Fyrri aukaspurning:
Hver er konan á myndinni hér að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. Keyri maður austur hringveginn frá Reykjavík og aki gegnum Vík í Mýrdal, að hvaða þéttbýlisstað er þá komið næst?
2. Hvað hét persónan sem Nína Dögg Filippusdóttir lék í Verbúðinni?
3. Elín Björk Jónasdóttir, Birta Líf Kristinsdóttir og Theódór Freyr Hervarsson. Hvaða starfi gegna þau öll?
4. Næststærsta borgin í hvaða landi heitir Maribor? (Þessi spurning er fengin að láni úr úrslitaþætti Gettu betur á föstudaginn var.)
5. Hvaða framhaldsskóli vann Gettu betur á dögunum?
6. Til hvaða heimsálfu telst Puerto Rico?
7. Ada Lovelace hét bresk kona sem fæddist 1815 og dó aðeins tæplega fertug 1852. Þótt konur sinntu lítt vísindastörfum um hennar daga, þá er Lovelace talin í hópi helstu brautryðjenda á ákveðnu sviði og var langt á undan sinni samtíð. Það liðu meira en hundrað ár þar til starf hennar tók að bera verulegan árangur við þróun á nýrri tegund tækja. Hvaða tæki voru það?
8. En Ada Lovelace er líka þekkt fyrir það hver pabbi hennar var. Hann var listamaður og einn þeirra allra þekktustu á sinni tíð, bæði á Bretlandi og víðar. Nafn hans var ekki Lovelace, heldur hét hann ... hvað?
9. Hvaða kunni leikmaður, sem enn er í fullu fjöri, hefur spilað flesta leiki fyrir íslenska kvennaliðið í fótbolta?
10. En fyrir karlaliðið?
***
Seinni aukaspurning:
Hvaða fimm karlar eru þetta? Þið þurfið ekki að þekkja nöfnin á þeim — þótt sá eða sú sem hefur öll nöfnin rétt fái lárviðarstig! — en málið snertir frekar hvað þeir fengust allir við í lífinu.
***
Svör við aðalspurningum:
1. Kirkjubæjarklaustri.
2. Harpa.
3. Þau eru veðurfræðingar.
4. Slóveníu.
5. Menntaskólinn í Reykjavík.
6. Norður-Ameríku.
7. Tölvur.
8. Byron lávarður.
9. Sara Björk.
10. Birkir Bjarnason.
***
Svör við aukaspurningum:
Snæfríður. Þetta er sem sé Guðrún Snæfríður Gísladóttir leikkona. Myndina tók Silja Magg fyrir Glamour.
Á neðri myndinni eru fimm fyrstu borgarstjórar Reykjavíkur. Þið fáið stig fyrir það svar, en lárviðarstig fyrir öll nöfnin: Páll Einarsson, Knud Zimsen, Jón Þorláksson, Pétur Halldórsson og Bjarni Benediktsson.
Athugasemdir