Þær blekkingar sem lyfjafyrirtækið Purdue Pharma beitti til að markaðssetja og selja morfínlyfið OxyContin hafa verið til umfjöllunar í bandarískum fjölmiðlum um árabil. Á grundvelli þessara blekkinga, sem beindust bæði gegn læknunum sem ávísuðu OxyContin og gegn notendum lyfsins, hefur fyrirtækið komist að samkomulagi við yfirvöld í Bandaríkjunum um að greiða skaðabætur upp á marga milljarða dollara. Þessi saga Purdue Pharma er að meðal annars sögð í þáttunum Dopesick með Michael Keaton í aðalhlutverki.
Blekkingar Purdue Pharma snerust meðal annars um eftirfarandi atriði.
- Að segja ósatt um hversu ávanabindandi OxyContin væri í raun. Fyrirtækið staðhæfði að innan við 1 prósent notenda yrðu háðir lyfinu án þess að rannsóknir sýndu fram á þetta.
- Að stinga undir stól upplýsingum frá læknum og notendum lyfsins um að það væri meira ávanabindandi en fram kæmi í upplýsingum frá fyrirtækinu.
- Að falsa ætluð vísindaleg gögn sem áttu að sýna að lyfið …
Athugasemdir