Patryk Wilk er ungur pólskur listamaður með stóra drauma. Hann stundar sem stendur meistaranám í Listaháskóla Íslands og hélt nýlega einkasýningu sína, sem er liður í útskriftarferlinu. Hillbilly spurði Patryk af hverju hann valdi að koma til Íslands til að leggja stund á meistaranám. „Ég skoðaði marga skóla, skoðaði bestu skóla Evrópu. Listaháskóli Íslands og mastersprógrammið þar heillaði mig mest, sérstaklega í ljósi þess að margir frægir myndlistarmenn lærðu þar.“ Patryk nefnir þá Ólaf Elíasson og Ragnar Kjartansson og bætir við að honum þyki Ísland fallegt land og hér kann fólk raunverulega að meta myndlist, „… og það er myndlist úti um allt! Náttúran hefur verið mér mikill innblástur og ég finn að fólkið hérna ber virðingu fyrir náttúrunni og umhverfinu, fólkið hér er almennt framsækið í hugsun,“ segir Patryk.
Alþjóðlegt nám
Patryk stundaði sitt BA-nám í Akademia Sztuki w Szczecinie í Póllandi. „Hér í Listaháskólanum er hugað að okkar …
Athugasemdir