Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

723. spurningaþraut: „Sól slær silfri á voga / yfir Hraundranga“ — er þetta ekki svona?

723. spurningaþraut: „Sól slær silfri á voga / yfir Hraundranga“ — er þetta ekki svona?

Fyrri aukaspurning:

Á hvaða kvikmynd minnir kjóllinn eða pilsið hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  „Sól slær silfri á voga, / sjáið jökulinn loga. / Allt er bjart fyrir okkur tveim, / því ...“ hvað?

2.  Kvæðið hér að ofan er stundum ranglega kallað Ferðalok en til er raunar annað íslenskt kvæði sem heitir Ferðalok og var ort á 19. öld. Eftir hvern er það?

3.  Í upphafi Ferðaloka segir: „Ástarstjörnu / yfir Hraundranga ...“ og hvað kemur svo?

4.  Hversu margir af núverandi þingmönnum á Alþingi hafa gegnt embætti forsætisráðherra?

5.  Árið 1958 kom 17 ára brasilískur fótboltasnillingur fram á sjónarsviðið á heimsmeistaramóti, heillaði alla með leikni sinni og átti mikinn þátt í að Brasilía varð heimsmeistari í fyrsta sinn. Hvaða piltur var þetta?

6.  En í hvaða Evrópulandi var það heimsmeistaramót haldið?

7.  Í hvaða landi er borgin Canberra?

8.  Hver var trommuleikari Bítlanna lengst af?

9.  Abdulrazak Gurnah fékk afar eftirsótt verðlaun síðastliðið haust, sem reyndar kom ýmsum á óvart. Hvaða verðlaun fékk hann?

10.  Til er orð sem mun vera myndað af japönskum framburði á fornu kínversku orði, sem er aftur á móti umritun á enn öðru orði úr sankrít. Þar merkir það hugleiðsla eða hugarró eða eftirsókn eftir hinu sanna. Orðið er nú orðið alþjóðlegt en reyndar ekki mikið notað á Íslandi. Hvaða orð er þetta?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er maðurinn?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  „... ég er kominn heim.“

2.  Jónas Hallgrímsson.

3.  „... skýla næturský.“

4.  Fjórir — Sigmundur Davíð, Sigurður Ingi, Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir.

5.  Pelé.

6.  Svíþjóð.

7.  Ástralíu.

8.  Ringo Starr.

9.  Bókmenntaverðlaun Nóbels.

10.  Zen.

***

Svör við aukaspurningum:

Kjóllinn á fyrri mynd er einn af kjólunum í myndinni Sound of Music sem barnfóstran söngglaða saumaði úr gardínuefni.

Á neðri myndinni mátti sjá Gunnar Smára Egilsson.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Magnus Aðalsteinsson skrifaði
    Lagið heitir, Að ferðalokum, ekki ferðalok.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár