Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

699. spurningaþraut: Bahrain, Sádi-Arabía, Ástralía, Ítalía, Bandaríkin, Spánn o.s.frv.

699. spurningaþraut: Bahrain, Sádi-Arabía, Ástralía, Ítalía, Bandaríkin, Spánn o.s.frv.

Hver teiknaði skopmyndina hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hver sendi frá sér plötuna Fisherman's Woman árið 2005, síðan Me and Armini 2008 og þá Tookah 2013?

2.  Hvað fékkst Houdini við í lífinu? Svarið þarf að vera þokkalega nákvæmt.

3.  Hvaða ríki Evrópusambandsins er austast?

4.  Undan ströndum hvaða þéttbýlisstaðar er Akurey? Hér koma raunar tveir til álita en spurt er um þann fjölmennari.

5.  Hvað heitir nesið sem elsti hluti Kópavogs stendur á?

6.  Í hvaða landi er höfuðborgin Prag?

7.  Anna Björnsdóttir lék stórt hlutverk í kvikmyndinni vinsælu Með allt á hreinu. Hvaða hlutverk lék hún? Athugið að þið þurfið ekki að muna nafn persónunnar heldur einungis hvaða starfi persóna Önnu gegndi lengst af í myndinni. Þeir sem muna nafnið á persónunni fá aftur á móti sérstakt Með-allt-á-hreinu-stig! 

8.  Hvað hét „svarti víkingurinn“ sem Bergsveinn Birgisson skrifaði um rómaða bók?

9.  Hvern hefur Bergsveinn sakað um að hafa fengið hugmyndir að láni úr bók sinni án þess að geta heimilda í nokkru?

10.  Bahrain, Sádi-Arabía, Ástralía, Ítalía, Bandaríkin, Spánn, Monaco, Aserbædjan, Kanada, Bretland, Austurríki, Frakkland, Ungverjaland, Belgía, Holland, Ítalía aftur, Singapúr, Japan, Bandaríkin öðru sinni, Mexíkó, Brasilía, Abú Dabí. — Hvað mun fara fram — og í þessari röð — í þessum löndum á árinu 2022?

***

Seinni aukaspurning:

Hver teiknaði skopmyndina hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Emiliana Torrini.

2.  Hann var töframaður en sérgrein hans var að leysa sig úr hlekkjum og böndum, brjótast út úr skápum og þess háttar.

3.  Kýpur.

4.  Reykjavík.

5.  Kársnes.

6.  Tékkland.

7.  Persóna Önnu er umboðsmaður Gæranna/Grýlanna. Og hún heitir Hekla.  

8.  Geirmundur heljarskinn.

9.  Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóra.

10.  Þetta eru keppnislöndin í Formúlu 1-kappakstrinum í ár.

***

Svör við aukaspurningum:

Lóa Hjálmtýsdóttir teiknaði efri myndina.

Hugleikur Dagsson teiknaði neðri myndina.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár