Fyrri aukaspurning:
Fyrir hvaða land vann þessi söngvari Eurovision? Þið megið sæma ykkur sérstöku Eurovision-stigi ef þið munið nafnið á söngvaranum líka.
***
Aðalspurningar:
1. Fyrst minnst var á Eurovision: Hvað heitir íslenska Eurovision-lagið nú í ár?
2. Hvaða hljómsveit varð í öðru sæti í íslensku undankeppninni fyrir Eurovision í ár?
3. Hvað hét lag þeirrar hljómsveitar?
4. Hver skrifaði skáldsöguna Englar alheimsins?
5. Hvað gerðist á hinni fyrstu hvítasunnu?
6. Hvaða tæknifyrirtæki tengist Steve nokkur Wozniak?
7. Kangchenjunga heitir fjallstindur einn í Asíu. Hvað þykir merkilegt við hann?
8. En í hvaða fjöllum á Íslandi er fjallið Loðmundur?
9. Í hvaða landi hófst framleiðsla á bílategundinni Toyota árið 1937?
10. Hver les inn á auglýsingar fyrir Toyota bíla hér á Íslandi?
***
Seinni aukaspurning:
Hvað nefndist þetta stríðstól sem hér að neðan sést og olli þáttaskilum í eldflaugasmíði?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Með hækkandi sól.
2. Reykjavíkurdætur.
3. Tökum af stað — eða Turn This Around.
4. Einar Már.
5. Lærisveinar Jesúa frá Nasaret töluðu tungum.
6. Apple.
7. Tindurinn er sá þriðji hæsti í heimi.
8. Kerlingafjöllum.
9. Japan.
10. Egill Ólafsson.
***
Svör við aukaspurningum:
Conchita Wurst söng fyrir Austurríki.
Eldflaugin nefndist V-2.
Athugasemdir