Fyrri aukaspurning:
Þessi ofurhetja birtist í teiknimyndaþáttum fyrir börn fyrir tæpum 40 árum. Hvað heitir hann? Og lárviðarstig fæst fyrir að vita hvað hann var kallaður á íslensku.
***
Aðalspurningar:
1. Í hvaða borg er Djurgarden?
2. Maður heitir Henry Kissinger. Hvaða starfi gegndi hann þegar frami hans var helstur?
3. Í hvaða landi fæddist Kissinger þessi?
4. Í hvaða heimsálfu er ríkið Eritrea?
5. Við hvaða Sæmund er Sæmundar-Edda kennd?
6. Hvað heitir syðsti oddi Heimaeyjar?
7. Hvað vill tónlistarmaðurinn Kanye West láta kalla sig um þessar mundir?
8. Hvað nefnist afkvæmi refs og kattar, sé kötturinn móðirin? (Þetta er að sjálfsögðu úr heimi þjóðsagna.)
9. En ef refurinn er móðirin, hvað heitir kvikindið þá?
10. Stórborg ein í Evrópu ber nafn sem næstum áreiðanlega þýðir upphaflega „mýri“. En vegna þess að fyrri hluti nafnsins hljómar líkt og heiti á ákveðinni villidýrategund, þá er mynd villidýrsins í skjaldarmerki borgarinnar og margir telja enn að borgin sé kennd við þetta dýr. Hvaða borg er þetta?
***
Seinni aukaspurning:
Þessi hetja birtist í kvikmynd um svipað leyti og teiknimyndasöguhetjan á fyrri myndinni. Hvað hét kvikmyndin — og svarið þarf að vera nákvæmt!
***
Svör við aðalspurningum:
1. Stokkhólmi.
2. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
3. Þýskalandi.
4. Afríku.
5. Sæmund fróða.
6. Stórhöfði.
7. Ye.
8. Skoffín.
9. Skuggabaldur.
10. Berlín.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni er He-Man. Hann var kallaður Garpur á íslensku.
Á neðri myndinni má sjá Private Vasquez úr kvikmyndinni Aliens. Essið verður að vera rétt!
Athugasemdir