Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

710. spurningaþraut: Úkraína, fólk og saga

710. spurningaþraut: Úkraína, fólk og saga

Þessi þraut snýst um sögu Úkraínu, að gefnu tilefni.

Fyrri aukaspurning:

Hér að ofan má sjá skjáskot úr frægri kvikmynd sem fjallar um uppreisn sjóliða á skipi rússneska keisaradæmisins en frægasta sena þeirrar myndar gerist þó í úkraínskri borg. Skjáskotið er úr þeirri senu. Hvað heitir borgin?

***

Aðalspurningar:

1.  Höfuðborg Úkraínu heitir Kyív eins og allir vita. Hún mun hafa verið stofnuð á 6. öld eftir Krist en á 9. öld gekk hún í endurnýjun lífdaga þegar höfðingjar af öðru ætterni en heimamenn settust þar að. Þeir gerðu borgina að miðdepli í nýju ríki sem þeir áttu þátt í að koma á fót. Hverjir voru þetta?

2.  Árið 988 varð mjög örlagaríkur atburður í því ríki sem þá stóð í hinni núverandi Úkraínu. Menn sunnan úr Miklagarði eða Konstantínópel komu þá og aðstoðuðu við að ... hvað?

3.  Árið 1240 birtist óvígur her utan við borgarhlið Kyív og eftir umsátur í rúma viku náði þessi her borginni og gereyddi íbúunum. Hverjir voru þarna á ferð?

4.  Árið 1709 átti sér stað örlagarík orrusta við bæinn Poltava í miðri Úkraínu þegar langt að kominn norrænn konungur barðist við leiðtoga Rússa. Hafði Rússinn sigur þrátt fyrir að foringi Kósakka á svæðinu veitti norræna kónginum lið. Hvað hétu þessir tveir leiðtogar, norræni kóngurinn annars vegar og Rússaforinginn hins vegar? — Og ef einhver skyldi nú vita það, þá fæst Kósakkastig fyrir að vita hvað Kósakkaforinginn hét.

5.  Frægasti rithöfundur Úkraínumanna á 19. öld skrifaði raunar á rússnesku eins og margir úkraínskir höfundar hafa gjarnan gert. Hann er kunnur fyrir sveitasögur úr úkraínsku umhverfi en líka fyrir næsta hrollvekjandi smásögur eins og Nefið og Frakkann. Hvað hét hann?

6.  Frægustu verk hans eru þó annars vegar leikritið Eftirlitsmaðurinn og svo hins vegar mikil skáldsaga sem fjallar ekki síst um ánauðina sem bændur í Rússlandi og Úkraínu máttu þola langt fram á 19. öld, og sér í lagi verslun með bændurna. Hvað heitir sagan?

7.  Skelfilegur atburður í sögu Úkraínu er nefndur á tungu heimamanna holodomor og hófst rétt upp úr 1930. Hvers konar atburður var holodomor?

8.  Árið 2014 var gerð bylting í Úkraínu sem oftast er nefnd „virðingarbyltingin“ opinberlega, eða hvernig sem á að þýða Революція гідності. Í munni manna er byltingin þó yfirleitt nefnd eftir torgi því þar sem byltingarmenn héldu aðallega til. Hvað heitir það?

9.  Pútin Rússlandsforseti segir að sér sé einkum umhugað um velfarnað íbúa í tveim héruðum Úkraínu sem eru byggð rússneskumælandi fólki að meirihluta. Hvað kallast þessi héruð einu nafni?

10.  Ásakanir Pútins Rússlandsforseta um að í Úkraínu séu nasistar upp um alla veggi eiga sér fáar stoðir í raunveruleikanum, en þó eina. Herflokkur einn sem nú er tengdur úkraínska herliðinu var stofnaður m.a. af hreinræktuðum nasistum, þótt nú geti allur flokkurinn ekki lengur flokkast þannig. En hvað nefnist þessi herflokkur?  

***

Seinni aukaspurning:

Hér má sjá úkraínsku leikkonuna Olgu Kurylenko í hlutverki sínu í kvikmynd einni. Olga er til hægri á myndinni. En hvað nefnist bíómyndin?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Víkingar.

2.  ... kristna íbúana.

3.  Mongólar.

4.  Karl XII og Pétur mikli. Mazepa hét Kósakkaforinginn.

5.  Gogol.

6.  Dauðar sálir.

7.  Hungursneyð — raunar af mannavöldum en hungursneyð dugar.

8.  Maidan.

9.  Donbass.

10.  Asov-herdeildin.

***

Svör við aðalspurningum:

Atburðurinn, sem til er vísað í fyrri spurningu, gerist í Odesa.

Kvikmyndin sem spurt er um í seinni spurningu heitir Quantum of Solace.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Logos fékk 30 milljónir frá Bankasýslunni eftir að ákveðið var að leggja hana niður
2
Greining

Logos fékk 30 millj­ón­ir frá Banka­sýsl­unni eft­ir að ákveð­ið var að leggja hana nið­ur

Síð­an að til­kynnt var að leggja ætti nið­ur Banka­sýslu rík­is­ins og fram að síð­ustu ára­mót­um þá keypti stofn­un­in þjón­ustu fyr­ir 57,4 millj­ón­ir króna. Fyrr á þessu ári kom fram að hún gæti ekki svar­að því nema að hluta af hverj­um hún keypti þessa þjón­ustu. Nú hafa borist svör um að Logos hafi feng­ið stærst­an hluta en Banka­sýsl­an get­ur enn ekki gert grein fyr­ir allri upp­hæð­inni.
Leyndin um innanhússdeilurnar í Sjálfstæðisflokknum í Árborg
4
SkýringSigtún, Selfoss og nýi miðbærinn

Leynd­in um inn­an­húss­deil­urn­ar í Sjálf­stæð­is­flokkn­um í Ár­borg

Drama­tísk at­burða­rás átti sér stað í Ár­borg í lok maí þeg­ar frá­far­andi bæj­ar­stjóri, Fjóla Krist­ins­dótt­ir, sagði sig úr flokkn­um þeg­ar hún átti að gefa eft­ir bæj­ar­stjóra­starf­ið til Braga Bjarna­son­ar. Deil­urn­ar á milli Fjólu og Braga ná meira en tvö ár aft­ur í tím­ann til próf­kjörs­bar­áttu í flokkn­um fyr­ir síð­ustu sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar.
Ráðherrar vængstýfðu Umhverfisstofnun
8
FréttirRunning Tide

Ráð­herr­ar væng­stýfðu Um­hverf­is­stofn­un

Ít­ar­leg rann­sókn Heim­ild­ar­inn­ar á starf­semi Runn­ing Tide sýndi að í að­drag­anda leyf­is­veit­ing­ar hafi ráð­herr­ar tek­ið stöðu með fyr­ir­tæk­inu gegn und­ir­stofn­un­um sín­um sem skil­greindu áform Runn­ing Tide sem kast í haf­ið. Um­hverf­is­stofn­un hafði ekk­ert eft­ir­lit með þeim 15 leiðöngr­um sem fyr­ir­tæk­ið stóð að, þar sem um 19 þús­und tonn­um af við­ark­urli var skol­að í sjó­inn.
Áslaug Arna segir sérkennilegt að ekki hafi verið fylgst með starfsemi Running Tide
9
FréttirRunning Tide

Áslaug Arna seg­ir sér­kenni­legt að ekki hafi ver­ið fylgst með starf­semi Runn­ing Tide

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra var fyrsti ráð­herr­ann sem veitti er­ind­rek­um Runn­ing Tide áheyrn eft­ir að fyr­ir­tæk­ið hóf að kanna mögu­leika þess að gera rann­sókn­ir hér á landi. Eft­ir kynn­ingu á áform­um fyr­ir­tæk­is­ins miðl­aði hún er­indi fyr­ir­tæk­is­ins til sam­ráð­herra sinna. Áslaug seg­ist hafa fylgst lít­ið með fram­vindu rann­sókna Runn­ing Tide eft­ir að hafa skrif­að und­ir vilja­yf­ir­lýs­ingu fyr­ir­tæk­inu til stuðn­ings ásamt fjór­um öðr­um ráð­herr­um.
Óvæntur fornleifafundur á hafsbotni: Fyrsta úthafsskipið fundið?
10
Flækjusagan

Óvænt­ur forn­leifa­fund­ur á hafs­botni: Fyrsta út­hafs­skip­ið fund­ið?

Fyr­ir ári síð­an var rann­sókn­ar­skip á ferð­inni all­langt úti í haf­inu vest­ur af strönd­um Ísra­els. Það var að leita að um­merkj­um um gas­lind­ir á hafs­botni. Ekki fer sög­um af því hvort þær fund­ust en hins veg­ar sáu vís­inda­menn í tækj­um sín­um und­ar­lega þúst á botn­in­um á meira en tveggja kíló­metra dýpi. Fjar­stýrð­ar mynda­vél­ar voru send­ar nið­ur í djúp­ið og já,...

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
2
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
8
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
9
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár