Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

743. spurningaþraut: Karlar og kerlingar í krapinu!

743. spurningaþraut: Karlar og kerlingar í krapinu!

Fyrri aukaspurning:

Þessi ofurhetja birtist í teiknimyndaþáttum fyrir börn fyrir tæpum 40 árum. Hvað heitir hann? Og lárviðarstig fæst fyrir að vita hvað hann var kallaður á íslensku.

***

Aðalspurningar:

1.  Í hvaða borg er Djurgarden?

2.  Maður heitir Henry Kissinger. Hvaða starfi gegndi hann þegar frami hans var helstur?

3.  Í hvaða landi fæddist Kissinger þessi?

4.  Í hvaða heimsálfu er ríkið Eritrea?

5.  Við hvaða Sæmund er Sæmundar-Edda kennd?

6.  Hvað heitir syðsti oddi Heimaeyjar?

7.  Hvað vill tónlistarmaðurinn Kanye West láta kalla sig um þessar mundir?

8.  Hvað nefnist afkvæmi refs og kattar, sé kötturinn móðirin? (Þetta er að sjálfsögðu úr heimi þjóðsagna.)

9.  En ef refurinn er móðirin, hvað heitir kvikindið þá?

10.  Stórborg ein í Evrópu ber nafn sem næstum áreiðanlega þýðir upphaflega „mýri“. En vegna þess að fyrri hluti nafnsins hljómar líkt og heiti á ákveðinni villidýrategund, þá er mynd villidýrsins í skjaldarmerki borgarinnar og margir telja enn að borgin sé kennd við þetta dýr. Hvaða borg er þetta?

***

Seinni aukaspurning:

Þessi hetja birtist í kvikmynd um svipað leyti og teiknimyndasöguhetjan á fyrri myndinni. Hvað hét kvikmyndin — og svarið þarf að vera nákvæmt!

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Stokkhólmi.

2.  Utanríkisráðherra Bandaríkjanna.

3.  Þýskalandi.

4.  Afríku.

5.  Sæmund fróða.

6.  Stórhöfði.

7.  Ye.

8.  Skoffín.

9.  Skuggabaldur.

10.  Berlín.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er He-Man. Hann var kallaður Garpur á íslensku.

Á neðri myndinni má sjá Private Vasquez úr kvikmyndinni Aliens. Essið verður að vera rétt!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Leitar að framtíðarstarfsfólki á leikskóla:  „Við erum alltaf að gefa afslátt“
4
ViðtalÍ leikskóla er álag

Leit­ar að fram­tíð­ar­starfs­fólki á leik­skóla: „Við er­um alltaf að gefa af­slátt“

Hall­dóra Guð­munds­dótt­ir, leik­skóla­stjóri á Drafnar­steini, seg­ir það enga töfra­lausn að for­eldr­ar ráði sig tíma­bund­ið til starfa á leik­skól­um til að tryggja börn­um sín­um leik­skóla­pláss. Þetta sé hins veg­ar úr­ræði sem hafi ver­ið lengi til stað­ar en hef­ur færst í auk­ana síð­ustu ár. Far­fugl­arn­ir mega ekki verða fleiri en stað­fugl­arn­ir.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár