Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

707. spurningaþraut: Jón Tetzschner, Dakía, tenórarnir þrír og margt fleira

707. spurningaþraut: Jón Tetzschner, Dakía, tenórarnir þrír og margt fleira

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir konan á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Ólöf Kolbrún Harðardóttir var áberandi listamaður á Íslandi einkum á áratugnum 1980-1990. Hvað fékkst hún við?

2.  Íslensk hjón settust að í Kanada 1877. Tveim árum seinna fæddist þeim sonur sem varð frægur landkönnuður. Hvað hét hann?

3.  Um hvaða slóðir ferðaðist landkönnuður þessi?

4.  Hvað heitir vinsæl bíómynd sem frumsýnd var 1980 og fjallar um fjörugt líf dansnema í New York-borg?

5.  „Tenórarnir þrír“ voru vinsælir um og laust fyrir síðustu aldamót og þótti góð skemmtun að hlýða á þá syngja. Hvað hétu þeir? Nefna verður alla.

6.  Jón Tetzschner hefur undanfarinn áratug átt þátt í að hleypa af stað tveimur vefvöfrum eða „browserum“. Nefnið að minnsta kosti annan.

7.  Dakía hét eitt af skattlöndum Rómverja hinna fornu og var undir þeirra stjórn 106 til 275 eftir Krist. Það samsvarar nokkurn veginn einu nútímaríki, þótt Rómverjar hafi þó líklega aldrei lagt undir sig þau fjöll sem í ríkinu eru. Hvað heitir þetta nútímaríki?

8.  En hvaða nútímaríki samsvarar nokkurn veginn því svæði sem Rómverjar og fleiri kölluðu Litlu Asíu til forna?

9.  Í síðari heimsstyrjöld skorti þýska herinn mjög olíu og því var lögð mikil áhersla á að ná olíulindum í Sovétríkjunum, þær sem þá voru helstar ... hvar?

10.  Áður en Þjóðverjar réðust inn í Sovétríkjunum höfðu þeir haft aðgang að talsverðu olíulindum í öðru Evrópulandi. Lindirnar voru og eru við borgina Ploiești sem er í ríkinu ...? 

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða Evrópuríki notar fánann hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Söng.

2.  Vilhjálmur Stefánsson.

3.  Norðurslóðir Kanada, Bandaríkjanna og Grænlands.

4.  Fame.

5.  Domingo, Carreras og Pavarotti.

6.  Vivaldi og Opera.

7.  Rúmeníu.

8.  Tyrkland.

9.  Við Bakú í Aserbædjan.

10.  Rúmeníu.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Judi Dench.

Á neðri myndinni er belgíski fáninn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
Sundrung hægri manna þegar fylgið mælist mest
5
Greining

Sundr­ung hægri manna þeg­ar fylg­ið mæl­ist mest

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn glím­ir við til­vist­ar­kreppu þar sem Mið­flokk­ur­inn krafs­ar í þjóð­ern­is­sinn­aða kjós­end­ur hans en Við­reisn í þá al­þjóða­sinn­uðu. Bók­un 35, út­lend­inga­mál og að­ild að Evr­ópu­sam­band­inu eru með­al þess sem grein­ir þá að. Heim­ild­in ræddi við kjörna full­trúa flokk­anna þriggja um átakalín­urn­ar, þró­un fylgis­ins og hvort flöt­ur sé á sam­starfi í hægri stjórn í fram­tíð­inni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
3
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
6
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár