Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

739. spurningaþraut: Ailurophobia og fleira

739. spurningaþraut: Ailurophobia og fleira

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir konan hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Allt (eða flest) er hey í ... hverju?

2.  Ailurophobia er latneskt fræðiheiti yfir tilhæfulausan og ofsalegan ótta við tiltekið meinleysislegt húsdýr sem flestum er nú bara vel við. Hvaða dýr er það?

3.  Hver málaði málverkið fræga, Mónu Lísu?

4.  Hvaða ár varð kjarnorkuslysið í Térnóbyl?

5.  Hvar var Alexander mikli upphaflega konungur?

6.  Hvaða efni eru varúlfar sagðir óttast?

7.  Hvaða kona fékk Óskarsverðlaun fyrir leikstjórn fyrr á þessu ári? 

8.  Hvaða fjall má sjá milli Akrafjalls og Esju frá Reykjavík?

9.  Í fyrri heimsstyrjöldinni hófu Bretar að þróa nýtt vopn sem átti að rjúfa kyrrstöðu skotgrafanna á vesturvígstöðvunum. Til að njósnarar Þjóðverja kæmust síður á snoðir um þróun þessa vopns var ævinlega notast við dulnefni í skeytasendingum Breta á milli, og svo fór að dulnefnið festist við vopnið í enskri tungu — og það er enn notað um græjuna. Hvaða enska heiti er hér um að ræða?

10.  Íslendingar fóru aðra leið við að finna nafn á vopn þetta og kalla það ... hvað? 

***

Seinni aukaspurning:

Hljómsveitin hér að neðan er orðin rúmlega 40 ára gömul og hefur gengið í gegnum ótal mannabreytingar svo karlinn annar frá hægri er sá eini sem hefur verið í henni frá upphafi. Hvað heitir hljómsveitin?

**

Svör við aðalspurningum:

1.  ... harðindum.

2.  Köttur.

3.  Leonardo da Vinci.

4.  1986.

5.  Makedóníu.

6.  Silfur.

7.  Jane Campion.

8.  Skarðsheiði.

9.  Tank.

10.  Skriðdreka.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Chelsea Clinton.

Á neðri myndinni er hljómsveitin The Cure.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár