Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

705. spurningaþraut: Hoover, Vesúvíus, Ólafur Ragnar, Riddle og Greystoke

705. spurningaþraut: Hoover, Vesúvíus, Ólafur Ragnar, Riddle og Greystoke

Fyrri aukaspurning:

Hver er konan á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað nefnist stærsta fótboltaliðið í Madrid?

2.  En hvað kallast næststærsta fótboltaliðið í Madrid?

3.  Hvaða starfi gegndi Herbert Hoover á árunum 1929-1933?

4.  Við hvaða flóa stendur eldfjallið Vesúvíus?

5.  Hvenær varð frægasta eldgosið í Vesúvíusi? Var það 179 fyrir Krist — 79 fyrir Krist — 79 eftir Krist — 179 eftir Krist eða 1790 eftir Krist?

6.  Ólafur Ragnar Grímsson fyrrum forseti er uppalinn að mestu í hvaða bæ?

7.  Undir hvaða nafni er Tom Marvolo Riddle þekktastur?

8.  En undir hvaða nafni er John Greystoke þekktastur?

9.  Í dag hefst apríl. Enginn veit hvað mánaðarheitið apríl þýðir, þótt ýmsar kenningar séu til. En frá hvaða þjóð höfum við annars mánaðarheitið apríl?

10.  Í frægu kvæði, The Waste Land, segir í þýðingu Egils Helgasonar: „Apríl er grimmastur mánaða.“ En af hverju er apríl svo grimmur?

Og svo fæst lárviðarstig fyrir að þekkja höfund kvæðisins.

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða hafnarborg má sjá hér að neðan? Myndin er  tekin úr suðri og það verður að taka fram að myndin er ekki alveg splunkuný.

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Real Madrid.

2.  Atletico Madrid.

3.  Bandaríkjaforseti.

4.  Napólí-flóa.

5.  Gosið varð 79 eftir Krist.

6.  Ísafirði.

7.  Voldemort (úr Harry Potter-sögunum).

8.  Tarzan.

9.  Rómverjum.

10.  Af því hann kveikir líf í vetrardauðu landi. Þetta er sem sé kaldhæðni, þannig séð.

Og höfundurinn var Eliot.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri mynd má sjá Marie Curie vísindakonu og Nóbelsverðlaunahafa.

Á neðri myndinni má sjá hina ógæfusömu Mariupol við Asovshaf.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár