Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Trúnaðarmenn Eflingar: Sólveig Anna fer með fleipur um að samkomulag hafi náðst

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formað­ur Efl­ing­ar, fund­aði ekki sjálf með trún­að­ar­mönn­um starfs­manna á skrif­stofu Efl­ing­ar held­ur fól lög­manni stjórn­ar stétt­ar­fé­lags­ins að gera það. Trún­að­ar­menn mót­mæla því að um sam­ráð við þá hafi ver­ið að ræða við fram­kvæmd hópupp­sagn­ar starfs­manna Efl­ing­ar.

<span>Trúnaðarmenn Eflingar:</span>  Sólveig Anna fer með fleipur um að samkomulag hafi náðst
Segja uppsagnirnar ekki halda vatni Trúnaðarmenn á skrifstofu Eflingar, Gabríel Benjamin og Alma Pálmadóttir, segja að þær ástæður sem settar voru fram fyrir hópuppsögn starfsmanna stéttarfélagsins byggi ekki á rökum.

Fullyrðingar Sólveigar Önnu Jónsdóttur um að náðst hafa samkomulag um hópuppsögn allra starfsmanna skrifstofu Eflingar stéttarfélags eru rangar að því er trúnaðarmenn á vinnustaðnum segja. Sólveig Anna sjálf sat ekki fundi með trúnaðarmönnum heldur aðeins lögmaður stjórnar Eflingar.

Í tilkynningu sem trúnaðarmenn á skrifstofu Eflingar hafa sent frá sér kemur fram að þeir hafi 11. og 12. apríl fundað með lögmanni stjórnar Eflingar í því skyni að reyna að forðast hópuppsögn eða fækka þeim starfsmönnum sem fyrir uppsögnum yrðu, en tilkynnt hafði verið áður að meirihluti stjórnar Eflingar hyggðist segja upp öllum starfsmönnum skrifstofunnar.

„Fullyrðingar Sólveigar Önnu að það hafi náðst samkomulag um framkvæmd hópuppsagnar er með öllu röng, sem hún hefði vitað hefði hún setið fundina“
Trúnaðarmenn Eflingar

Á þeim fundum hafi trúnaðarmenn, Alma Pálmadóttir trúnaðarmaður Eflingar, og Gabríel Benjamin, trúnaðarmaður VR, að eigin sögn mætt með opnum huga til að reyna að komast hjá hópuppsögnunum eða í það minnsta milda þær, enda krefjist yfirlýst markmið stjórnarinnar þeirra ekki.

„Við getum ekki sagt að um samráð hafi verið um að ræða í skilningi laga um hópuppsagnir, engin vilji var til breytinga eða mildunar á hópuppsögn heldur einhliða ákvörðun sem er röng, óskynsamleg og með öllu ónauðsynleg. Gefnar voru upp ástæður sem fólust í breytingum á ráðningarkjörum og til að uppfylla skilyrði varðandi jafnaunavottun. Þessar ástæður eru ekki byggðar á rökum og halda engu vatni.

Fullyrðingar Sólveigar Önnu að það hafi náðst samkomulag um framkvæmd hópuppsagnar er með öllu röng, sem hún hefði vitað hefði hún setið fundina.“

Þegar trúnaðarmönnum hafi orðið ljóst að hvorki yrði hægt að koma í veg fyrir uppsagnirnar né að milda þær hafi orðið að samkomulagi milli þeirra og lögmanns stjórnarinnar að segja fram bókun þar sem trúnaðarmenn andmæltu hópuppsögninni. Þau hafi hins vegar fallist á að gera samkomulag um fjögur atriði er lúti að uppsögnunum. Bókunin hafi verið trúnaðarmál en með því að Sólveig Anna hafi rofið þann trúnað telji trúnaðarmenn sig ekki lengur bundin þeim trúnaði.

Uppfært:

Sólveig Anna hefur á Facebook-síðu sinni birt færslu þar sem hún andmælir yfirlýsingu trúnaðarmanna Eflingar. Segir hún þar að rangt sé að haft eftir trúnaðarmönnum að ekkert samráð hafi verið haft við þá og að samkomulag hafi ekki verið gert og vísar í bókun þá sem trúnaðarmenn og lögfræðingur stjórnar Eflingar undirrituðu. 

„Eins og öll geta séð hér þá fór samráð fram með lögmætum hætti og komist var að undirrituðu samkomulagi um ákveðin atriði skipulagsbreytinga. Samkomulag náðist vissulega ekki um að hætta við breytingarnar og aðilar voru ekki sammála um ástæður og forsendur, en samkomulag náðist svo sannarlega um aukin réttindi starfsfólks á uppsagnarfresti eins og hvert mannsbarn getur séð af lestri bókunarinnar. Þessi bókun var aldrei neitt trúnaðarmál, og er það ekki frekar en annað í sambandi við þetta mál sem viðkomandi og óviðkomandi aðilar hafa gasprað um stanslaust í fjölmiðlum síðustu sólarhringa,“ skrifar Sólveig Anna. 

Ljóst er að trúnaðarmennirnir og Sólveig Anna leggja ekki sama skilning í umrædda bókun, trúnaðarmenn segja ekki hafa náðst samkomulag þó samið hafi verið um fjögur atriði sérstaklega, en Sólveig Anna segir að samkomulag hafi náðst og vísar þar til umræddra fjögurra atriða þó ekki hafi náðst samkomulag um að hætta við uppsagnirnar. 

Þá greinir trúnaðarmenn og Sólveigu Önnu á um hvort umrædd bókun hafi verið trúnaðarmál. Í yfirlýsingu trúnaðarmanna segir að samkvæmt lögmanni stjórnar Eflingar sé bókunin „ekki lengur trúnaðarmál“ á meðan að Sólveig Anna segir að „þessi bókun var aldrei neitt trúnaðarmál“. Umrædda bókun má sjá hér að neðan. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Siggi Rey skrifaði
    Hjá þessum úrillu uppsögðu aðilum er eitt helsta atriðið að uppsagnir hafi borist um miðja nótt. Með illu skal út reka!
    -1
  • Guðmundur Thoroddsen skrifaði
    Maður hefur það á tilfinninguna að þau geti rifist við ljósastaur.
    Þetta gagg í þeim er jafn árangursríkt. Þau halda bæði að þau stjórni einhverju innan félagsins, en svo er ekki.
    1
  • Sigrún Jónsdóttir skrifaði
    Hver er svo samningsstaða Eflingar fyrir hönd félagsmanna sinna sem fa send uppsagnarbréf i tölvupósti um miðja nótt, ástæður uppsagnar skipulagsbreytingar hvernig ætlar Efling að standa með félagsmönnum sinum sem lenda i þessum aðstæðum?
    Finnst formanni verkalyðsfelags alveg i lagi ef félagsmenn þeirra eru úthrópaðir a samfélagsmiðlum?
    0
    • Siggi Rey skrifaði
      Veistu um einhvern aðila í þjóðfélaginu sem hefur orðið fyrir öðru eins skítkasti og Sólveig Anna? Reynt ítrekað mannorðsmorð? Og þar hafa fjölmiðlar ekki látið sitt eftir liggja! Og vittu til, af öllu þessu skítkasti ykkar, fullvissið þið almenning um að hreisunar var virkilega þörf. Húrra fyrir Sólveigu Önnu.
      -1
  • ÁHG
    Árni Hafþór Guðnýjarson skrifaði
    Hvaða vitleisa er þetta að hafa Formen stéttafélaga stjórn og annaÐ TILDUR ,NÓ AÐ HAFA HÁLAUNA STARSFÓLK Á SKRIFSTOFUNNI OG ALLT Í GÓÐU.
    -2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Baráttan um Eflingu

Formaður VR lagðist gegn ályktun sem fordæmdi Eflingar-uppsagnir
FréttirBaráttan um Eflingu

Formað­ur VR lagð­ist gegn álykt­un sem for­dæmdi Efl­ing­ar-upp­sagn­ir

Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, formað­ur VR, lagð­ist gegn því að trún­að­ar­ráð fé­lags­ins sendi frá sér álykt­un, þar sem hópupp­sagn­ir Efl­ing­ar voru for­dæmd­ar. Fyrr­ver­andi formað­ur VR seg­ist hissa á því að formað­ur VR geti op­in­ber­lega stutt for­manns­fram­bjóð­anda í Efl­ingu, en ekki gagn­rýnt það þeg­ar hún segi upp fé­lags­mönn­um hans.
Hvað gerðist á skrifstofu Eflingar?
FréttirBaráttan um Eflingu

Hvað gerð­ist á skrif­stofu Efl­ing­ar?

Starfs­menn á skrif­stofu Efl­ing­ar lýsa van­líð­an og kvíða yf­ir mögu­leik­an­um á að Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir verði aft­ur kjör­in formað­ur. Starfs­ánægjuk­ann­an­ir á skrif­stof­unni sýna hins veg­ar al­menna ánægju starfs­fólk allt síð­asta ár. Starfs­manna­fund­ur í októ­ber varð hins veg­ar til þess að 90 pró­sent starfs­manna fann fyr­ir van­líð­an. Stund­in rek­ur sög­una um átök­in inn­an Efl­ing­ar, sem virð­ast að­eins að litlu leyti hverf­ast um for­mann­inn fyrr­ver­andi.
Sólveig Anna er komin og krefst virðingar
ViðtalBaráttan um Eflingu

Sól­veig Anna er kom­in og krefst virð­ing­ar

„Ég fór inn með þá hug­mynd – sem eft­ir á að hyggja var mjög barna­leg – að ég gæti ver­ið bara næs og kammó og vin­gjarn­leg, til í að ræða mál­in og spjalla,“ seg­ir Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir sem reyn­ir nú að vinna aft­ur for­manns­stól­inn í Efl­ingu, stærsta stétt­ar­fé­lagi verka- og lág­launa­fólks á Ís­landi um inn­komu sína í verka­lýðs­bar­áttu. Fari svo að hún vinni ætl­ar hún sér að fá þá virð­ingu sem hún tel­ur embætt­ið eiga skil­ið.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu