Fyrri aukaspurning:
Hver málaði málverkið hér að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. Frá hvaða landi kemur hljómsveitin Kraftwerk?
2. Fyrir hvers konar tónlist er hún fyrst og fremst kunn?
3. Hvar í veröldinni er borgin Sevastopol? Hér er spurt um landafræðifyrirbrigði, ekki ríki.
4. „Garda“ er orð sem notað er á Írlandi yfir ákveðna stétt fólks. Hvað kallast sú stétt á Íslandi?
5. Hversu margir voru íbúar Úkraínu í byrjun árs? Hér má skeika þrem milljónum til eða frá.
6. Hvað skyldi annars vera fjölmennasta ríki Evrópu sem er allt innan marka álfunnar?
7. Hvaða hljómsveit sendi frá sér plötuna The Joshua Tree árið 1987?
8. Tvö voru þau embætti sem Auður Auðuns gegndi fyrst allra kvenna á Íslandi. Hver voru þau? — og nefna verður bæði.
9. Hvað þýðir „að fleygja sér“?
10. Hvaða forskeyti má nota við þessi heiti á íslenskum jurtum: -stjarna, -gresi, -lilja, -kolla og -maðra?
***
Seinni aukaspurning:
Hvað heitir leikkonan sem hér sést í hlutverk ensku drottningarinnar Jane Seymour?
**
Svör við aðalspurningum:
1. Þýskalandi.
2. Tölvupopp, elektróníska tónlist.
3. Á Krímskaga.
4. Lögreglumenn.
5. Íbúarnir voru 44 milljónir (rétt rúmlega) svo þið fáið rétt fyrir 41-47 milljónir.
6. Þýskaland.
7. U2.
8. Borgarstjóri í Reykjavík og síðan ráðherra.
9. Að leggja sig, halla sér stundarkorn.
10. Blá-.
***
Svör við aukaspurningum:
Málarinn er Jóhann Briem.
Leikkonan er Aníta Briem.
Athugasemdir (1)