspítala stefnan miðar við læknisfræðileg rök byggð á vísindum hvers tíma en Svíar og Finnar velja annað. Svíar völdu líka afdrifaríka stefnu í Covid sem við erum líklega sátt við að ekki var fylgt hér. Við lestur greinarinnar situr lítið eftir af upplýsingum um áralanga reynslu af notkun blokkara fyrir cis börn sem eru til gildar rannsóknir um. Grein um svona eldfimt málefni, einkum þegar ekki er liðin vika frá umfjöllun um aukið aðkasti gegn hinsegin börnum og unglingum þarf að fara dýpra í málið og fjalla skýrt um á hverju er byggt á núna og vægi andlegrar heilsu. Ég er foreldri trans barns og svona fréttir eru áhyggjuefni þegar ekki er unnið almennilega úr.
      4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Heilbrigðisþjónusta transbarna

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár