Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

742. spurningaþraut: Hér er spurt um draum sérhvers manns og fleira

742. spurningaþraut: Hér er spurt um draum sérhvers manns og fleira

Fyrri aukaspurning:

Þið haldið kannski að það sem sést á myndinni hér að ofan sé einhvers konar hálsfesti eða þvíumlíkt. En því fer fjarri. Þetta er í rauninni „bók“ skrifuð með hnútum. Hvaða þjóð „skrifaði“ þessa „bók“?

***

Aðalspurningar:

1.  Nærri helmingur Bandaríkjamanna telst til einhverrar af fjölmörgum trúarhreyfingum mótmælenda. En hvaða trúarhópur kemur næstur þar á eftir?

2.  Og hversu hátt hlutfall Bandaríkjamanna tilheyrir þeim trúarhópi? Hér má muna þremur prósentum til að frá.

3.  14. júlí er hátíðisdagur í Frakklandi. Hvað kallast dagurinn?

4.  Hvað kallast rucola á íslensku?

5.  En hvað er kantarella?

6.  Hvað hét sú þjóðlagaskotna hljómsveit sem gaf út á Íslandi lagið Litlir kassar árið 1974?

7.  Hvaða vinsæla kvikmynd gerist á tunglinu Pandóru við sólstjörnuna Alpha Centauri A?

8.  Í rauninni heitir tungl eitt í okkar sólkerfi líka Pandóra. Við hvaða reikistjörnu er tunglið Pandóra?

9.  Steinn Steinarr orti: „Í draumi sérhvers manns er ...“ hvað?

10.  Hvaða ár settist Katrín Jakobsdóttir fyrst á Alþingi?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Kaþólikkar.

2.  Rétt svar er 21 prósent, svo stig fæst fyrir 18-24 prósent.

3.  Bastilludagurinn.

4.  Klettasalat.

5.  Sveppur.

6.  Þokkabót.

7.  Avatar.

8.  Satúrnus.

9.  „... fall hans falið.“

10.  2007.

***

Svör við aukaspurningum:

Inkar í Suður-Ameríku notuðu „hnútaletrið“ á myndinni.

Á neðri myndinni er Díana prinsessa.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár