Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

723. spurningaþraut: „Sól slær silfri á voga / yfir Hraundranga“ — er þetta ekki svona?

723. spurningaþraut: „Sól slær silfri á voga / yfir Hraundranga“ — er þetta ekki svona?

Fyrri aukaspurning:

Á hvaða kvikmynd minnir kjóllinn eða pilsið hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  „Sól slær silfri á voga, / sjáið jökulinn loga. / Allt er bjart fyrir okkur tveim, / því ...“ hvað?

2.  Kvæðið hér að ofan er stundum ranglega kallað Ferðalok en til er raunar annað íslenskt kvæði sem heitir Ferðalok og var ort á 19. öld. Eftir hvern er það?

3.  Í upphafi Ferðaloka segir: „Ástarstjörnu / yfir Hraundranga ...“ og hvað kemur svo?

4.  Hversu margir af núverandi þingmönnum á Alþingi hafa gegnt embætti forsætisráðherra?

5.  Árið 1958 kom 17 ára brasilískur fótboltasnillingur fram á sjónarsviðið á heimsmeistaramóti, heillaði alla með leikni sinni og átti mikinn þátt í að Brasilía varð heimsmeistari í fyrsta sinn. Hvaða piltur var þetta?

6.  En í hvaða Evrópulandi var það heimsmeistaramót haldið?

7.  Í hvaða landi er borgin Canberra?

8.  Hver var trommuleikari Bítlanna lengst af?

9.  Abdulrazak Gurnah fékk afar eftirsótt verðlaun síðastliðið haust, sem reyndar kom ýmsum á óvart. Hvaða verðlaun fékk hann?

10.  Til er orð sem mun vera myndað af japönskum framburði á fornu kínversku orði, sem er aftur á móti umritun á enn öðru orði úr sankrít. Þar merkir það hugleiðsla eða hugarró eða eftirsókn eftir hinu sanna. Orðið er nú orðið alþjóðlegt en reyndar ekki mikið notað á Íslandi. Hvaða orð er þetta?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er maðurinn?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  „... ég er kominn heim.“

2.  Jónas Hallgrímsson.

3.  „... skýla næturský.“

4.  Fjórir — Sigmundur Davíð, Sigurður Ingi, Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir.

5.  Pelé.

6.  Svíþjóð.

7.  Ástralíu.

8.  Ringo Starr.

9.  Bókmenntaverðlaun Nóbels.

10.  Zen.

***

Svör við aukaspurningum:

Kjóllinn á fyrri mynd er einn af kjólunum í myndinni Sound of Music sem barnfóstran söngglaða saumaði úr gardínuefni.

Á neðri myndinni mátti sjá Gunnar Smára Egilsson.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Magnus Aðalsteinsson skrifaði
    Lagið heitir, Að ferðalokum, ekki ferðalok.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Aðalsteinn Kjartansson
4
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
3
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár