Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

735. spurningaþraut: Hvað var svona merkilegt við Bob?

735. spurningaþraut: Hvað var svona merkilegt við Bob?

Fyrri aukaspurning:

Hér má sjá skjáskot úr bíómynd frá 2010. Hvað heitir myndin?

***

Aðalspurningar:

1.  Og þá í framhaldi af því, hvað heitir leikkonan sem á myndinni sést, svona fremur þungbúin?

2.  Hvaða kattardýr er stærst og þyngst?

3.  Í hvaða land eru Jaguar-bílar upprunnir?

4.  Einn af jöklum Íslands var einu sinni nefndur Arnarfellsjökull en hann var svo skírður upp á nýtt og fengið heiti eftir bæ einum í Skagafirði. Hvað heitir Arnarfellsjökull núna?

5.  Í hvaða heimsálfu er landið Austur-Tímor?

6.  Hvaða lið hefur oftast orðið Íslandsmeistari í körfubolta karla?

7.  Í júlí 1979 skall fellibylurinn Bob á strönd Louisiana-ríkis í Bandaríkjunum og olli þar töluverðum skaða. Ekki er þó vitað um nema eitt banaslys af völdum Bobs. Miðað við stærri fellibylji var Bob því ekki mjög sögulegur en hann á þó fastan sess í sögunni af ákveðinni ástæðu. Hver er hún?

8.  Ólöf Helga Adolfsdóttir er fyrrverandi varaformaður í félagi einu. Hvaða félagi?

9.  „Hest! Hest! Mín konungskrúna fyrir hest!“ hrópar kóngur einn á flótta undan óvinum sínum eftir að hafa tapað orrustu. Hvaða kóngur var það?

10.  Þessi lína er raunar úr frægu leikriti um kónginn sem ... hver ... skrifaði?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða stórborg sést hér úr lofti? Norður vísar upp eins og á venjulegum kortum.

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Natalie Portman.

2.  Tígrisdýr.

3.  Englandi, Bretlandi.

4.  Hofsjökull.

5.  Asíu.

6.  KR.

7.  Fyrsti fellibyllurinn sem opinberlega var nefndur karlmannsnafni.

8.  Eflingu.

9.  Ríkarður 3.

10.  Shakespeare.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er skjáskot úr myndinni Black Swan.

Á neðri myndinni er Barcelona.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
5
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár