Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Barnafjölskyldur á lágmarkslaunum tæknilega gjaldþrota

Þrátt fyr­ir að barna­fólk á lág­marks­laun­um bæti við sig að með­al­tali ein­um klukku­tíma á dag í auka­vinnu dug­ar það ekki til svo rekst­ur heim­ila þeirra verði já­kvæð­ur. Til þess eru lægstu laun of lág, af þeim er tek­inn of hár tekju­skatt­ur og upp­hæð­ir í bót­kerf­um eru of lág­ar.

Barnafjölskyldur á lágmarkslaunum tæknilega gjaldþrota
Ekki hægt að lifa af lágmarkslaunum Barnafjölskyldur á lágmarkslaunum á leigumarkaði ná ekki endum saman, samkvæmt kjaragreiningu Eflingar. Stefán Ólafsson er ábyrgðarmaður greiningarinnar.

Einstætt foreldri á lágmarkslaunum er tæknilega gjaldþrota, þar eð kostnaður við framfærslu er um 83 þúsund krónum hærri en tekjur þess og bætur. Hið sama á við um fólk í sambúð með tvö börn; halli rekstrar slíkrar fjölskyldu er tæpar 90 þúsund krónur mánaðarlega. Jafnvel þó fólk á lágmarkslaunum bæti við sig mikilli aukavinnu, 21,5 tímum á mánuði, dugar það ekki til svo heimilsreksturinn nái jafnvægi.

Þetta kemur fram í nýrri útgágu Kjarafrétta Eflingar. Þar kemur fram svart á hvítu að heimili láglauna barnafjölskylda nái ekki endum saman, jafnvel þó þau bæti við sig umtalsverðri aukavinnu. „Lægstu laun eru of lág, af þeim er tekinn alltof hár tekjuskattur og barna- og húsnæðisbætur eru of lágar,“ segir í greiningunni sem Stefán Ólafsson félagsfræðiprófessor er ábyrgðarmaður fyrir.

Tugi þúsunda vantar uppá

Tekið er dæmi af einstæðu foreldri með eitt barn undir sjö ára aldri á sínu framfæri. Fjölskyldan býr í 60 fermetra leiguhúsnæði og hefur aðeins lágmarkslaun, barna- og húsaleigubætur sér til framfærslu. Lægstu laun frá og með 1. janúar síðastliðnum eru 368 þúsund krónur. Þegar lífeyrissjóðsgreiðslur og tekjuskattur hafa verið dregin frá eru útborguð laun 296.089. Barnabætur og húsaleigubætur nema samtals 89.681 krónu og hefur fjölskyldan því 385.770 krónur til framfærslu. Raunar er ekki tekið tillit til þess í þessum útreikningum að einstætt foreldri ætti að fá í það minnsta einfalt meðlag greitt, 38.540 krónur.

Hins vegar er framfærslukostnaður einstæðs foreldris 303.771 króna án húsnæðiskosntaðar, samkvæmt uppreiknuðu framfærsluviðmiði stjórnvalda. Húsnæðiskostnaður er talinn vera 165 þúsund krónur miðað við meðalleigu á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt gögnum Þjóðskrár. Því er kostnaður við rekstur heimilisins 468.788 krónur. Mismunur á tekjum og gjöldum nemur því rúmum 83 þúsund krónum á hverjum mánuði. Sé reiknað með að hið einstæða foreldri fái greitt einfalt meðlag lækkar þessi mismunur niður í 44.478 krónur á mánuði.

Einhver skyldi ætla að með því að bæta við sig töluverðri aukavinnu, alls fimm tímum á viku (21,5 klst. á mánuði), gæti einstætt foreldri klofið útgjaldahliðina. Það er þó ekki svo. Þrátt fyrir að tekjur hækki með því upp í 450 þúsund krónur, hækka tekjuskattur einnig, um 30 þúsund krónur. Þannig tekur tekjuskattskerfið yfir þriðjung af auknum tekjum. Lífeyrissjóðsgreiðslur hækka einnig. Með aukavinnunni fer halli á rekstri heimilisins niður í 33.054 krónur. Fái einstætt foreldri greidd meðlag með barni sínu verður rekstur heimilisins hins vegar jákvæður um tæpar 5.500 krónur.

Afkoma einstæðra foreldra á lágmarkslaunumÞrátt fyrir aukavinnu er langt því frá að einstæðir foreldrar nái endum saman.

Aukavinna lækkar húsaleigubætur

Dæmi sambúðarfólks með tvö börn gengur enn síður upp. Þrátt fyrir að tekjur þess séu tvöfalt hærri en einstæðs foreldris þá hækkar annar framfærslukostnaður einnig, ekki síst húnæðiskostnaðurinn sem telst vera 234 þúsund krónur fyrir ívið stærri leiguíbúð, 85 fermetra stóra. Útborguð laun fjölskyldunnar eru rúmar 570 þúsund krónur. Barnabætur er um 11 þúsund krónum hærri en einstæða foreldrisins en húsnæðisbæturnar aðeins lítið eitt hærri, um 3.500 krónum hærri. Heildar ráðstöfunartekjur fjölskyldunnar nema því 674.485 krónum á mánuði.

„Háir skattar á lágar tekjur grafa óeðlilega mikið undan afkomumöguleikum þeirra verst settu“

Ekki er mjög raunhæft að báðir foreldrar bæti við sig aukavinnu upp á fimm klukkustundir á mánuði. Hafi þeir tök á því engu að síður hækka tekjur þeirra upp í 900 þúsund krónur á mánuði. Iðgjald í lífeyrissjóð hækkar og tekjuskattur hækkar einnig svo eftir til framfærslu standa 668 þúsund krónur í útborguð laun. Barnabætur haldast óbreyttar en húsaleigubætur lækka hins vegar töluvert vegna hærri tekna, um 18 þúsund krónur, og verða 28.528 þúsund krónur. Í heild hefur því fjölskyldan hækkað framfærslu sína um 79.651 krónu, með því að vinna samtals 43 aukavinnutíma á mánuði. Það dugir þó ekki til að kljúfa útgjöld fjölskyldunnar, eftir sem áður er heimilisbókhaldið í mínus, um 9.700 krónur á hverjum mánuði.

Afkoma barnafjölskyldna Þrátt fyrir verulega aukavinnu dugar það ekki til svo rekstur heimilisins komist í plús.

Í umfjölluninni er hnykkt á því að því sem næst ómögulegt megi teljast að báðir foreldrar tveggja ungra barna geti bætt við sig svo mikilli aukavinnu. Því er líklegra að annað foreldrið myndi taka á sig meirihluta aukavinnunnar, sem væri veruleg.

Möguleikar barnafjölskyldna á lágmarkslaunum til að ná endum saman felast því í mjög mikilli aukavinnu og því að sætta sig við lakari húsnæðiskost en almennt tíðkast. „Háir skattar á lágar tekjur grafa óeðlilega mikið undan afkomumöguleikum þeirra verst settu og naumt skammtaðar barnabætur og húsnæðisbætur ná ekki að brúa það bil sem þarf.“

Bent er á það í greiningunni að á tímabilinu frá 1988 til 1995 hafi lágmarkslaun á vinnumarkaði verið skattfrjáls í tekjuskattskerfinu. Nú eru hins vegar teknar um 57.000 krónur á mánuði af þeim. „Þannig hefur hækkun tekjuskatts af lágmarkslaunum unnið gegn því að fólk sem er á þeim kjörum geti náð endum saman. Á sama tíma var skattbyrði tekjuhæstu hópanna með mestu fjármagnstekjurnar stórlega lækkuð. Framhald fyrri skattastefnu hefði skilað mun réttlátari útkomu í dag.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • Konráð Eyjólfsson skrifaði
  Skattlagning lágmarkstekna er óforsvaranleg með öllu og hreinlega til skammar. Hún og skering lífeyristekna er það sem ég vona að ylji Sjálfstæðismönnum í gröfinni
  0
 • Sigurður Sigurðsson skrifaði
  Eg vona að það komi fleiri Sólveigar inn í baráttuna.
  1
 • Óskar Guðmundsson skrifaði
  Þarf ekki að fara að ræða við sveitarfélögin?
  -1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Meðallaun segja ekki allt varðandi kjör fólks í landinu
1
GreiningMillistétt í molum

Með­al­laun segja ekki allt varð­andi kjör fólks í land­inu

Reglu­lega er töl­um um með­al­laun Ís­lend­inga fleygt fram í um­ræð­unni og þau gjarn­an sögð vera óvenju­há í sam­an­burði við önn­ur lönd. Í fyrra voru heild­ar­laun full­vinn­andi fólks að með­al­tali 935.000 þús­und krón­ur á mán­uði. Hins veg­ar fær flest starf­andi fólk mán­að­ar­laun sem eru lægri en þetta með­al­tal. Að ýmsu þarf að gæta þeg­ar með­al­tal­ið er rætt því hlut­fall­ið seg­ir ekki alla sög­una.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
2
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Einstæðir foreldrar berjast í bökkum
9
Fréttir

Ein­stæð­ir for­eldr­ar berj­ast í bökk­um

Nú­ver­andi efna­hags­ástand hef­ur sett heim­il­is­bók­hald­ið hjá mörg­um lands­mönn­um úr skorð­um. Ástand­ið kem­ur verst nið­ur á þeim sem búa ein­ir og reiða sig á stak­ar mán­að­ar­tekj­ur. Sá tími þeg­ar ein­stak­ling­ar með lág­ar eða með­al­tekj­ur gátu rek­ið heim­ili er löngu lið­inn. Lít­ið má út af bregða hjá stór­um hluta ein­stæðra for­eldra til þess þau þurfi ekki að stofna til skuld­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Það er ekkert eftir“
2
GreiningMillistétt í molum

„Það er ekk­ert eft­ir“

Þrátt fyr­ir að um helm­ing­ur hjóna­banda endi með skiln­aði virð­ist kerf­ið ekki miða við for­eldra sem vana­lega eru kall­að­ir ein­stæð­ir – en eru í þess­ari grein kall­að­ir sjálf­stæð­ir. Heim­ild­in fékk á þriðja tug þátt­tak­enda til að svara spurn­ing­um um lífs­kjör sín. Svör­in sem bár­ust kall­ast vel á við lífs­kjarak­ann­an­ir sem fram­kvæmd­ar hafa ver­ið að und­an­förnu.
Meðallaun segja ekki allt varðandi kjör fólks í landinu
4
GreiningMillistétt í molum

Með­al­laun segja ekki allt varð­andi kjör fólks í land­inu

Reglu­lega er töl­um um með­al­laun Ís­lend­inga fleygt fram í um­ræð­unni og þau gjarn­an sögð vera óvenju­há í sam­an­burði við önn­ur lönd. Í fyrra voru heild­ar­laun full­vinn­andi fólks að með­al­tali 935.000 þús­und krón­ur á mán­uði. Hins veg­ar fær flest starf­andi fólk mán­að­ar­laun sem eru lægri en þetta með­al­tal. Að ýmsu þarf að gæta þeg­ar með­al­tal­ið er rætt því hlut­fall­ið seg­ir ekki alla sög­una.

Mest lesið í mánuðinum

Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
1
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
3
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
4
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.
„Ég var bara niðurlægð“
5
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Running Tide og ráðherrarnir - Koma af fjöllum um eftirlitsleysið
8
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide og ráð­herr­arn­ir - Koma af fjöll­um um eft­ir­lits­leys­ið

Blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar tóku við­töl við þrjá ráð­herra um að­komu þeirra að því að Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til starf­semi á Ís­landi. Um­hverf­is­ráð­herra sagði ein­ung­is hafa haft full­yrð­ing­ar for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að starf­sem­in væri „stærsta ein­staka kol­efn­is­föng­un­ar­verk­efni í heimi“. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki geta svar­að því hvort hún hafi skap­að for­dæmi sem leyfi nú að af­gangstimbri verði hent í sjó­inn í stór­um stíl.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár