Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Íslenskur Moskvubúi endurómar sjónarmið Pútíns um Úkraínu: „Mælirinn var fullur“

Jón­as Tryggva­son, fram­kvæmda­stjóri sem býr í Moskvu og stýr­ir lyfja­fyr­ir­tæki, seg­ist skilja af hverju Rúss­ar réð­ust inn í Úkraínu. Jón­as lærði í Sov­ét­ríkj­un­um sál­ugu og hef­ur bú­ið í Rússlandi um ára­bil. Hann seg­ir að hann telji að ein­ung­is tímaspurs­mál sé hvenær Rúss­land leggi und­ir sig Úkraínu með hervaldi en von­ar að Úkraínu­menn leggi nið­ur vopn til að koma í veg fyr­ir mann­fall.

Íslenskur Moskvubúi endurómar sjónarmið Pútíns um Úkraínu: „Mælirinn var fullur“
Segir að staðan í Rússlandi hafi aldrei verið betri Jónas Tryggvason, sem er íslenskur framkvæmdastjóri sem búsettur er í Moskvu, segir að ástandið í Rússlandi hafi aldrei verið betra en núna, það er að segja fyrir innrásina í Úkraínu. Hann er á þeirri skoðun að Rússland hafi þurft á Pútín að halda þrátt fyrir að hann telji að landið sé ekki lýðræðisríki.

Jónas Tryggvason, framkvæmdastjóri sem býr í Moskvu og sem hefur áratugalöng tengsl við Rússland og Sovétríkin sálugu, segist skilja af hverju Rússland réðst inn í Úkraínu. Hans skoðun er að Úkraína hafi gengið alltof langt í því að „pikka“ í rússneska björninn, eins og hann orðar það, í landamærahéruðunum Donetsk og Lúgansk. Hann segir, í viðtali við Stundina, að „mælirinn“ hafi einfaldlega verið orðinn fullur.  

Tekið skal fram og það undirstrikað að ýmislegt af því sem Jónas segir í viðtalinu á ekki við rök að styðjast út frá öðrum heimildum og gögnum sem liggja fyrir opinberlega. Sýn Jónasar svipar hins vegar væntanlega til þeirra skoðana sem margir stuðningsmenn Pútíns í Rússlandi hafa mögulega á stríðinu í Úkraínu og veitir hún því innsýn í hugarheim þeirra. Jónas er einn af fáum Íslendingum sem stigið hefur fram opinberlega og tjáð slíkar skoðanir og er hann vel meðvitaður um það að slíkar skoðanir heyrist ekki oft hér á landi. 

Jónas, sem stýrir lyfjafyrirtæki í Moskvu, telur að Rússland hafi ekki lengur getað látið bjóða sér að ríkisstjórnin í Kænugarði kúgaði rússneskumælandi íbúa í þessum héruðum: „Ég held að ég verð að segja þetta svona, það kannski hljómar svolítið gróft, en þeir gátu ekki lengur lokað augunum fyrir því sem var í gangi. Þeir gátu ekki lengur látið níðast á 4 milljónum sinna bræðra, meðbræðra, sem voru búnir að vera í herkví þennan tíma. Gátu það bara ekki lengur. Það varð eitthvað að gera,“ segir Jónas en í aðdraganda innrásarinnar í Úkraínu viðurkenndi Rússland sjálfstæði þessara tveggja héraða sem verið hafa hluti af Úkraínu síðastliðna áratugi. 

Engar heimildir um þjóðarmorð

Jónas vill meina, rétt eins og ríkisstjórn Rússlands í Moskvu, að stjórn Úkraínu hafi verið að fremja þjóðarmorð á rússneskumælandi fólki í Donetsk og Lúgansk: „Úkraína er búin  að ætla að taka þessi lýðveldi til baka með hervaldi. Og það hefði orðið meira „genocide“, eða þjóðarmorð, því það er búið að vera að murka úr þessu fólki lífið í 7 ár.“

Engar heimildir fyrir þjóðarmorðiEngar heimildir eru fyrir því að ríkisstjórn Zelenskys Úkraínuforseta hafi stundað þjóðarmorð á rússneskumælandi fólki í Úkraínu, líkt og Vladimír Pútín og Jónas Tryggvason halda fram.

Jónas gefur ekki mikið fyrir fréttir þess efnis að Rússland hafi verið að kynda undir ófriði í héruðunum tveimur síðastliðin ár, meðal annars með því að senda þangað hermenn. Hann segir að það sem er í gangi sé að stórveldin, Bandaríkin og bandamenn þeirra séu að „leika sér“ í Úkraínu:  „Það eru búnir að vera evrópskir og bandarískir hernaðarsérfræðingar að aðstoða Úkraínuher við árásirnar á þessi lýðveldi, ekki gleyma því. [...] Rússar voru já, þú ert að vitna í hermenn, þeir hafa alltaf neitað því að að hafa sent hermenn, en hins vegar sendu þeira alltaf hernaðarsérfræðinga til að þjálfa þetta fólk. Það hefur alltaf verið opinbera skýringin en það getur verið að það hafi verið hermenn líka.“

Fjölmargir aðilar, meðal annars bandarísk stjórnvöld, hafa sagt að sú fullyrðing að Úkraínumenn fremji þjóðarmorð á rússneskumælandi íbúum Úkraínu sé röng og sé hluti af upplýsingastríði stjórnvalda í Moskvu: „Það eru engar trúverðugar heimildir um að Rússar eða rússneskumælandi fólki sé ógnað af úkraínsku ríkisstjórninni,“ segir meðal annars á heimasíðu bandaríska utanríkisráðuneytisins þar sem einnig kemur fram að staðhæfingin sé liður í áróðri rússneskra stjórnvalda. 

Þá hefur sérfræðingur um málefni Austur-Evrópu, Nina Jankowicz, sagt við bandaríska fjölmiðla að engar sannanir séu fyrir slíku þjóðarmorði: „Við höfum engar sannanir fyrir árasum Úkraínumanna, eða eins og Pútín orðaði það í ræðu sinni um daginn „þjóðarmorði“ sem Úkraínuher ber ábyrgð á.“

„Nei, það er ekki alveg gróft.“
Jónas Tryggvason um staðhæfinguna um nasistavæðingu Úkraínu

Endurómar sýn Vladimírs Pútín

Sú sýn og þær skoðanir á Rússlandi og innrásinni í Úkraínu sem Jónas lýsir í viðtali við Stundina eru að  flestu leyti hliðhollar Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Túlkanir Jónasar enduróma að mörgu leyti þær skýringar sem stjórn Pútíns hefur gefið fyrir innrásinni, meðal annars þá að forseti Úkraínu, Volodí­mír Selenskí, sé leppur úkraínskra auðmanna og að nýnasistar séu orðnir valdamiklir í vesturhluta landsins og að það þurfi að afnasistavæða landið.

Aðspurður um hvort þessi skýring Pútíns á innrásinni sé ekki nokkuð gróf segir Jónas: „Nei, það er ekki alveg gróft. Það er svolítið mikið til í þessu. Vegna þess að það er mikill nýnasismi að koma upp aftur, sérstaklega á vestursvæðinum þar sem eru hersveitir sem eru nasistar. Þær eru gegn samkynhneigðum, transfólki, fólki sem trúir á Íslam. Þeir fara alla leið, eru svona algerir nasistar, þetta eru herflokkar. Þeir eru fjármagnaðir af ríkismönnunum, ólígörkunum í Úkraínu. Þetta er svona einkaher að vissu leyti. En Zelensky hefur þeirra stuðning. Þetta eru svona varðhundarnir hans. Sem er mjög líka trist því hann er af gyðingaættum.“

Staðhæfingarnar um nasistavæðingu Úkraínu ríma heldur ekki við veruleikann. Eitt dæmi sem hefur verið tekið um þetta er að í síðustu þingkosningum í Úkraínu, árið 2019, fékk öfgasinnaði þjóðernisflokkur landsins, Svoboda einungis 2,25 prósent atkvæða í landinu og kom engum manni á þing. Stuðningur við Svoboda í Úkraínu hefur í raun minnkað mjög á síðasta áratug þar sem flokkurinn fékk rúm 10 prósent atkvæða í þingkosningunum árið 2012. 

Sjálfur hefur Zelensky sagt um þessa staðhæfingu Pútíns að hún sé ósönn. Hann er lýðræðislega kjörinn forseti Úkraínu - fékk 73 prósent atkvæða í forsetakosningunum árið 2019 - og er ekki yfirlýstur nasisti:  „Ykkur er sagt að við séum nasistar. En hvernig getur þjóð sem missti 8 milljónir manna í stríðinu við nasista stutt nasisma? Hvernig get ég verið nasisti?“ Kosningasigur Zelensky átti sér stað sama ár og öfgaþjóðernissinnaflokkur landsins beið afhroð í þingkosningum. 

Þetta tvennt, hið meinta þjóðarmorð á rússneskumælandi fólki í héruðunum tveimur sem nú hafa lýst yfir sjálfstæði, og svo hin meinta nasistavæðing Úkraínu, stemma ekki við raunveruleikann samkvæmt þeim heimildum sem liggja fyrir. 

Miðað við fyrirliggjandi heimildir þarf því að leita annað eftir skýringum á innrás Pútíns í Úkraínu. 

Eru ekki að koma sér upp kjarnorkuvopnum

Annað sem Jónas segir sem stemmir ekki við aðrar heimildir er sú réttlæting Rússa fyrir innrásinni að Úkraínumenn séu að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Jónas segir um þetta að þetta hafi verið síðasta kornið sem fyllti mælinn hjá Rússum: „Nú lýsir Úkraína því yfir á München-ráðstefnunni um öryggi Evrópu að þeir ætli að koma sér upp kjarnavopnum. Þetta var held ég síðasta kornið. Þá sagði Pútín hingað en ekki lengra.“ Eftir kalda stríðið og fall Sovétríkjanna afhentu Úkraínumenn kjarnorkuvopn sín til Rússlands og hefur ekki ráðið yfir slíkum vopnum síðan. 

Þessi staðhæfing er sambærileg við það sem rússnesk yfirvöld hafa sagt en utanríkisráðherra Rússlands, Sergei Lavrov,  hélt þessu meðal annars fram fyrr í vikunni.

Samkvæmt Alþjóðlegu kjarnorkumálastofnuninni (IAEA) eru Úkraínumenn hins vegar ekki að reyna að koma sér upp kjarnorkuvopnum.  Samkvæmt yfirmanni stofnunarinnar, Rafael Grossi, er tilgangur kjarnorkuáætlunar Úkraínu „fullkomlega friðsamur“, eins og það er orðað í frétt Wall Street Journal. 

 

„Ég get alveg sagt þér það að hann hefur rosalega mikinn stuðning í Rússlandi og í kerfinu.“
Jónas Tryggvason

Segir Rússa standa með Pútín

Eitt af því sem Jónas segir, aðspurður um hvort að Rússar muni rísa upp og andmæla innrásinni í Úkraínu til að reyna að binda enda á hana, er að þeir muni þvert á móti fylkja sér á bak við hana. Þar af leiðandi muni þessi innrás ekki heldur leiða til þess að Pútín missi völdin í landinu. „Ég held að það sé alveg klárt. Rússarnir eru rosalega mikið þannig að þeir standa saman, sérstaklega þegar illa gengur eða erfitt er ástand þá standa þeir rosalega vel saman.“

Hann telur hins vegar að gagnrýni á Pútín kunni að koma fram eftir að innrásinni er lokið: „Þá kemur krítíkin upp en hún gerist ekki meðan að stríðsástandið er. Það er mjög djúpt í þeim. Það myndi vera talið landráð, það er mjög djúpt í þeim að ekki gagnrýna stjórnvöld, ekki gagnrýna herinn þegar það eru hernaðarátök. Það er hægt að gagnrýna eftir á en ekki á meðan,“ segir Jónas. 

Hann segir einnig að alltof mikið sé fjallað um stjórnarandstæðinga eins og Alexei Navalny í vestrænum fjölmiðlum og að slíkir einstaklingar séu í algjörum minnihluta í landinu og endurspegli ekki vilja meirihluta þjóðarinnar. Navalny situr nú í fangelsi í Rússlandi vegna stjórnmálaþátttöku sinnar. Eitrað var fyrir honum árið 2020 og var hann lengi á sjúkrahúsi vegna þessa. Óljóst er hver eitraði fyrir honum en Sameinuðu þjóðirnar hafa sagt að  rússnesk stjórnvöld beri ábyrgð á tilræðinu.  „Þessi minnihluti er svo ofboðslega lítill. Það er alltaf verið að reyna að blása hann upp hérna á Vesturlöndum. Maður sér það stundum eins og með Navalny og einhverja svona náunga. Þetta er tilbúið fólk, það er búið að fabrikera það svolítið. Það hefur ekki vægi. Það eru gagnrýnar útvarpsstöðvar, þú getur líka horft á BBC og CNN og allt það í Rússlandi en það er hins vegar, og það er ekki stór hópur sem er þarna. Þannig að það verður ekki uppreisn,“ segir Jónas um viðbrögð almennings við innrásinni í Úkraínu en sagðar hafa verið frétttir um fjöldamótmæli gegn stríðsrekstrinum og handtökum vegna þeirra. 

 Fréttir hafa einnig verið sagðar um óeiningu og gagnrýni á Pútín innan úr rússneska stjórnkerfinu og að ekki sé endilega allir næstráðendur fylgjandi aðgerðum hans í Úkraínu. Jónas segir hins vegar að stuðningur við Pútín sé mjög mikill í kerfinu í Rússlandi: „Ég get alveg sagt þér það að hann hefur rosalega mikinn stuðning í Rússlandi og í kerfinu. Það verða ekki nein upphlaup þar.“

Hvorki rússneska fólkið né rússneskir ráðamenn munu verða til þess að binda endi á innrásina í Úkraínu að mati Jónasar. 

Samkvæmt fjölmörgum fréttum er stuðningur Rússa við Pútín og stríðsreksturinn í Úkraínu hins vegar ekki alveg eins blindur og Jónas segir að hann sé

Hver ber ábyrgð á dauða Politkovskayu?Anna Politkovskaya var skotin fyrir utan heimili sitt í Moskvu árið 2006. Enn þann dag í dag liggur ekki fyrir hver ber ábyrgð á dauða hennar.

Jónas: Stríðið markar ekki endalok Pútíns

Aðspurður um hvort hann telji að stríðið við Úkraínu muni því ekki marka endalok Pútíns, eins og ýmsir fræðimenn og greinendur hafa sagt, segir Jónas að hann sé ekki á því að það verði banabiti Pútíns á valdastóli.  „Ég er ekki sammála því. Það er ekki þetta sem á eftir að gera útslagið. Pútin er náttúrulega búinn að vera lengi við völd. Það eru komin 22 eða 23 ár síðan hann kemur til valda. [...] Rússarnir vita ekki hvað gerist, hver kemur í staðinn fyrir hann. Þeir eru ekki alveg tilbúnir að sleppa honum. Það má ekki gleyma því að Pútín hefur gert rosalega margt fyrir Rússland. Rússland, þegar hann tekur við 1999, var ónýtt Rússland. Niðurbrotið, skemmt, vargöld, þjófnaður, spilling, glæpir, mjög dapurt ástand. Á árunum 1995-1999 er ömurlegasta ástandið í Rússlandi. Fyllibyttan Boris Jeltsín var forseti, engin stjórn á málum. En Pútín er búinn að byggja upp Rússland í þessi tuttugu ár, mjög markvisst. Og Rússland í dag, fyrir innrásina, eins og ég upplifi í landið í byrjun febrúar á þessu ári, er það besta Rússland sem hefur verið í mannkynssögunni, í sögu Rússlands. Það hefur aldrei verið betra ástand. Lífsafkoma fólks er góð og fátækrastig er mjög lágt. Innkoma, öryggi, fjárfestingar, uppbygging, menntun, heilbrigðiskerfi. Covid dæmið, þeir tóku mjög þétt á því. Þetta er þjóðfélag sem getur, þetta er þjóðfélag sem kann, þetta er þjóðfélag sem er búið að byggja upp til að vera sjálfbært,“ segir hann.

„Og þeir segja þetta sjálfir: Rússland þarf harða hendi.“
Jónas Tryggvason

Kaupir ekki sögur um aðkomu Pútíns að morðum

Jónas telur því að Rússland hafi þurft á Pútín að halda á sínum tíma vegna þess að upplausn og glundroði ríkti í landinu eftir fall Sovétríkjanna og valdatíð Boris Jeltsín. Hann segir að það Rússland sem Pútín hafi byggt upp síðastliðin rúm 20 ár sé „besta Rússland“ sögunnar þrátt fyrir að hann telji jafnframt aðspurður að landið sé ekki lýðræðisríki í vestrænum skilningi. Jónas telur að Rússland sé, á þessum tímapunkti, ekki tilbúið til þess að verða lýðræðisríki eins og það er þekkt á Vesturlöndum. „Við skulum segja að Rússlandi í dag sé eins nálægt því að vera lýðræðisríki eins og það hefur nokkuð tímann verið.“

Hann tekur ekki undir ýmis konar gagnrýni sem komið hefur fram á Pútín í gegnum árin. Til dæmis efast hann um að hann eigi þátt í morðum á fólki sem hefur gagnrýnt stjórnarhætti hans. Meðal þessa fólks sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum er til dæmis fyrrverandi njósnarinn Alexander Litvinenko, blaðakonan Anna Politkovskaya og lögmaðurinn Sergey Magnitsky

Þetta fólk var allt gagnrýnið á Vladimír Pútín og öll voru þau myrt án þess að það hafi nokkru sinni verið upplýst hver bar endanlega ábyrgð á dauða þeirra. „Ég ætla ekki alveg að kaupa þær sögur,“ segir Jónas þegar hann er spurður að því hvort frjálsir fjölmiðlar og frjáls gagnrýni á valdhafa sé ekki eitt af einkennum lýðræðissamfélaga og hvort Pútín stjórni ekki landinu með harðri hendi og hafi verið sagður bera ábyrgð á þessum morðum. 

Hörð hendi en árangursríkJónas segir að Rússland hafi þurft á Pútín að halda og þurfi enn því landinu þurfi að vera stjórnað með harðri hendi.

Segir Rússland þurfa harða hendi

Að mati Jónasar þá þarf Rússland harðan leiðtoga sem hefur stjórn á landinu. Veikir leiðtogar hafi aldrei gert Rússlandi gott líkt og hinn harði Pútín hafi gert síðastliðna tvo áratugi.  „En hann hefur hins vegar stjórnað með harðri hendi. Það er rétt. Þeir hafa alltaf sagt líka Rússarnir að Rússland þarf harða hendi. Rússland hefur aldrei komist á neinn skrið nema þegar hefur verið harður og voldugur stjórnandi. Pétur mikli, Katrín mikla. Síðan koma hinir keisararnir á eftir, Alexander og Nikolai og þeir eru slakir, þeir eru svona bóhemar og missa þetta alveg í algjört klúður og þá verður byltingin. Svo kemur aftur hörð hendi, Lenín var bara í stuttan tíma en þá kemur Stalín og það var hörð hendi í langan tíma. Þá voru Sovétríkin eða Rússland eða Sovétríkin í heildina mjög sterk, þau byggðu upp úr vesöld og fáfræði og bændasamfélagi upp í að vera mjög öflugt iðnaðarsamfélag. Síðan kemur aftur slök hendi í lok Sovéttímans og Gorbatsjov - margir Rússar fyrirlíta Gorbatsjov enn þann dag í dag, enda þótt hann hafi verið gerðar hetja hér fyrir vestan - þá fyrirlíta þeir hann fyrir að hafa klúðrað Sovétríkjunum, fyrir að hafa eyðilagt það sem var. [...] Aftur harða hendin og slaka hendin. Síðan kemur aftur slaka hendin, Jeltsín og allt þetta rugl og síðan kemur aftur þessi harða hendi sem er Pútín. Og þeir segja þetta sjálfir: Rússland þarf harða hendi.“

Tétsenía og Úkraína: Hvað gerist?

Samtalið við Jónas berst að stríðinu í Tétseníu sem lauk fyrir þrettán árum.  Það hófst þegar Tétsenía lýsti yfir sjálfstæði frá Rússlandi og börðust þarlendir aðskilnaðarsinnar við rússneska herinn. Þetta stríð varaði nærri áratug og lauk árið 2009 með því að Rússland hafði betur og tók þarlendur landstjóri, Ramzan Kadyrov, við völdum í landinu. Tétsenía er í dag sambandslýðveldi sem er hluti af Rússlandi ásamt öðrum smáríkjum í Kákásus-fjöllunum eins og Dagestan og Ingustíu. 

Kadyrov er dyggur stuðnings- og samverkamaður Vladimírs Pútíns og stýrir landinu í skjóli hans. Ramzan Kadyrov hefur í gegnum árin verið sagður bera ábyrgð á ýmsum voðaverkum, eins og morðum í heimalandinu, sem og aftökunni á blaðakonunni Önnu Politkovskayu.  Kadyrov hefur sent hermenn til Úkraínu til að berjast með rússneska hernum. 

Þegar stríðið í Tétseníu stóð yfir lagði rússneski herinn höfuðborgina Grosní í rúst. Stríðið í landinu var hið fyrsta sem Vladimír Pútín stýrði sem nýr forseti Rússlands árið 1999.  Samkvæmt Jónasi þá hefur samstarf Pútíns og Kadyrov verið til góða fyrir Tétseníu og hann er ekki sammála þeirri söguskoðun blaðamanns að Kadyrov hafi verið settur yfir landið sem leppur Pútíns. „Ég er ekki alveg sammála þessari söguskoðun. [...] Téténía er í dag eitt af framsæknustu héruðum Rússlands. Þeir eru búnir að byggja Grosní upp alveg frá grunni. [...] Innan Téténíu hafa alltaf verið svona klan, svona hópar og Kadyrov kemur úr einum af þessum hóp og þeir voru studdir af Rússunum en þau voru að berjast við aðra hópa. [...] Þetta er búið að vera árhundraða stríð  í gangi á milli þessa flokka. En nú er friður á milli þeirra,“ segir Jónas.

Munurinn á Úkraínu og Tétseníu er auðvitað stór þar sem fyrrnefnda landið er sjálfstætt lýðræðisríki sem Rússland réðst inn í á forsendum „þjóðarmorðs“ og „nasistavæðingar“, sem ekki virðast standast skoðun, á meðan Tétsenía var hluti af Rússlandi en þar sem einhverjir hópar vildu sjálfstæði. En hvað telur Jónas að gerist í Úkraínu? Heldur hann að Pútín vilji hertaka landið allt og búa til einhvers konar leppríki úr því þar sem æðsti stjórnandinn verður einhver eins og Kadyrov sem er trúr honum? Geta Rússar rústað Kænugarði eins og Grosní þar til þeir ná markmiðum sínum? 

Um þetta segir Jónas: „Ég held ekki. Ég held að leikurinn sé, eins og þeir segja, að afvopnavæða Úkraínu, demilitasera, og afnasistavæða Úkraínu. Það er planið og verja svo Lúgansk og Donetsk að þau verði algerlega sjálfstæð, þau brotna ekki frá, þau fara ekki inn í Úkraínu aftur. Þetta verður gert á einhvern þann hátt að það verða kosningar. Þær verða skipulagðar, þær verða með eftirliti, þær verða gerðar þannig að þær verði löglegar og það verður einhver niðurstaða.  [...] En svo verður Úkraína látin í friði eftir það ef hún afvopnavæðist, ef hún lýsir yfir hlutleysi og það verði ekki neinir erlendir herir í landinu.“

Miðað við það sem Jónas telur þá ætlar Pútín ekki að gera Úkraínu að leppríki heldur að stuðla að því að landið verði hlutlaust hernaðarlega. Jónas telur hins vegar að Selenskí verði ekki forseti landsins áfram undir nokkrum kringumstæðum þrátt fyrir að hann sé lýðræðislega kjörinn leiðtogi landsins. 

„Þú getur ekki sagt við rússneska björninn: Hættu.“
Jónas Tryggvason

Jónas: Björninn hættir ekki

Jónas segist aðspurður auðvitað vonast til þess að stríðið í Úkraínu klárist sem fyrst þar sem þessar tvær þjóðir séu „bræðraþjóðir“. Hann segist jafnframt að ljóst sé að einungis tvær leiðir séu mögulegar í þeim efnum: Annað hvort leggi Úkraínumenn niður vopn eða þá að Rússland leggi landið undir sig með hervaldi. Seinni möguleikinn sé eingöngu spurning um tíma því að á endanum þá sigri rússneski herinn því hann sé einfaldlega það sterkur. „Ég er að vonast til, og ég er alltaf bjartsýnismaður, en ég er mikið að vonast til að það verði samið um frið helst sem fyrst. [...] Ég er að vonast til að það verði samið um að þeir leggi niður vopn, lýsi sig sigraða. Það verður bara haldið áfram, það heldur áfram blóðbaðið. Þess vegna er ég virkilega að vonast til að þetta verði stoppað sem fyrst. Þú getur ekki sagt við rússneska björninn: Hættu. Það gengur ekki, þeir munu ekki hætta fyrr en þetta er búið.  Úkraína gæti ýtt á takkann í dag, og sagt: Við gefumst upp...“ segir Jónas sem var á heimleið til Rússlands og Moskvu í dag eftir að hafa stoppað í vikutíma á Íslandi. 



Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (17)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SBG
    Sigurður Bragi Guðmundsson skrifaði
    Sérlega ófagleg "fréttamennska". "Fréttamaðurinn" ekki hæfur til að dylja sína eigin þröngsýni og hlutdrægni.
    Skömm af svona fúski Stundarinar.
    0
  • ÞI
    Þorsteinn Ingimundarson skrifaði
    Ég geri athugasemdir við Stundina að taka afstöðu með stjórnvöldum í Úkraníu sem eru í liði með CIA og Nato
    -10
  • ÞI
    Þorsteinn Ingimundarson skrifaði
    Ég trúi þessum manni , ekki hinum
    -9
  • Anna L Agnarsdóttir skrifaði
    Málpípa Pútíns🥵
    9
  • Jón Gunnar Guðmundsson skrifaði
    Ja hérna hér, hvaða lyf er frammleit hjá þessum dáinsmanni
    6
    • JPGWYSE
      Jon Pall Garðarsson Worldwide Yacht Service ehf skrifaði
      Ætli það sé ekki alsæla?
      2
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Jónas er að tryggja eigið öryggi. Svo einfalt er það ...
    3
  • April Summer skrifaði
    Nigerians And Other Africans Still Stranded In Ukraine Amidst Worsening Conflict In The Country / SaharaTV
    https://www.youtube.com/watch?v=mYZieB9x_r0
    0
    • April Summer skrifaði
      They are stuck in a war zone because they don't have Ukrainian passports and have not been allowed to safe zones
      0
  • April Summer skrifaði
    https://www.visir.is/g/20222229739d/er-lendum-rikis-borgurum-meinad-ad-flyja-ukrainu
    0
  • Ívar Larsen skrifaði
    Ég býst við meiru af blaðamönnum en að skreppa bara á heimasíðuna hjá usa og taka öllu sem þar stendur sem heilögum sannleika. Það eru misvísandi upplýsingar á báða bóga, Pútin er ekki sá eini sem færir stundum í stílinn, eða skáldar í heilu lagi.
    -8
  • ÁHG
    Árni Hafþór Guðnýjarson skrifaði
    Mér virðist þessi Íslenski fjölmiðlafulltrúi Pútins ósköp ómerkilegur líkt og rök hans ÖLL.
    8
  • Sigurður Þórarinsson skrifaði
    Nasistar eru svo sannarlega til staðar í Úkraínu... og nei nei, það er ekki einhver ,,upplýsingafölsun"

    https://www. jacobinmag. com/2022/01/cia-neo-nazi-training-ukraine-russia-putin-biden-nato

    Og þótt full langt sé gengið að kalla átökin í Donetsk og Lugansk ,,þjóðarmorð," þá eru nú samt sem áður átök þarna, það er engin lygi:

    https://www. mintpressnews. com/under-fire-from-ukraine-everyday-life-in-the-donetsk-peoples-republic/262363/

    https://www. osce. org/special-monitoring-mission-to-ukraine/417620
    0
    • Jón Borgþórsson skrifaði
      Ekkert hægt að staðhæfa annað en að það séu nasistar þarna
      En nasistar lifa líka fínu lífi í Rússlandi. Af hverju helduru annars að Wagner group, sem eru þessir “ráðgjafar” sem Pútín sendir til Úkraínu og annara landa heiti þýsku nafni. Stofnandinn meira að segja með þetta fína nasistatattoo á bringunni. Þannig að ég kaupi það voða lítið að það sé einhver ástæða til innrásar.
      6
    • Sigurður Þórarinsson skrifaði
      Innrásin er óréttlætanleg með öllu hr. Jón, enda er undirritaður ekki með þessum ummælum að verja ólögmætar hernaðaraðgerðir Rússaveldis, heldur einungis benda á að þarna er ekki um einhverja ,,upplýsingafölsun" að ræða. Nóg um það. Kv
      -3
    • Borgþór Jónsson skrifaði
      Jón minnist hérna á Wagner herdeildina og vísar til þess að þeir séu sennilega Nasistar.
      Wagner málaliðaherinn virðist mér vera einn af þessum herjum sem hafa verið að spretta upp á undanförnum áratugum ,sem eru laustengdir við stjórnvöld í sínu landi.
      Það virðist vera töluvert um þetta og mest kom mér á óvart að lítið land eins og Litháen hefur svona her.
      Tilkoma þessara herja virðist stafa af því að á timum vaxandi mannréttinda og allskonar hamlana á aðgerðir ríkisstjórna þykir orðið nausynlegt að hafa svona her til að framkvæma hluti sem ríkisstjórnir mundu komast illa upp með.
      Þetta virðist vera raunin með Wagner herdeildina.
      Þegar herdeildin lendir svo í vandræðum og er jafnvel stráfelld skapar það engin viðbrögð hjá Rússnesku ríkisstjórninni.

      Það sem mér þótti áhugavert er spurningin hvort Rússneska ríkið væri með Nasista í þjónustu sinni.
      Mér finnst það frekar ólíklegt.
      Þessi herdeild virðist vera hál eins og áll. Hún lætur lítið fyrir sér fara og í raun virðist lítið vitað um hvernig hún er skipulögð.
      Það hafa verið skrifaðar nokkrar opinberar skýrslur um hana og þeim virðist bera frekar illa saman.
      Í flestum skýrslunum er minst á að þeir gætu verið Nasistar og í sumum er það fullyrt.
      En engin af skýrslunum sem ég hef lesið fara neitt nánar út í það ,þó að það hljóti samt a vera töluvert lykilatriði.
      Herdeildin hefur að sjálfsögðu sín merki og orður en ég get ekki séð neina tengingu við Nasisma í því.
      kannski stafar það af því að ég sé ekki nógu kunnugur táknmáli Nasismans
      Tengingin við Þýska tónskáldið og Hitler finnst mér vera mjög veik.

      Þýsku sérsveitirnar voru frábærlega vel heppnaðar stofnanir frá hernaðarlegu sjónarmiði.
      Þó að Wagner hersveitin sýni aðdáun á þeim þarf það ekki endilega að þýða að þeir deili hugmyndafræðinni ,heldur stafi áhuginn af bardagatækni og miskunnarlausri framgöngu þessa þýsku sveita.
      Þýsku sveitirna voru reknar áfam af hugmyndafræðinni um að þeir væru af yfirburða stofni og þörfinni til að hreinsa út óæskilega einstaklinga og hópa sem stóðu í vegi þeirra eða voru ónauðsynlegir.
      Ég fæ á hinn bóginn ekki séð að Wagner hafi neina hugmyndafæði

      Ég get ekki séð annað en að Wagner stjórnist aðeins af gróðasjónarmiðum og óeðlilega miklum áhuga á hernaði.
      Ég fæ ekki séð að þeir geri neinn mannamun . Hver sem er getur orðið vinnuveitandi þeirra ,svo lengi sem hann borgar.
      Þó að Rússneska ríkið sé væntanlega stærsti vinnuveitandi þeirra þá virðast herdeildin ekki einskorða sig við þau viðskifti.
      Eðlilega vinna þeir samt aldrei gegn Rússneska ríkinu.
      Þeir eru líka undir hælnum á ríkinu af því að samtökin eru ólögleg samkvæmt Rússneskum lögum.
      Rússneska ríkið lætur einfaldlega eins og þeir séu ekki til ,en ef þeir mundu gera eitthvað sem angrar ríkið eru þeir auðveld bráð.
      Mér sýnist því að tengingin við Nasista stafi aðallega af því að Wagner herdeildin er afa brútal og miskunnarlaus herflokkur og vinnubrögð þeirra eru þau sömu og "bestu" Nasistaveitanna.
      En það er ekki hægt að sjá að deildin reki neina pólitík.

      Ef við skoðum svo Úkrainsku Nasistana til samanburðar.
      Það er alveg augljóst af öllu sem að þeim snýr að þeir eru Nasistar.
      Þeir reka samskonar pólitík,fyrirmyndir þeirra eru nafngreindir Nasistar fortíðar og heiðuramerki , deildarmerki þeirra og fánar eru beinlínis komin frá nasískum herdeildum.
      Þeir taka líka virkann þátt í stjórnmálum.
      Þeir eru í raun ekki herdeild eins og Wagner,heldur pólitísk samtök með eigin her.
      Wagner er á hinn bóginn bara her sem er stjórnað af stjórnvöldum að hluta og er í raun upp á náð og miskunn þeirra komin.

      Fyrir nokkrum árum eyddi ég smá tíma í að skoða síður á netinu þar sem Úkrainskir Nasistar voru áberandi.
      Þetta var eftir2014 og það ríkti mikil bjartsýni og sókanrhugur innan grasrótarinnar.
      Þar sem ég er ekki Rússneskumælandi var þetta töluvert vesen en eg held að ég hafi nokkurn veginn náð a fanga andann sem þar ríkti.
      Þó að grasrótin sé oft á tíðum róttækari en þeir sem eru í forystu þá er ég þess fullviss að þetta fók er verulega hættulegt.
      Þær ambissjónir sem voru viðraðar þarna eru afskaplega ófagrar svo ekki sé meira sagt.
      En það er efni í annan pistil.
      -2
  • Jónsson Höskuldur skrifaði
    Sem sagt gamli björninn sem lagðist í dvALA 1989 ER VAKNAÐUR AF DVALANUM OG FARINA Á RIMJA
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sigrún Erla Hákonardóttir
1
Það sem ég hef lært

Sigrún Erla Hákonardóttir

Vald­ið til að bregð­ast við áföll­um

„Það sem verð­ur að vera, vilj­ug­ur skal hver bera,“ sagði fað­ir Sigrún­ar Erlu Há­kon­ar­dótt­ur við hana þeg­ar hún missti eig­in­mann sinn í hörmu­legu slysi fyr­ir ald­ar­fjórð­ungi. Líf­ið hef­ur kennt henni að þó að áföll­in breyti líf­inu og sjálf­inu á af­drifa­rík­an hátt, skipt­ir jafn miklu máli hvernig við tök­umst á við þau, með góðra manna hjálp.
Sagan af slæmum hliðum laxeldis og hvernig hægt er að bæta það
2
MenningLaxeldi

Sag­an af slæm­um hlið­um lax­eld­is og hvernig hægt er að bæta það

Tveir banda­rísk­ir blaða­menn, Douglas Frantz og Cat­her­ine Coll­ins, hafa gef­ið út bók um sjókvía­eldi á laxi. Bók­in fjall­ar fyrst og fremst um lax­eldi í Banda­ríkj­un­um og Kan­ada en svo er einnig rætt um eld­ið í Evr­ópu, með­al ann­ars í Nor­egi og á Ís­landi. Kjarni bók­ar­inn­ar snýst um að draga upp stóru mynd­ina af lax­eldi í heim­in­um, bæði kost­um þess og göll­um.
Segja vinnubrögð lögreglu hafa einkennst af vanþekkingu og vanvirðingu
3
Fréttir

Segja vinnu­brögð lög­reglu hafa ein­kennst af van­þekk­ingu og van­virð­ingu

Stjórn Blaða­manna­fé­lags Ís­lands for­dæm­ir fram­göngu lög­regl­unn­ar á Norð­ur­landi eystra, sem hef­ur veitt enn ein­um blaða­mann­in­um, Inga Frey Vil­hjálms­syni, stöðu sak­born­ings í tengsl­um við Sam­herja­mál­ið.
Vinstri snúningur hjá VG – Vilja auðlegðaskatt og auðlindir í þjóðareign
4
Fréttir

Vinstri snún­ing­ur hjá VG – Vilja auð­legða­skatt og auð­lind­ir í þjóð­ar­eign

Vinstri græn vilja banna skatta­skjól, inn­leiða auð­legða­skatt og koma bönd­um á fjöl­þjóða fyr­ir­tæki sem koma sér und­an skatt­greiðsl­um með klækj­a­brögð­um. Þá vill hreyf­ing­in ljúka end­ur­skoð­un stjórn­ar­skrár­inn­ar, taka fyr­ir einka­rekst­ur í ágóða­skyni þeg­ar kem­ur að heil­brigð­is­þjón­ustu og halda í skefj­um gróða­drif­inni hús­næð­is­upp­bygg­ingu verk­taka. Ell­efu stefn­ur og fjöldi álykt­ana voru sam­þykkt­ar á lands­þingi hreyf­ing­ar­inn­ar sem lauk í dag.
Við erum dómhörð að eðlisfari
5
Fólkið í borginni

Við er­um dóm­hörð að eðl­is­fari

Elísa­bet Rut Har­alds­dótt­ir Diego var í Vott­un­um til sex ára ald­urs og þeg­ar hún fór að skoða tengsl­in við fjöl­skyld­una sem er þar enn fann hún fyr­ir reiði.
Notendur samfélagsmiðla hvattir til að nota sykursýkislyf í megrunarskyni
6
Skýring

Not­end­ur sam­fé­lags­miðla hvatt­ir til að nota syk­ur­sýk­is­lyf í megr­un­ar­skyni

Syk­ur­sýk­is­lyf­ið Ozempic sem fram­leitt er af dönsku lyfja­fyr­ir­tæki hef­ur not­ið mik­illa vin­sælda á sam­fé­lag­miðl­um síð­ustu mán­uði. Sala á lyf­inu jókst um 80% á einu ári eft­ir að not­end­ur deildu reynslu­sög­um sín­um af því hvernig hægt væri að nota Ozempic í megr­un­ar­skyni.
Telur þörf á pólitísku samtali um birtingu greinargerðar um Lindarhvol
7
Fréttir

Tel­ur þörf á póli­tísku sam­tali um birt­ingu grein­ar­gerð­ar um Lind­ar­hvol

Sam­kvæmt Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra væri æski­leg­ast að for­sæt­is­nefnd næði ein­hvers kon­ar sam­eig­in­legri nið­ur­stöðu um með­ferð grein­ar­gerð­ar setts rík­is­end­ur­skoð­anda um Lind­ar­hvol. „Við mun­um ekki leysa það með birt­ingu lög­fræði­álita sem hvert vís­ar í sína átt­ina.“

Mest lesið

  • Sigrún Erla Hákonardóttir
    1
    Það sem ég hef lært

    Sigrún Erla Hákonardóttir

    Vald­ið til að bregð­ast við áföll­um

    „Það sem verð­ur að vera, vilj­ug­ur skal hver bera,“ sagði fað­ir Sigrún­ar Erlu Há­kon­ar­dótt­ur við hana þeg­ar hún missti eig­in­mann sinn í hörmu­legu slysi fyr­ir ald­ar­fjórð­ungi. Líf­ið hef­ur kennt henni að þó að áföll­in breyti líf­inu og sjálf­inu á af­drifa­rík­an hátt, skipt­ir jafn miklu máli hvernig við tök­umst á við þau, með góðra manna hjálp.
  • Sagan af slæmum hliðum laxeldis og hvernig hægt er að bæta það
    2
    MenningLaxeldi

    Sag­an af slæm­um hlið­um lax­eld­is og hvernig hægt er að bæta það

    Tveir banda­rísk­ir blaða­menn, Douglas Frantz og Cat­her­ine Coll­ins, hafa gef­ið út bók um sjókvía­eldi á laxi. Bók­in fjall­ar fyrst og fremst um lax­eldi í Banda­ríkj­un­um og Kan­ada en svo er einnig rætt um eld­ið í Evr­ópu, með­al ann­ars í Nor­egi og á Ís­landi. Kjarni bók­ar­inn­ar snýst um að draga upp stóru mynd­ina af lax­eldi í heim­in­um, bæði kost­um þess og göll­um.
  • Segja vinnubrögð lögreglu hafa einkennst af vanþekkingu og vanvirðingu
    3
    Fréttir

    Segja vinnu­brögð lög­reglu hafa ein­kennst af van­þekk­ingu og van­virð­ingu

    Stjórn Blaða­manna­fé­lags Ís­lands for­dæm­ir fram­göngu lög­regl­unn­ar á Norð­ur­landi eystra, sem hef­ur veitt enn ein­um blaða­mann­in­um, Inga Frey Vil­hjálms­syni, stöðu sak­born­ings í tengsl­um við Sam­herja­mál­ið.
  • Vinstri snúningur hjá VG – Vilja auðlegðaskatt og auðlindir í þjóðareign
    4
    Fréttir

    Vinstri snún­ing­ur hjá VG – Vilja auð­legða­skatt og auð­lind­ir í þjóð­ar­eign

    Vinstri græn vilja banna skatta­skjól, inn­leiða auð­legða­skatt og koma bönd­um á fjöl­þjóða fyr­ir­tæki sem koma sér und­an skatt­greiðsl­um með klækj­a­brögð­um. Þá vill hreyf­ing­in ljúka end­ur­skoð­un stjórn­ar­skrár­inn­ar, taka fyr­ir einka­rekst­ur í ágóða­skyni þeg­ar kem­ur að heil­brigð­is­þjón­ustu og halda í skefj­um gróða­drif­inni hús­næð­is­upp­bygg­ingu verk­taka. Ell­efu stefn­ur og fjöldi álykt­ana voru sam­þykkt­ar á lands­þingi hreyf­ing­ar­inn­ar sem lauk í dag.
  • Við erum dómhörð að eðlisfari
    5
    Fólkið í borginni

    Við er­um dóm­hörð að eðl­is­fari

    Elísa­bet Rut Har­alds­dótt­ir Diego var í Vott­un­um til sex ára ald­urs og þeg­ar hún fór að skoða tengsl­in við fjöl­skyld­una sem er þar enn fann hún fyr­ir reiði.
  • Notendur samfélagsmiðla hvattir til að nota sykursýkislyf í megrunarskyni
    6
    Skýring

    Not­end­ur sam­fé­lags­miðla hvatt­ir til að nota syk­ur­sýk­is­lyf í megr­un­ar­skyni

    Syk­ur­sýk­is­lyf­ið Ozempic sem fram­leitt er af dönsku lyfja­fyr­ir­tæki hef­ur not­ið mik­illa vin­sælda á sam­fé­lag­miðl­um síð­ustu mán­uði. Sala á lyf­inu jókst um 80% á einu ári eft­ir að not­end­ur deildu reynslu­sög­um sín­um af því hvernig hægt væri að nota Ozempic í megr­un­ar­skyni.
  • Telur þörf á pólitísku samtali um birtingu greinargerðar um Lindarhvol
    7
    Fréttir

    Tel­ur þörf á póli­tísku sam­tali um birt­ingu grein­ar­gerð­ar um Lind­ar­hvol

    Sam­kvæmt Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra væri æski­leg­ast að for­sæt­is­nefnd næði ein­hvers kon­ar sam­eig­in­legri nið­ur­stöðu um með­ferð grein­ar­gerð­ar setts rík­is­end­ur­skoð­anda um Lind­ar­hvol. „Við mun­um ekki leysa það með birt­ingu lög­fræði­álita sem hvert vís­ar í sína átt­ina.“
  • Netsvikarar höfðu 372 milljónir af Íslendingum í fyrra: Einn tapaði 80 milljónum
    8
    Fréttir

    Netsvik­ar­ar höfðu 372 millj­ón­ir af Ís­lend­ing­um í fyrra: Einn tap­aði 80 millj­ón­um

    Lög­regl­unni bár­ust 119 til­kynn­ing­ar um netsvik í fyrra. Fjár­hæð svik­anna nem­ur rúm­um 372 millj­ón­um króna. Eitt mál sker sig úr þar sem netsvik­ar­ar höfðu 80 millj­ón­ir af ein­um ein­stak­lingi.
  • Ólafur Páll Jónsson
    9
    AðsentLoftslagsbreytingar

    Ólafur Páll Jónsson

    Hin ein­beitta og sið­lausa heimska

    – eða hvers vegna er eng­inn um­hverf­is­ráð­herra á Ís­landi?
  • Notalegt að sofna við frásagnir af morðum
    10
    Viðtal

    Nota­legt að sofna við frá­sagn­ir af morð­um

    Áhugi á mann­legri hegð­un og nota­leg­heit­in við að sofna út frá frá­sögn af morði eða öðr­um sönn­um hryll­ingi er það sem sam­ein­ar fjöl­marga unn­end­ur sannra saka­mála. Heim­ild­in ræddi við þrjá eld­heita „true crime“-að­dá­end­ur.

