Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

685. spurningaþraut: Hver dró sverð úr steini?

685. spurningaþraut: Hver dró sverð úr steini?

Fyrri aukaspurning:

Hvað eru þessir karlar að gera?

***

Aðalspurningar:

1.  Einu sinni varð maður nokkur kóngur með þeim hætti að hann dró upp sverð sem sat pikkfast í stórum steini, eða kannski var það steðji. Þetta segir sagan að minnsta kosti. En hvað hét maðurinn sem þannig varð kóngur?

2.  Hvað nefnist kvennasveitin sem á sínum tíma tróð reglulega upp til að mótmæla ýmsum hlutum í Rússlandi en endaði með því að nokkrir meðlimanna voru dæmdar í fangelsi?

3.  Hvaða stórborg í Evrópu var skilin sundur með múr 1961-1989?

4.  Garg-, graf- og gul-. Þessi forskeyti eru öll um tegundir íslenskra fugla. Hvaða fugla?

5.  Hvað heitir krónprins Dana?

6.  En hvað heitir yngri bróðir hans?

7.  Í hvaða heimsálfu eru Andesfjöll?

8.  En í hvaða landi er musterið Angor Wat?

9.  Hvað er hámeri — þokkalega nákvæmlega?

10.  Í hvaða sýslu er Borgarvirki?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er konan sem hér les upp?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Artúr.

2.  Pussy Riot.

3.  Berlín.

4.  Endur.

5.  Friðrik.

6.  Jóakim.

7.  Suður-Ameríku.

8.  Kambódíu.

9.  Hákarlstegund. Fiskur dugar ekki.

10.  Húnavatnssýsslum.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni eru karlarnir að spila rugby.

Á neðri myndinni má sjá Fríðu Ísberg.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár