Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

693. spurningaþraut: Hvað hétu hinar þrjár dætur kalls og kellíngar?

693. spurningaþraut: Hvað hétu hinar þrjár dætur kalls og kellíngar?

Fyrri aukaspurning:

Hver er þessi filmstjarna?

***

Aðalspurningar:

1.  Hver er aðalþulur Rásar eitt Ríkisútvarpsins eftir skipulagsbreytingar sem þar voru gerðar nýlega?

2.  Þá var aðalþulurinn undanfarin ár hins vegar færður eingöngu yfir í auglýsingalestur sem hann sinnir nú af kostgæfni. Hvað heitir hann?

3.  Hver skrifaði barnaleikritið Síglaðir söngvarar — sem reyndar hefur ekki komist í hálfkvisti við önnur leikrit sama höfundar að vinsældum?

4.  Berglind Ósk Guðmundsdóttir er tæplega þrítugur lögfræðingur sem var kjörin á þing fyrir Norðausturkjördæmi í síðustu kosningum. En fyrir hvaða flokk?

5.  Hvað hét ameríska kvikmyndastjarnan sem sló í gegn í kvikmyndinni Pretty Woman árið 1990?

6.  Í hvaða trúarbrögðum er sabbat mikils virði?

7.  Undir lok 15. aldar komu fram ný trúarbrögð sem nú eru þau fimmtu fjölmennustu í heiminum. Hvað kallast þau? 

8.  Í íslenskum þjóðsögum segir stundum frá kalli og kellíngu sem eiga þrjár dætur. Hvað eru þær þrjár dætur þá yfirleitt nefndar?

9.  Hver var annars dugmesti safnari íslenskra þjóðsagna?

10.  Í hvaða landi heitir höfuðborgin Buenos Aires?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er káti pilturinn lengst til hægri? Hann er nú mörgum áratugum eldri en yfirleitt jafn kátur þó.

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Pétur Grétarsson.

2.  Sigvaldi Júlíusson.

3.  Torbjörn Egner.

4.  Sjálfstæðisflokkinn.

5.  Julia Roberts.

6.  Gyðingdómi.

7.  Sikhismi.

8.  Ása, Signý og Helga.

9.  Jón Árnason.

10.  Argentínu.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Jennifer Lawrence.

Á neðri myndinni er Jürgen Klopp fótboltaþjálfari Liverpool lengst til hægri.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár