Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Ungbarnagráturinn í flóttamannabúðunum sker í hjartað

Páll Stef­áns­son er kom­inn til Uzhorod í Úkraínu, við landa­mær­in að Slóvakíu. Þar eru flótta­menn og aft­ur flótta­menn frá Úkraínu sem bíða í óvissu um hvað verði um þá.

„Við erum búnir að vera strand hér í fjóra daga, það er eins og Slóvakarnir viti ekki hvað eigi að gera við okkur,“ segir Mohamed, sem tiltekur að hann sé „ekki Salah“. Mohamed er íraskur lyfjafræðinemi sem var í námi í Kharkiv, annarri stærstu borg Úkraínu, sem liggur nærri rússnesku landamærunum. Nokkur þúsund nemendur frá löndum utan Evrópu stunduðu háskólanám í Úkraínu, og flestir fara að landamærum Slóvakíu. „Okkur var ráðlagt að fara hingað yfir, þó það væri lengra, okkur var sagt að Slóvakarnir taki betur á móti fólki eins og okkur, sem erum ekki frá Evrópu, en Pólverjarnir.“

Ástandið verra en í ÍrakÞrátt fyrir að vera uppalinn við stríðsástand í heimalandinu, Írak, segir Mohamed að ástandið í Úkraínu sé verra. „Rússarnir eru svo grimmir.“

Hann og félagi hans, læknanemi sem er líka frá Írak, voru fjóra daga í yfirfullri lest til Slóvakíu. „Þó ég sé uppalinn við stríðsástand heima í Írak þá er þetta miklu verra, Rússarnir eru svo grimmir. Morguninn sem við fórum, þá skutu þeir á rútu með almennum borgurum, á leið út úr Kharkiv. Svo við ákváðum að taka lest, það er öruggara.“ Mohamed segir að hann eigi ekki aura til að komast heim, hann viti ekki hvort honum verði hjálpað, eða verði fastur í flóttamannabúðum í lengri tíma. „Það versta við að vera hér í þessum litlu tjaldbúðum er smábarnagráturinn alla nóttina í næsta tjaldi. Það sker í hjartað, heldur fyrir manni vöku.“ 

Þúsundir flóttafólksÞúsundir flóttafólks streyma að landamærum Úkraínu og Slóvakíu og búa þar við nauman kost. Hér má sjá tóma súpuskál.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Úkraínustríðið

Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár