„Heilt yfir þá skapar þessi möguleiki frábæran upphafspunkt til að byggja eitthvað ennþá sterkara saman, svo að einn plús einn verði meira en tveir,“ segir Gustav Witzoe, stofnandi og forstjóri norska laxeldisfyrirtækisins Salmar AS, stærsta eiganda laxeldisfyrirtækisins Arnarlax á Bíldudal, í greinargerð í nýjasta ársreikningi félagsins fyrir 2021 sem gerður var opinber fyrir nokkrum dögum. Witzoe talar þarna um tilraunir Salmar til að kaupa laxeldisfyrirtækið NTS sem á 68 prósenta hlut í móðurfélagi laxeldisfyrirtækisins Arctic Fish á Ísafirði.
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.
Norsk laxeldisfyrirtæki takast á um eignarhald á auðlindinni á Íslandi
Norsku laxeldisfyrirtækin Salmar, eigandi Arnarlax á Bíludal, og NTS, sem er stærsti hluthafi Arctic Fish á Ísafirði í gegnum Norway Royal Salmon, takast nú á um framtíðareignarhald NTS. Salmar vill kaupa NTS en leiðandi hluthafi NTS vill ekki selja. Ef af kaupunum verður mun samþjöppun í eignarhaldi í laxeldi á Íslandi aukast enn meira og mun nær allt laxeldi á Vestfjörðum verða í eigu sama fyrirtækis.
Mest lesið

1
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
„Þetta er sjúkdómur sem fer ekki í jólafrí,“ segir Elín Ósk Arnarsdóttir, sem hefur glímt við átröskun í þrettán ár. Hún segir jólahátíðina einn erfiðasta tíma ársins fyrir fólk með sjúkdóminn þar sem matur spilar stórt hlutverk og úrræðum fækkar fyrir sjúklinga. Elín er nú á batavegi og hvetur fólk til að tala hlutlaust um mat og sleppa því að refsa sér.

2
Maðurinn fundinn heill á húfi
Lögreglan hefur fundið manninn sem hún lýsti eftir fyrr í kvöld.

3
Vill helst vera á Hrafnistu yfir hátíðarnar
Bryndís Sigurðardóttir hefur búið á Hrafnistu í Reykjanesbæ í átta ár og ver aðfangadagskvöldi með fjölskyldumeðlimum, en vill annars vera heima yfir jólahátíðina. Þar sé vel hugsað um heimilisfólk. „Mér finnst ógurlega gott að jólin séu lágstemmd. Manni verður að líða vel.“

4
Leitin að upprunanum
ÁÁrið er 2022 og kórónaveirufaraldurinn er loks í rénun. Sigríður Lei, eða Sirrýlei eins og hún er kölluð, fær gamla silfurnælu í 15 ára afmælisgjöf frá ömmu sinni. Á bakhlið nælunnar er nafnið Sigríður áletrað en Sirrýlei heitir í höfuðið á ömmu sinni, Dídí, sem heitir í höfuðið á ömmu sinni, Siggu, sem hét í höfuðið á ömmu sinni, Sigríði....

5
Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir
Hlýja
Sama hver þú ert og hvaða skoðanir þú hefur þá óska ég þér merkingabærra tenginga við annað fólk. Þær hlýja.

6
Trump segir Bandaríkin þurfa á Grænlandi að halda „vegna þjóðaröryggis“
„Við þurfum á Grænlandi að halda vegna þjóðaröryggis. Ekki vegna jarðefna,“ sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á blaðamannafundi. Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, segist „mjög reiður“ og að yfirlýsingar Trumps séu „algjörlega óásættanlegar“.
Mest lesið í vikunni

1
Sagan öll: Voru á leiðinni út þegar Margrét varð föður sínum að bana
Margrét Halla Hansdóttir Löf beitti foreldra sína grófu heimilisofbeldi sem leiddi til dauða föður hennar. Henni fannst undarlegt að foreldrar sínir hefðu ekki verið handtekin sama dag og faðir hennar fannst þungt haldinn.

2
Sif Sigmarsdóttir
Ert þú að eyðileggja jólin fyrir einhverjum öðrum?
Árið er senn á enda. Ein þau tímamót sem undirrituð fagnaði á árinu var tuttugu ára brúðkaupsafmæli. Af tilefninu þvinguðum við hjónin okkur til að líta upp úr hversdagsamstrinu og fara út að borða. Fyrir valinu varð staðurinn sem við borðuðum á þegar við giftum okkur, Café Royal, sögufrægur veitingastaður á Regent Street í London, þar sem ekki ómerkari menn...

3
Léttir að fella grímuna
Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, faðmar að sér fanga á Litla-Hrauni og kallar þá kærleiksbangsa. Sjálf kærði hún aldrei manninn sem braut á henni í æsku.

4
Dýrasta hangikjötið er ekki endilega það besta
Taðreykt hangikjöt frá SS fékk bestu dóma að mati dómnefndar sem smakkaði fimm hangikjötstegundir en Íslandslamb og hangikjötið frá Norðlenska komu næst á eftir í flestum tilfellum. Dýrasta kjötið var ekki valið það besta að mati dómnefndar en ódýrasta kjötið fékk yfirhöfuð slökustu dómana.

5
Borgþór Arngrímsson
Færa sig sífellt upp á skaftið
Á Eystrasalti og svæðinu þar umhverfis eru mestar líkur á að Rússar reyni að beita hervaldi gegn NATO-ríkjum. Þetta kemur fram í nýju áhættumati Leyniþjónustu danska hersins. Rússar færa sig í auknum mæli upp á skaftið og sýna ógnandi framferði.

6
Baldvin í Samherja segir pabba sinn ekki bestu útgáfuna af sjálfum sér vegna rannsóknar
Baldvin Þorsteinsson, forstjóri og einn eigenda Samherja, segir það haft áhrif á föður sinn að vera til rannsóknar yfirvalda í sex ár. Faðir hans, Þorsteinn Már Baldvinsson, er grunaður í rannsókn Héraðssaksóknara á stórfelldum mútugreiðslum til namibísks áhrifafólks.
Mest lesið í mánuðinum

1
Krafðist grafarþagnar á heimilinu
Réttarhöldum yfir Margréti Löf er lokið, en þar kom meðal annars fram að fjölskyldan tjáði sig að miklu leyti með bréfaskriftum út af meintri hljóðóbeit Margrétar, sem beindist að foreldrum hennar.

2
Sagan öll: Voru á leiðinni út þegar Margrét varð föður sínum að bana
Margrét Halla Hansdóttir Löf beitti foreldra sína grófu heimilisofbeldi sem leiddi til dauða föður hennar. Henni fannst undarlegt að foreldrar sínir hefðu ekki verið handtekin sama dag og faðir hennar fannst þungt haldinn.

3
„Ég var lifandi dauð“
Lína Birgitta Sigurðardóttir hlúir vel að heilsunni. Hún er 34 ára í dag og segist ætla að vera í sínu besta formi fertug, andlega og líkamlega. Á sinni ævi hefur hún þurft að takast á við margvísleg áföll, en faðir hennar sat í fangelsi og hún glímdi meðal annars við ofsahræðslu, þráhyggju og búlemíu. Fyrsta fyrirtækið fór í gjaldþrot en nú horfir hún björtum augum fram á veginn og stefnir á erlendan markað.

4
Margrét Löf fær 16 ár
Margrét Halla Hansdóttir Löf var dæmd í sextán ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness nú fyrir skömmu.

5
Baggalútar fá 429 þúsund hver
Fyrirtækið sem heldur utan um hljómsveitina Baggalút átti meira en hundrað milljóna króna eignir í lok síðasta árs. Stærstur hluti þeirra eigna eru peningar á bankabók.

6
„Húsin eru ekki tveggja hæða“
Hús við Skaftafell sem áttu að vera ein hæð, samkvæmt skilmálum deiliskipulags, máttu síðar verða tvær hæðir. Bæjarstjóri segir að „ekki var um að ræða hækkun húsa um heila hæð“.




































Athugasemdir