„Maðurinn minn getur ekki einu sinni drepið flugu. Nú er hann kominn með byssu, til að drepa Rússa. Hann var undanskilin herskyldu, var í háskólanámi, en er nú orðin hermaður,“ sagði hin úkraínska Anna við ljósmyndara þar sem hún hélt á skjálfandi læðu á lestarstöðinn í Kosice í Slóvakíu á leið til Þýskalands. „Ég hef ekki heyrt í honum í viku, og... hann er hálfur Rússi. Við erum bræðraþjóðir, vinaþjóðir, það gerir þetta stríð svo brjálað.“
Anna sagðist vera heppinn, þau væru barnlaus, svo það væri lítið mál að taka heimilisköttinn með sem skyldi ekkert í hvað væri að gerast, væri mjög hrædd, enda innikisa. „En það eru fjölskyldur, sem ég þekki sem höfðu ekki möguleika að taka hundinn eða köttinn með á flótta, það var bara eitt í stöðunni... þú getur ekki ímyndað þér hve sárt það var, sérstaklega fyrir börnin.“
Athugasemdir