Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

743. spurningaþraut: Karlar og kerlingar í krapinu!

743. spurningaþraut: Karlar og kerlingar í krapinu!

Fyrri aukaspurning:

Þessi ofurhetja birtist í teiknimyndaþáttum fyrir börn fyrir tæpum 40 árum. Hvað heitir hann? Og lárviðarstig fæst fyrir að vita hvað hann var kallaður á íslensku.

***

Aðalspurningar:

1.  Í hvaða borg er Djurgarden?

2.  Maður heitir Henry Kissinger. Hvaða starfi gegndi hann þegar frami hans var helstur?

3.  Í hvaða landi fæddist Kissinger þessi?

4.  Í hvaða heimsálfu er ríkið Eritrea?

5.  Við hvaða Sæmund er Sæmundar-Edda kennd?

6.  Hvað heitir syðsti oddi Heimaeyjar?

7.  Hvað vill tónlistarmaðurinn Kanye West láta kalla sig um þessar mundir?

8.  Hvað nefnist afkvæmi refs og kattar, sé kötturinn móðirin? (Þetta er að sjálfsögðu úr heimi þjóðsagna.)

9.  En ef refurinn er móðirin, hvað heitir kvikindið þá?

10.  Stórborg ein í Evrópu ber nafn sem næstum áreiðanlega þýðir upphaflega „mýri“. En vegna þess að fyrri hluti nafnsins hljómar líkt og heiti á ákveðinni villidýrategund, þá er mynd villidýrsins í skjaldarmerki borgarinnar og margir telja enn að borgin sé kennd við þetta dýr. Hvaða borg er þetta?

***

Seinni aukaspurning:

Þessi hetja birtist í kvikmynd um svipað leyti og teiknimyndasöguhetjan á fyrri myndinni. Hvað hét kvikmyndin — og svarið þarf að vera nákvæmt!

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Stokkhólmi.

2.  Utanríkisráðherra Bandaríkjanna.

3.  Þýskalandi.

4.  Afríku.

5.  Sæmund fróða.

6.  Stórhöfði.

7.  Ye.

8.  Skoffín.

9.  Skuggabaldur.

10.  Berlín.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er He-Man. Hann var kallaður Garpur á íslensku.

Á neðri myndinni má sjá Private Vasquez úr kvikmyndinni Aliens. Essið verður að vera rétt!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár