Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

737. spurningaþraut: Mélkisulegur kóngur af Jerúsalem kannski?

737. spurningaþraut: Mélkisulegur kóngur af Jerúsalem kannski?

Fyrri aukaspurning:

Hvaða ballett er (næstum áreiðanlega) verið að flytja þarna?

***

Aðalspurningar:

1.  Og þá er spurningin, hver samdi tónlistina við þann ballett?

2.  Á hvaða tímum mátti finna hinn svokallaða „konung af Jerúsalem“?

3.  Hvað er biðukolla?

4.  En hvað þýðir að vera mélkisulegur?

5.  Leiðtogar margra stríðsþjóðanna í síðari heimsstyrjöld voru uppgjafa listamenn. Hitler til dæmis, hann hafði á sínum yngri árum ... skapað hvernig listaverk?

6.  En Stalín, hvað fékkst hann við í æsku?

7.  Churchill var margt til lista lagt, hann skrifaði eina skáldsögu í æsku en á miðjum aldri tók hann að fást við ... hvaða listaverk?

8.  Einn stríðsleiðtogi í viðbót gaf út skáldsöguna Ástkona kardínálans. Hver skyldi það hafa verið?

9.  Í hvaða heimsálfu er ríkið Brunei?

10.  Sally Hemings hét kona ein. Hún var að einum fjórða að afrískum uppruna en þremur fjórðu af evrópskum uppruna. Það skipti máli í hennar tilfelli því vegna hins afríska uppruna var hún í þrældómi alla ævina. Lengst af hún í eigu karlmanns sem var annálaður gáfumaður, skörungur og stjórnvitringur. Hann hafði Sally að ástkonu sinni og gerði henni börn. Hver var hann?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er hér í andarslitrunum?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Tjækovskí.

2.  Krossfaratímunum.

3. Túnfífill á síðasta skeiði ævinnar.

4.  Ræfilslegur, lítilfjörlegur, jafnvel pempíulegur

5.  Málverk.

6.  Ljóð.

7.  Málverk.

8.  Mussolini.

9.  Asíu.

10.  Thomas Jefferson forseti Bandaríkjanna.

***

Svör við aukaspurningum:

Efri myndin sýnir senu úr Svanavatninu.

Neðri myndin sýnir Nelson flotaforingja rétt áður en hann dó á skipi sínu Victory.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár