Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

718. spurningaþraut: Segulfjörður er ekki til, en er hann samt til?

718. spurningaþraut: Segulfjörður er ekki til, en er hann samt til?

Fyrri aukaspurning:

Fjölskylda ein átti sér það skjaldarmerki sem sést hér að ofan. Þangað til fyrir rúmum hundrað árum var fjölskyldan á allra vörum enda var hún gríðarlega valdamikil þegar best lét fyrir henni, en ekki þótti hún alltaf fara mjög vel með völd sín. Heilt ríki, og það stórveldi, notaði þetta skjaldarmerki fjölskyldunnar sem sitt tákn, lítið breytt, og eftir nokkurra áratuga hlé, þá hefur skjaldarmerkið raunar verið tekin aftur í notkun þar. Hver var fjölskyldan?

***

Aðalspurningar:

1.  Einn helsti fréttamaður Ríkisútvarpsins — útvarpsmegin — lét nýlega af störfum fyrir aldurs sakir en hann hafði setið við hljóðnemann í áratugi og þótti í essinu sínu þegar eldgos eða aðra stórviðburði bar að dyrum. Hvað heitir hann?

2.  Í hvaða landi er borg Lens?

3.  En í hvaða heimsálfu er ríkið Paragvæ?

4.  Rómarsáttmálinn svonefndi frá 1957 er yfirleitt talinn upphaf hvers?

5.  Jóhanna Sigurðardóttir fyrrum forsætisráðherra var tvívegis formaður verkalýðsfélags. Hvaða félag var það?

6.  Hvaða ár lét Jóhanna af störfum sem forsætisráðherra?

7.  Hver leikstýrði hinni vinsælu kvikmynd Avatar árið 2009?

8.  Kona nokkur vestur í Bandaríkjunum mun brátt hefja nýtt starf sem Hæstaréttardómari þar í landi. Hvað heitir hún? 

9.  Og að hvaða leyti er hún brautryðjandi við þann Hæstarétt?

10.  Segulfjörður er víst hvergi til á Íslandi. En þessi fjörður hefur samt verið að verða til á vissan hátt á undanförnum árum með afar fjölskrúðugu og litríku mannlífi. Hver er að búa hann til?

***

Seinni aukaspurning:

Úr hvaða sjónvarpsseríu er þetta skjáskot?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Broddi Broddason.

2.  Frakklandi.

3.  Suður-Ameríku.

4.  Evrópusambandsins.

5.  Flugfreyjufélagsins.

6.  2013.

7.  James Cameron.

8.  Ketanji Brown Jackson. Í þetta sinn er leyfilegt að nefna hvort heldur skírnarnafn hennar eða eftirnafn.

9.  Hún er fyrsta svarta konan í réttinum.

10.  Hallgrímur Helgason.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri mynd mátti líta skjaldarmerki Romanov-fjölskyldunnar í Rússlandi.

Á neðri mynd má sjá Írisi Tönju leikkonu í hlutverki sínu í Kötlu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
3
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár