Starfsmenn söluráðgjafa Bankasýslunnar, fólk nátengt ríkisstjórninni og þekktir viðskiptamenn frá fyrirhrunsárunum eru meðal þeirra sem fengu að kaupa hlut ríkisins í Íslandsbanka, sem seldur var í lokuðu útboði 22. mars síðastliðinn. Þetta sýnir greining Stundarinnar á lista yfir kaupendur í útboðinu sem fjármálaráðuneytið birti eftir mikinn þrýsting.
Önnur mynstur sem má greina þegar rýnt er í lista þeirra sem standa að baki þeim félögum sem keyptu í útboðinu er meðal annars þau að það er mikill fjöldi fólks sem hefur efnast á útgerð, sjávarútvegi og viðskiptum með aflaheimildir. Þeirra þekktast er líklega Samherjafrændgarðurinn og Guðbjörg Matthíasdóttir. Guðbjörg er einhver efnaðasta kona landsins í gegnum eign sína í Ísfélagi Vestmannaeyja, sem hefur gert henni kleift að fjárfesta í fjölda fyrirtækja, meðal annars Morgunblaðinu. Guðbjörg keypti 0,89 prósent í útboðinu í bankanum í gegnum félag sitt, Kristin ehf.
gerðist seðlabankastjóri 2009 á Íslandi og skoðaði lánabækur föllnu bankanna
Þá sá hann að megnið af lánum bankanna höfðu farið til örfárra eigenda hans,
þá vildi hann láta fara á eftir peningunum, en Íslendingar neituðu,
töldu gerendurna ósnertanlega, of vel tengda.
Sjá bók hans : Í víglínu íslenskra fjármála
Aðferð þeirra var að nota tiltölulega sáralítið hlutafé sitt í bönkunum
sem sogrör til að ná restinni af peningunum út
og þannig ræna bankanna innafrá.
Er ekki hér eitthvða mjög rangt?
http://herdubreid.is/hinir-osnertanlegu/
"130 milljarðar voru afskrifaðir hjá fjölskyldufyrirtækjum Bjarna Benediktssonar"
"Benedikt Sveinsson tók yfir á annað hundrað milljónir af einkaskuldum sonar síns, meðal annars vegna veðmála"
"Í miðju Hruni var Bjarni ennþá að færa stórfé úr landi til að borga fyrir fasteignabrask á Flórida"
Síðar var Bjarni Ben gerður að fjármálaráðherra í þrígang !!!