Fyrri aukaspurning:
Myndin hér að ofan prýðir ansi vinsæla skáldsögu. Hvað heitir hún?
***
Aðalspurningar:
1. Hver er umsjónarmaður sjónvarpsþáttarins Kiljan?
2. Hverju sækjast þeir eða þær eftir sem breima?
3. Hver skrifaði leikritið Ég er meistarinn sem frumsýnt var í Borgarleikhúsinu 1990 og var síðan sýnt víða um heim?
4. Hver leikstýrði kvikmyndinni Jurassic Park, þeirri fyrstu í röð mynda með því nafni?
5. Hver sendi frá sér skáldsöguna Eyland árið 2016?
6. Hver skyldi hafa verið útgangspunktur þeirra skáldsögu?
7. Hvað hét aflandseyjafélagið sem þáverandi formaður Framsóknarflokksins var spurður um í frægu viðtali árið 2016?
8. Hvað hét annars þessi formaður Framsóknarflokksins?
9. Hvað heitir stærsta eyjan sem tilheyrir Afríku?
10. Causton heitir borg ein á Englandi sem margir þekkja úr sjónvarpinu. Frændur tveir dugmiklir og snjallir eru líklega þekktustu íbúar borgarinnar. Hvaða ættarnafn bera þeir?
***
Seinni aukaspurning:
Eins og í fyrri aukaspurningu er hér spurt um skáldsögu eða öllu heldur skáldsagnaflokk. Nýlega var frumsýnd hér á landi leikgerð eftir skáldsögunum og myndin er úr þeirri sýningu, sem kallast ...
***
Svör við aðalspurningum:
1. Egill Helgason.
2. Kettlingum.
3. Hrafnhildur Hagalín.
4. Spielberg.
5. Sigríður Hagalín.
6. Allt samband Íslands við umheiminn rofnar.
7. Wintris.
8. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
9. Madagascar.
10. Barnaby.
***
Svör við aukaspurningum:
Sú efri — Bróðir minn Ljónshjarta.
Sú neðri — Framúrskarandi vinkona.
Athugasemdir