Dæmi eru um að íslensk börn hefji lyfjameðferðir vegna kynama fyrir átján ára aldur. Kynami er sú hugmynd eða upplifun að einstaklingur sé ekki af því kyni sem viðkomandi fékk úthlutað við fæðingu og geta lyfjameðferðirnar leitt til kynleiðréttingaraðgerðar. Börn geta byrjað að upplifa þessa hugmynd um sjálf sig þegar þau eru að hefja grunnskólanám. Ráðgjafi hjá Samtökunum 78 þakkar fyrir þessar lyfjameðferðir og segir þær geta bjargað lífum barna og unglinga með kynama.
Hins vegar er tekist á um hvort lyfjameðferðir við kynama standi á nægilega traustum vísindalegum grunni til að hægt sé að réttlæta þær. Finnsk og sænsk yfirvöld hafa breytt viðmiðum sínum um þessar lyfjameðferðir vegna þess að þær hafa ekki verið rannsakaðar nægilega vel og eru taldar of áhættusamar. Íslensk yfirvöld hafa hins vegar ekki breytt þessum viðmiðum sínum og ætla ekki að gera það samkvæmt svari frá Landspítala – háskólasjúkrahúsi og þrátt fyrir að æðsti …
,,Tekist er á um hvort lyfjameðferðir við kynama standi á nægilega traustum vísindalegum grunni til að hægt sé að réttlæta þær. Finnsk og sænsk yfirvöld hafa breytt viðmiðum sínum um þessar lyfjameðferðir vegna þess að þær hafa ekki verið rannsakaðar nægilega vel og eru taldar of áhættusamar."
Ef þetta er rétt, þá eigum við rétt á að vita það. Ef íslenskur læknir er í þessu efni sammála Svíum og Finnum, þá hefur það líka fréttagildi. Við eigum rétt á að heyra allar skoðanir, líka þær sem við þolum ekki.