Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Purdue Pharma og Actavis: Svipuð saga af blekkingum og ábyrgðarleysi

Þeg­ar horft er á við­skipti ís­lenska lyfja­fyr­ir­tæk­is­ins Acta­vis á ópíóða­mark­aðn­um í Banda­ríkj­un­um á ár­un­um 2005 til 2012 kem­ur í ljós mynstur sem er líkt við­skipta­hátt­um banda­ríska lyfja­fyr­ir­tæk­is­ins Pur­due Pharma, fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­is­ins sem tal­ið er bera mesta ábyrgð á ópíóðafar­aldr­in­um í Banda­ríkj­un­um. Acta­vis dró úr því hversu ávana­bind­andi morfín­lyf­in eru, ýkti já­kvæða virkni þeirra, hunds­aði eft­ir­lits­hlut­verk sitt við sölu lyfja og tók ekki mark á gagn­rýni banda­rískra stjórn­valda.

<span>Purdue Pharma og Actavis:</span> Svipuð saga af blekkingum og ábyrgðarleysi
Svipað mynstur Actavis beitti sams konar aðferðum og Purdue Pharma gerði við sölu og markaðssetningu á morfínlyfjum í Bandaríkjunum. Hér sjást meðlimir úr Sackler-fjölskyldunni, eiganda Purdue, á mynd.

Þær blekkingar sem lyfjafyrirtækið Purdue Pharma beitti til að markaðssetja og selja morfínlyfið OxyContin hafa verið til umfjöllunar í bandarískum fjölmiðlum um árabil. Á grundvelli þessara blekkinga, sem beindust bæði gegn læknunum sem ávísuðu OxyContin og gegn notendum lyfsins, hefur fyrirtækið komist að samkomulagi við yfirvöld í Bandaríkjunum um að greiða skaðabætur upp á marga milljarða dollara. Þessi saga Purdue Pharma er að meðal annars sögð í þáttunum Dopesick með Michael Keaton í aðalhlutverki.

Blekkingar Purdue Pharma snerust meðal annars um eftirfarandi atriði.

- Að segja ósatt um hversu ávanabindandi OxyContin væri í raun. Fyrirtækið staðhæfði að innan við 1 prósent notenda yrðu háðir lyfinu án þess að rannsóknir sýndu fram á þetta. 

- Að stinga undir stól upplýsingum frá læknum og notendum lyfsins um að það væri meira ávanabindandi en fram kæmi í upplýsingum frá fyrirtækinu.

- Að falsa ætluð vísindaleg gögn sem áttu að sýna að lyfið …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Stórveldi sársaukans

Lífeyrissjóður harmar ábyrgð sína á ópíóðafaraldri
ViðskiptiStórveldi sársaukans

Líf­eyr­is­sjóð­ur harm­ar ábyrgð sína á ópíóðafar­aldri

Líf­eyr­is­sjóð­irn­ir sem fjár­festu í Acta­vis þeg­ar fyr­ir­tæk­ið var stór­tækt á ópíóða­mark­að­in­um í Banda­ríkj­un­um segj­ast ekki hafa vit­að um skað­semi og vill­andi mark­aðs­setn­ingu morfín­lyfj­anna. Ís­lensk­ir líf­eyr­is­sjóð­ir högn­uð­ust um 27 millj­arða þeg­ar þeir seldu fjár­fest­ing­ar­fé­lagi Björgólfs Thors Björgólfs­son­ar hluta­bréf í Acta­vis ár­ið 2007, eft­ir að fyr­ir­tæk­ið var far­ið að selja morfín­lyf í stór­um stíl.
Actavis borgar 30 milljarða króna bætur í Texas vegna ópíóðafaraldursins
FréttirStórveldi sársaukans

Acta­vis borg­ar 30 millj­arða króna bæt­ur í Texas vegna ópíóðafar­ald­urs­ins

Ís­lenska lyfja­fyr­ir­tæk­ið Acta­vis seldi hvergi fleiri ópíóða­töfl­ur en í Texas-fylki á ár­un­um 2006 til 2014. Um var að ræða rúm­lega þrjá millj­arða taflna. Í byrj­un fe­brú­ar var greint frá því að fyr­ir­tæk­ið hefði sæst á að greiða skaða­bæt­ur í rík­inu út af fram­leiðslu og sölu sinni á ópíóð­um í fylk­inu. Eig­andi Acta­vis-fé­lag­anna í dag, Teva, við­ur­kenn­ir hins veg­ar ekki sekt sína þrátt fyr­ir skaða­bæt­urn­ar.
Sif var háð OxyContin í tvö og hálft ár: „Ég tók þetta á hverjum einasta degi“
FréttirStórveldi sársaukans

Sif var háð OxyCont­in í tvö og hálft ár: „Ég tók þetta á hverj­um ein­asta degi“

Sif Sig­urð­ar­dótt­ir fjöl­miðla­fræð­ing­ur not­aði OxyCont­in við bak­verkj­um á ár­un­um 2009 til 2012. Lækn­ir­inn henn­ar ávís­aði lyfj­un­um til henn­ar og leið henni illa ef hún tók ekki skammt­inn sinn og fékk þá frá­hvarf­s­ein­kenni. Sif er gott dæmi um hvernig við­horf til OxyCont­in-ávís­ana hef­ur breyst.
Fékk 490 töflur frá heimilislækni á tveimur mánuðum: „Hún hættir aldrei á þessu OxyContin“
FréttirStórveldi sársaukans

Fékk 490 töfl­ur frá heim­il­is­lækni á tveim­ur mán­uð­um: „Hún hætt­ir aldrei á þessu OxyCont­in“

Sjö­tug kona á Ak­ur­eyri kynnt­ist OxyCont­in þeg­ar mað­ur­inn henn­ar var krabba­meins­sjúk­ling­ur fyr­ir að verða 20 ár­um. Kon­an hef­ur þannig lang­vinna, krón­íska verki sem hæp­ið er að ávísa morfín­lyfj­um fyr­ir sam­kvæmt lækn­um sem Stund­in hef­ur rætt við. Dótt­ir kon­unn­ar seg­ir að mamma sín muni aldrei hætta á OxyCont­in því frá­hvörf­in séu „við­bjóð­ur“.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár