Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

709. spurningaþraut: Hér er í boði sérstakt vinstribakkastig!

709. spurningaþraut: Hér er í boði sérstakt vinstribakkastig!

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir konan á myndinni hér að ofan? Myndin var tekin fyrir um áratug.

***

Aðalspurningar:

1.  Hver er kallaður fyrsti formlegi keisari Rómaveldis?

2.  Íslendingar deildu lengi um það kringum aldamótin 1900 hvar fyrsti íslenski ráðherrann skyldi staðsettur þegar hann yrði loks skipaður. En þeir töluðu þá reyndar ekki um RÁÐHERRA, heldur var embættið kallað ... hvað?

3.  Hvar er bærinn Tasilaq?

4.  Lee Harvey Oswald á sér sína neðanmálsgrein í mannkynssögunni vegna þess að hann ... gerði hvað?

5.  Stofnun sem hét fullu nafni Geheime Staatspolizei er oftast kölluð ...?

6.  Will nokkur Smith fékk um daginn Óskarsverðlaun sem besti karlleikarinn í aðalhlutverki fyrir myndina King Richard. Hver er þessi „King Richard“ sem Smith lék?

7.  En hver fékk Óskar fyrir bestu frammistöðu í aðalhlutverki kvenna fyrir hlutverk sitt í The Eyes of Tammy Faye?

8.  Sturnus Vulgaris er nafn fugls eins á latínu. Þessi fugl hóf að verpa við Hornafjörð um 1940 en hefur nú dreifst um allt land og er til dæmis gríðarlega algengur á höfuðborgarsvæðinu. Nokkuð var hann umdeildur í byrjun en flestir kunna núorðið ágætlega við hann. Hvað nefnist Sturnus Vulgaris á íslensku?

9.  Hvað eru þeir Dewey, Huey og Louie kallaðir á Íslandi?

10.  Um hvaða borg var setið í 872 daga í síðari heimsstyrjöldinni?

***

Seinni aukaspurning:

Þessi mynd var tekin í París árið 1930. Þið fáið stig ef þið getið bent á EINN karl á myndinni með nafni. En ef þið þekkið TVO, þá fáiði sérstakt Vinstribakkastig!

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Ágústus.

2.  Ráðgjafi.

3.  Á Grænlandi.

4.  Drap John F. Kennedy Bandaríkjaforseta.

5.  Gestapo.

6.  Faðir tennisstjarnanna Serenu og Venus Williams.

7.  Jessica Chastain.

8.  Starri.

9.  Ripp, Rapp og Rupp.

10.  Leningrad.

***

Svör við aðalspurningum:

Á efri myndinni er Jada Pinkett Smith. Eins og oftast þegar um útlendinga er að ræða, þá dugir eftirnafnið.

Á neðri myndinni munu flestir þekkja Salvador Dali í miðið í neðri röðinni.

Dali árið 1930

Þetta eru helstu forsprakkar súrrealista (í víðum skilningi) — frá vinstri Tristan Tzara, Paul Eluard, André Breton, Hans Arp, Dali, Yves Tanguy, Max Ernst, René Crevel og Man Ray.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár