Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

688. spurningaþraut: Eitt lárviðarstig í boði — en fyrir mjög erfiða spurningu

688. spurningaþraut: Eitt lárviðarstig í boði — en fyrir mjög erfiða spurningu

Fyrri aukaspurning:

Hvað kallast dýrið á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað hét borgin þar sem Vladimir Pútin ólst upp?

2.  NATO hefur verið nokkuð í umræðunni að undanförnu. NATO er skammstöfun og þýðir í raun ... hvað?

3.  Hver leikstýrði kvikmyndinni vinsælu Með allt á hreinu?

4.  Haraldur Þorleifsson fæst við sitt af hverju en að undanförnu hefur hann einkum beitt sér fyrir ... hverju?

5.  Hvaða hljómsveit sendi á sínum tíma frá sér plötuna Dark Side of the Moon?

6.  En hvaða ungi tónlistarmaður hefur sent frá sér tvær stúdíóplötur sem heita When We All Fall Asleep, Where Do We Go? og Happier Than Ever.

7.  Í upphafi hvaða aldar hófst Marteinn Lúter handa um það sem hann taldi vera siðbót kaþólsku kirkjunnar?

8.  Jørn Utzon hét danskur arkitekt sem hannaði byggingu sem ég hugsa að allir þekki á mynd en giska á að tiltölulega fáir Íslendingar hafi samt séð það með eigin augum. Hvaða bygging er það?

9.  Hvað heitir flóinn út af vesturströnd Frakklands?

10.  Tveir menn hafa fengið Nóbelsverðlaun í bókmenntum beinlínis fyrir sagnfræðileg verk. Annar fékk verðlaunin 1953, tveimur árum á undan Halldóri Laxness, en reyndar lét Nóbelsnefndin þess getið að sá höfundur hefði nú eiginlega fengið prísinn enn frekar fyrir ræðumennsku, enda þótti hann magnaður ræðumaður. Hvað hét þessi Nóbelsverðlaunahafi? Og svo fáiði lárviðarstig ef þið vitið svarið við hinni níðangurslega þungu spurningu: Hver var HINN höfundurinn sem fékk Nóbel í bókmenntum fyrir sagnfræðiverk, en það var strax árið 1902?

***

Seinni aukaspurning:

Hér er svo Nóbelsverðlaunahafinn í bókmenntum fyrir sjö árum. Hvað heitir hún?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Leningrad.

2.  North Atlantic Treaty Organization.

3.  Ágúst Guðmundsson.

4.  Að reisa rampa fyrir hjólastóla upp að fyrirtækjum og stofnunum.

5.  Pink Floyd.

6.  Billie Eilish.

7.  Sextándu aldar. Hann tók til óspilltra málanna 1517.

8.  Óperuhúsið í Sidney í Ástralíu.

9.  Biscaya-flói.

10.  Churchill fékk verðlaunin 1953. Verðlaunahafinn 1902 var aftur á móti sagnfræðingurinn Mommsen.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri mynd er rauðpanda.

Á neðri mynd er Svetlana Alexievich. Annaðhvort nafn hennar dugar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár