Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

682. spurningaþraut: Lárviðarstig í boði fyrir þau sem þekkja ákveðna kvikmynd

682. spurningaþraut: Lárviðarstig í boði fyrir þau sem þekkja ákveðna kvikmynd

Fyrri aukaspurning:

Hver er konan hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða hetja þurfti að passa sérstaklega upp á hælinn á sér?

2.  Í hvaða borg hefur enska fótboltaliðið Arsenal aðsetur?

3.  Hvað hét skip Ahabs skipstjóra?

4.  Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er borgarfulltrúi í Reykjavík. Fyrir hvaða flokk?

5.  Í hvaða landi er borgin Gdynia?

6.  N'Sync var amerísk „drengjahljómsveit“ sem var starfandi 1995-2002. Meðlimir hennar hafa látið að sér kveða eftir að hljómsveitin hætti en einn þeirra er þó frægari en allir hinir til samans. Hvað heitir hann?

7.  Hvað er rosmhvalur?

8.  Rosmhvalanes eru víst á fleiri en einum stað á Íslandi en það þekktasta gengur út úr öðru mun stærra nesi sem er ...?

9.  Sandra Day O'Connor heitir kona sem á víst pláss í sögu þjóðar sinnar. Hvers vegna?

10.  „I've seen things you people wouldn't believe... Attack ships on fire off the shoulder of Orion... I watched C-beams glitter in the dark near the Tannhäuser Gate. All those moments will be lost in time, like tears in rain ... Time ... to die.“ Úr hvaða kvikmynd er þessi texti? Og lárviðarstig er í boði fyrir þau sem vita hvað persónan heitir sem mælti þessi orð. Persónan, ekki leikarinn. 

***

Seinni aukaspurning:

Hver er konan með þennan fína hatt?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Akkiles.

2.  London.

3.  Pequod.

4.  Viðreisn.

5.  Póllandi.

6.  Justin Timberlake.

7.  Rostungur.

8.  Reykjanesi.

9.  Hún er fyrsta konan sem varð Hæstaréttardómari í Bandaríkjunum.

10.  Blade Runner heitir kvikmyndin. Og persónan heitir Roy Batty — en annaðhvort nafnið dugar fyrir lárviðarstiginu!

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er dansmærin Mata Hari.

Á neðri myndinni er keisaraynjan Alexandra í Rússlandi. Til hliðar er eiginmaður hennar, Nikulás II keisari.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Emil Kristjánsson skrifaði
    Laumupúkinn hér... Rosmhvalanes gengur reyndar norður úr Reykjanesskaga. Skaginn er jú eins og stígvél þar sem Rosmhvalanes er táin og Reykjanes er hællinn.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár