Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

689. spurningaþraut: „Vinur, hví dregurðu mig inn í þetta skelfilega hús?“

689. spurningaþraut: „Vinur, hví dregurðu mig inn í þetta skelfilega hús?“

Fyrri aukaspurning:

Hvað kallast dýrið hér til hægri?

Smella má á myndina til að sjá hana betur.

***

Aðalspurningar:

1.  Myndin The Power of the Dog er farin að sópa að sér verðlaunum og er talin sigurstrangleg þegar Óskarsverðlaunin verða afhent. Hver er leikstjóri myndarinnar?

2.  Og frá hvaða landi kemur leikstjórinn?

3.  Í hvaða bók Halldórs Laxness segir kona ein við karl: „Vinur, hví dregurðu mig inn í þetta skelfilega hús?“

4.  Í dæmisögu einni fornri segir frá því þegar einhver reynir að krækja í vínber en tekst ekki og segir þá í fússi: „Iss, þau eru hvort sem er súr.“ Hver var svo fúll?

5.  Hvað heita systurnar þrjár sem halda brátt í Eurovision fyrir Íslands hönd? Hafa þarf öll þrjú nöfnin rétt en gælunöfn duga reyndar alveg.

6.  Í hvaða sæti lenti Gagnamagnið í síðastu Eurovision-keppni?

7.  Hvernig verk skrifaði H.C.Andersen?

8.  En hvað þýddu stafirnir H.C. í nafni hans?

9.  Hver var Moriarty prófessor?

10.  Gossypium hirsutum heitir jurt ein sem upprunnin er í Mið-Ameríku en reyndar hafa jurtir af sama tagi vaxið í flestum heimshlutum öðrum, í Kína og á Indlandi, sem í Norður-Afríku og við Miðjarðarhaf. Jurtin varð snemma ein helsta nytjajurt sem maðurinn hefur lært að rækta og nú er Gossypium hirsutum útbreiddasta tegundin. Hvaða fyrirbrigði er Gossypium?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er þetta hér?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Jane Campion.

2.  Nýja Sjálandi.

3.  Íslandsklukkunni.

4.  Refurinn.

5.  Sigga, Beta og Elín.

6.  Fjórða.

7.  Ævintýri.

8.  Hans Christian.

9.  Andstæðingur Sherlocks Holmes, glæpaforingi.

10.  Bómull.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er hlébarðaselur í þann veginn að gleypa mörgæs.

Á neðri myndinni er Lisa Simpson.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jóhanna Harðardóttir skrifaði
    Kaffi og spurningaleikur er fín byrjun á hverjum degi. Gekk þó ekki alveg nógu vel í dag
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
3
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár