Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

737. spurningaþraut: Mélkisulegur kóngur af Jerúsalem kannski?

737. spurningaþraut: Mélkisulegur kóngur af Jerúsalem kannski?

Fyrri aukaspurning:

Hvaða ballett er (næstum áreiðanlega) verið að flytja þarna?

***

Aðalspurningar:

1.  Og þá er spurningin, hver samdi tónlistina við þann ballett?

2.  Á hvaða tímum mátti finna hinn svokallaða „konung af Jerúsalem“?

3.  Hvað er biðukolla?

4.  En hvað þýðir að vera mélkisulegur?

5.  Leiðtogar margra stríðsþjóðanna í síðari heimsstyrjöld voru uppgjafa listamenn. Hitler til dæmis, hann hafði á sínum yngri árum ... skapað hvernig listaverk?

6.  En Stalín, hvað fékkst hann við í æsku?

7.  Churchill var margt til lista lagt, hann skrifaði eina skáldsögu í æsku en á miðjum aldri tók hann að fást við ... hvaða listaverk?

8.  Einn stríðsleiðtogi í viðbót gaf út skáldsöguna Ástkona kardínálans. Hver skyldi það hafa verið?

9.  Í hvaða heimsálfu er ríkið Brunei?

10.  Sally Hemings hét kona ein. Hún var að einum fjórða að afrískum uppruna en þremur fjórðu af evrópskum uppruna. Það skipti máli í hennar tilfelli því vegna hins afríska uppruna var hún í þrældómi alla ævina. Lengst af hún í eigu karlmanns sem var annálaður gáfumaður, skörungur og stjórnvitringur. Hann hafði Sally að ástkonu sinni og gerði henni börn. Hver var hann?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er hér í andarslitrunum?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Tjækovskí.

2.  Krossfaratímunum.

3. Túnfífill á síðasta skeiði ævinnar.

4.  Ræfilslegur, lítilfjörlegur, jafnvel pempíulegur

5.  Málverk.

6.  Ljóð.

7.  Málverk.

8.  Mussolini.

9.  Asíu.

10.  Thomas Jefferson forseti Bandaríkjanna.

***

Svör við aukaspurningum:

Efri myndin sýnir senu úr Svanavatninu.

Neðri myndin sýnir Nelson flotaforingja rétt áður en hann dó á skipi sínu Victory.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár