Fyrri aukaspurning:
Á hvaða kvikmynd minnir kjóllinn eða pilsið hér að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. „Sól slær silfri á voga, / sjáið jökulinn loga. / Allt er bjart fyrir okkur tveim, / því ...“ hvað?
2. Kvæðið hér að ofan er stundum ranglega kallað Ferðalok en til er raunar annað íslenskt kvæði sem heitir Ferðalok og var ort á 19. öld. Eftir hvern er það?
3. Í upphafi Ferðaloka segir: „Ástarstjörnu / yfir Hraundranga ...“ og hvað kemur svo?
4. Hversu margir af núverandi þingmönnum á Alþingi hafa gegnt embætti forsætisráðherra?
5. Árið 1958 kom 17 ára brasilískur fótboltasnillingur fram á sjónarsviðið á heimsmeistaramóti, heillaði alla með leikni sinni og átti mikinn þátt í að Brasilía varð heimsmeistari í fyrsta sinn. Hvaða piltur var þetta?
6. En í hvaða Evrópulandi var það heimsmeistaramót haldið?
7. Í hvaða landi er borgin Canberra?
8. Hver var trommuleikari Bítlanna lengst af?
9. Abdulrazak Gurnah fékk afar eftirsótt verðlaun síðastliðið haust, sem reyndar kom ýmsum á óvart. Hvaða verðlaun fékk hann?
10. Til er orð sem mun vera myndað af japönskum framburði á fornu kínversku orði, sem er aftur á móti umritun á enn öðru orði úr sankrít. Þar merkir það hugleiðsla eða hugarró eða eftirsókn eftir hinu sanna. Orðið er nú orðið alþjóðlegt en reyndar ekki mikið notað á Íslandi. Hvaða orð er þetta?
***
Seinni aukaspurning:
Hver er maðurinn?
***
Svör við aðalspurningum:
1. „... ég er kominn heim.“
2. Jónas Hallgrímsson.
3. „... skýla næturský.“
4. Fjórir — Sigmundur Davíð, Sigurður Ingi, Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir.
5. Pelé.
6. Svíþjóð.
7. Ástralíu.
8. Ringo Starr.
9. Bókmenntaverðlaun Nóbels.
10. Zen.
***
Svör við aukaspurningum:
Kjóllinn á fyrri mynd er einn af kjólunum í myndinni Sound of Music sem barnfóstran söngglaða saumaði úr gardínuefni.
Á neðri myndinni mátti sjá Gunnar Smára Egilsson.
Athugasemdir (1)