Mest lesið í vikunni

Aðalsteinn hélt eldræðu á landsfundi - „Mér er algjörlega misboðið“
1
Fréttir

Að­al­steinn hélt eldræðu á lands­fundi - „Mér er al­gjör­lega mis­boð­ið“

Að­al­steinn Bald­urs­son verka­lýðs­forkólf­ur hélt ræðu á lands­þingi Vinstri grænna í dag þar sem hann skaut föst­um skot­um að for­ystu Efl­ing­ar og for­dæmdi þá hat­ursorð­ræðu sem hef­ur grass­er­að inn­an verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar sem og í stjórn­mál­un­um. „Oft­ar en ekki, eru þetta að­il­ar sem standa ut­an stétt­ar­fé­laga eða eru óvirk­ir fé­lags­menn. Menn sem vilja ala á óein­ingu inn­an hreyf­ing­ar­inn­ar og fá sem flest læk á sín­ar færsl­ur fyr­ir róg­burð og ærumeið­ing­ar,“ sagði hann.
„Ég er búin að fá nóg af lögreglunni“
2
Fréttir

„Ég er bú­in að fá nóg af lög­regl­unni“

Sig­ur­laug Hreins­dótt­ir er bú­in að fá nóg af lög­regl­unni og ósk­ar eft­ir áheyrn og virð­ingu gagn­vart sér og dótt­ur henn­ar heit­inn­ar frá lög­reglu­embætt­inu.
Sigrún Erla Hákonardóttir
3
Það sem ég hef lært

Sigrún Erla Hákonardóttir

Vald­ið til að bregð­ast við áföll­um

„Það sem verð­ur að vera, vilj­ug­ur skal hver bera,“ sagði fað­ir Sigrún­ar Erlu Há­kon­ar­dótt­ur við hana þeg­ar hún missti eig­in­mann sinn í hörmu­legu slysi fyr­ir ald­ar­fjórð­ungi. Líf­ið hef­ur kennt henni að þó að áföll­in breyti líf­inu og sjálf­inu á af­drifa­rík­an hátt, skipt­ir jafn miklu máli hvernig við tök­umst á við þau, með góðra manna hjálp.
Hvenær verður óbærilegt að búa í Reykjavík?
4
Úttekt

Hvenær verð­ur óbæri­legt að búa í Reykja­vík?

Loft­meng­un­ar­vand­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hef­ur náð nýj­um hæð­um á fyrstu tveim­ur mán­uð­um árs­ins. Þar veg­ur bílaum­ferð þyngst og með sí­fellt meiri fólks­fjölg­un og fleiri bíl­um á göt­um borg­ar­inn­ar virð­ist vand­inn að­eins versna.
Sagan af slæmum hliðum laxeldis og hvernig hægt er að bæta það
5
MenningLaxeldi

Sag­an af slæm­um hlið­um lax­eld­is og hvernig hægt er að bæta það

Tveir banda­rísk­ir blaða­menn, Douglas Frantz og Cat­her­ine Coll­ins, hafa gef­ið út bók um sjókvía­eldi á laxi. Bók­in fjall­ar fyrst og fremst um lax­eldi í Banda­ríkj­un­um og Kan­ada en svo er einnig rætt um eld­ið í Evr­ópu, með­al ann­ars í Nor­egi og á Ís­landi. Kjarni bók­ar­inn­ar snýst um að draga upp stóru mynd­ina af lax­eldi í heim­in­um, bæði kost­um þess og göll­um.
Morð á 12 ára vinkonu vekur spurningar og óhug
6
Erlent

Morð á 12 ára vin­konu vek­ur spurn­ing­ar og óhug

Ráð­gát­an um morð tveggja stúlkna á „bestu vin­konu“ sinni vek­ur spurn­ing­ar og hryll­ing í Þýskalandi. Þrett­án ára göm­ul hringdi ger­and­inn í for­eldra Luise, sem hún hafði þá myrt, og sagði hana vera á heim­leið.
Alcoa lét undan þrýstingi og borgar jafnvel tekjuskatt strax í ár
7
Fréttir

Alcoa lét und­an þrýst­ingi og borg­ar jafn­vel tekju­skatt strax í ár

Allt stefn­ir í að Alcoa muni greiða tekju­skatt á Ís­landi í ár. Það yrði þá í fyrsta sinn sem rík­ið fengi skatt af hagn­aði ál­vers­ins á Reyð­ar­firði. Lengi vel leit út fyr­ir að sér­samn­ing­ar ís­lenskra stjórn­valda við Alcoa gerðu það að verk­um að fé­lag­ið þyrfti aldrei að greiða skatt hér á landi. Gagn­rýni og þrýst­ing­ur varð til þess að fyr­ir­tæk­ið sjálft lét und­an og kaus að greiða hér skatt.

Mest lesið í mánuðinum

Skutlað sextán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“
1
Viðtal

Skutl­að sex­tán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“

Ingi­björg Lára Sveins­dótt­ir var sex­tán ára þeg­ar henni var ek­ið á Litla-Hraun í heim­sókn­ir til manns sem afplán­aði átta ára dóm fyr­ir full­komna am­feta­mín­verk­smiðju. Hún seg­ir sorg­legt að starfs­fólk hafi ekki séð hættu­merk­in þeg­ar hún mætti. Eng­inn hafi gert at­huga­semd við ald­ur henn­ar, þeg­ar henni var vís­að inn í her­bergi með steyptu rúmi þar sem henn­ar beið tölu­vert eldri mað­ur með hættu­leg­an af­brota­fer­il.
Skilin eftir með fanga á Litla-Hrauni: „Hræðilega vont“
2
Edda Falak#1

Skil­in eft­ir með fanga á Litla-Hrauni: „Hræði­lega vont“

Ingi­björg Lára Sveins­dótt­ir var í slag­togi við fanga á tán­ings­aldri og fór reglu­lega í heim­sókn­ir á Litla-Hraun. Eng­inn gerði at­huga­semd­ir við ung­an ald­ur henn­ar eða þroska.
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
3
Leiðari

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Erf­ið­ar kon­ur og rán­dýr­ir karl­ar – sem krefja aðra um kurt­eisi

Á með­an mis­skipt­ing eykst blöskr­ar fólki reiði lág­launa­fólks, og þeg­ar það nær ekki end­um sam­an er það kraf­ið um kurt­eisi.
Þekkt fólk í viðskiptalífinu á bak við vindmyllurnar
4
Úttekt

Þekkt fólk í við­skipta­líf­inu á bak við vind­myll­urn­ar

Er­lend stór­fyr­ir­tæki eru helstu leik­end­ur þeg­ar kem­ur að hugs­an­legri virkj­un vinds á Ís­landi. Í því skyni hafa þau feng­ið til liðs við sig fjölda fyrr­ver­andi þing­manna. Þá liggja þræð­ir inn í ís­lenska stjórn­sýslu og allt inn í rík­is­stjórn Ís­lands þeg­ar kem­ur að vindorku­verk­efn­um sem gætu velt millj­örð­um króna.
Ræstingafyrirtækið Dagar velti öllum kjarasamningshækkunum út í verðlag
5
Fréttir

Ræst­inga­fyr­ir­tæk­ið Dag­ar velti öll­um kjara­samn­ings­hækk­un­um út í verð­lag

Ræst­inga­fyr­ir­tæk­ið Dag­ar hækk­aði launa­lið í þjón­ustu­samn­ing­um sín­um um sem nam allri taxta­hækk­un í kjara­samn­ing­um SA og SGS. Þá sendi fyr­ir­tæk­ið við­skipta­vin­um sín­um bak­reikn­inga fyr­ir aft­ur­virkri hækk­un kjara­samn­ing­anna. Yf­ir tveir millj­arð­ar króna hafa ver­ið greidd­ir út í arð til hlut­hafa fyr­ir­tæk­is­ins á síð­ustu sjö ár­um. Stærstu eig­end­ur Daga eru Ein­ar og Bene­dikt Sveins­syn­ir.
Einsemdin verri en hungrið
6
ViðtalKostnaðurinn af fátæktinni

Ein­semd­in verri en hungr­ið

Syst­ir Lalla Johns, sem óx upp úr sama jarð­vegi, fór í aðra átt, klár­aði fjór­ar há­skóla­gráð­ur, en slapp ekki und­an byrði bernsk­unn­ar. Rósa Ólöf Ólafíu­dótt­ir grein­ir frá slæmri með­ferð yf­ir­valda á fá­tæku fólki, þar sem hungr­ið var ekki versta til­finn­ing­in.
Norðurál fjármagnaði áróðursherferð gegn Landsvirkjun
7
Rannsókn

Norð­ur­ál fjár­magn­aði áróð­urs­her­ferð gegn Lands­virkj­un

Norð­ur­ál fjár­magn­aði og skipu­lagði áróð­urs­her­ferð sem átti að veikja samn­ings­stöðu Lands­virkj­un­ar um raf­orku­verð. Eig­andi fyr­ir­tæk­is­ins gekkst við þessu og baðst af­sök­un­ar áð­ur en samn­ing­ar náð­ust ár­ið 2016. Her­ferð­in hafði ásýnd grasrót­ar­hreyf­ing­ar en var í raun þaul­skipu­lögð og fjár­mögn­uð með milli­göngu lítt þekkts al­manna­tengils.

Mest lesið í mánuðinum

  • Skutlað sextán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“
    1
    Viðtal

    Skutl­að sex­tán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“

    Ingi­björg Lára Sveins­dótt­ir var sex­tán ára þeg­ar henni var ek­ið á Litla-Hraun í heim­sókn­ir til manns sem afplán­aði átta ára dóm fyr­ir full­komna am­feta­mín­verk­smiðju. Hún seg­ir sorg­legt að starfs­fólk hafi ekki séð hættu­merk­in þeg­ar hún mætti. Eng­inn hafi gert at­huga­semd við ald­ur henn­ar, þeg­ar henni var vís­að inn í her­bergi með steyptu rúmi þar sem henn­ar beið tölu­vert eldri mað­ur með hættu­leg­an af­brota­fer­il.
  • Skilin eftir með fanga á Litla-Hrauni: „Hræðilega vont“
    2
    Edda Falak#1

    Skil­in eft­ir með fanga á Litla-Hrauni: „Hræði­lega vont“

    Ingi­björg Lára Sveins­dótt­ir var í slag­togi við fanga á tán­ings­aldri og fór reglu­lega í heim­sókn­ir á Litla-Hraun. Eng­inn gerði at­huga­semd­ir við ung­an ald­ur henn­ar eða þroska.
  • Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
    3
    Leiðari

    Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

    Erf­ið­ar kon­ur og rán­dýr­ir karl­ar – sem krefja aðra um kurt­eisi

    Á með­an mis­skipt­ing eykst blöskr­ar fólki reiði lág­launa­fólks, og þeg­ar það nær ekki end­um sam­an er það kraf­ið um kurt­eisi.
  • Þekkt fólk í viðskiptalífinu á bak við vindmyllurnar
    4
    Úttekt

    Þekkt fólk í við­skipta­líf­inu á bak við vind­myll­urn­ar

    Er­lend stór­fyr­ir­tæki eru helstu leik­end­ur þeg­ar kem­ur að hugs­an­legri virkj­un vinds á Ís­landi. Í því skyni hafa þau feng­ið til liðs við sig fjölda fyrr­ver­andi þing­manna. Þá liggja þræð­ir inn í ís­lenska stjórn­sýslu og allt inn í rík­is­stjórn Ís­lands þeg­ar kem­ur að vindorku­verk­efn­um sem gætu velt millj­örð­um króna.
  • Ræstingafyrirtækið Dagar velti öllum kjarasamningshækkunum út í verðlag
    5
    Fréttir

    Ræst­inga­fyr­ir­tæk­ið Dag­ar velti öll­um kjara­samn­ings­hækk­un­um út í verð­lag

    Ræst­inga­fyr­ir­tæk­ið Dag­ar hækk­aði launa­lið í þjón­ustu­samn­ing­um sín­um um sem nam allri taxta­hækk­un í kjara­samn­ing­um SA og SGS. Þá sendi fyr­ir­tæk­ið við­skipta­vin­um sín­um bak­reikn­inga fyr­ir aft­ur­virkri hækk­un kjara­samn­ing­anna. Yf­ir tveir millj­arð­ar króna hafa ver­ið greidd­ir út í arð til hlut­hafa fyr­ir­tæk­is­ins á síð­ustu sjö ár­um. Stærstu eig­end­ur Daga eru Ein­ar og Bene­dikt Sveins­syn­ir.
  • Einsemdin verri en hungrið
    6
    ViðtalKostnaðurinn af fátæktinni

    Ein­semd­in verri en hungr­ið

    Syst­ir Lalla Johns, sem óx upp úr sama jarð­vegi, fór í aðra átt, klár­aði fjór­ar há­skóla­gráð­ur, en slapp ekki und­an byrði bernsk­unn­ar. Rósa Ólöf Ólafíu­dótt­ir grein­ir frá slæmri með­ferð yf­ir­valda á fá­tæku fólki, þar sem hungr­ið var ekki versta til­finn­ing­in.
  • Norðurál fjármagnaði áróðursherferð gegn Landsvirkjun
    7
    Rannsókn

    Norð­ur­ál fjár­magn­aði áróð­urs­her­ferð gegn Lands­virkj­un

    Norð­ur­ál fjár­magn­aði og skipu­lagði áróð­urs­her­ferð sem átti að veikja samn­ings­stöðu Lands­virkj­un­ar um raf­orku­verð. Eig­andi fyr­ir­tæk­is­ins gekkst við þessu og baðst af­sök­un­ar áð­ur en samn­ing­ar náð­ust ár­ið 2016. Her­ferð­in hafði ásýnd grasrót­ar­hreyf­ing­ar en var í raun þaul­skipu­lögð og fjár­mögn­uð með milli­göngu lítt þekkts al­manna­tengils.
  • Þórður Snær Júlíusson
    8
    Leiðari

    Þórður Snær Júlíusson

    Það er ver­ið að tala við ykk­ur

    Það er fá­tækt á Ís­landi. Mis­skipt­ing eykst og byrð­arn­ar á venju­legt fólk þyngj­ast. Á með­an læt­ur rík­is­stjórn Ís­lands eins og ástand­ið komi henni ekki við og hún geti ekk­ert gert.
  • Kalkþörungafélagið staðið að skattaundanskotum
    9
    Afhjúpun

    Kalk­þör­unga­fé­lag­ið stað­ið að skattaund­an­skot­um

    Eig­end­ur Ís­lenska kalk­þör­unga­fé­lags­ins á Bíldu­dal hafa ár­um sam­an keypt af­urð­ir verk­smiðj­unn­ar á und­ir­verði og flutt hagn­að úr landi. Skatt­ur­inn komst að þeirri nið­ur­stöðu eft­ir að hafa rann­sak­að skatt­skil fé­lags­ins á fimm ára tíma­bili. Á 15 ára starfs­tíma verk­smiðj­unn­ar hef­ur hún aldrei greitt tekju­skatt. „Við er­um ekki skattsvik­ar­ar,“ seg­ir for­stjóri fé­lags­ins.
  • Meðallaun 15 forstjóra í Kauphöll voru 7,1 milljón króna í fyrra
    10
    Úttekt

    Með­al­laun 15 for­stjóra í Kaup­höll voru 7,1 millj­ón króna í fyrra

    Há laun, um­fangs­mik­il mót­fram­lög í líf­eyr­is­sjóði, kaupauk­ar og kauprétt­ir eru allt hluti af veru­leika for­stjóra ís­lenskra stór­fyr­ir­tækja. Sá sem fékk mest á mán­uði í fyrra var með næst­um 19 millj­ón­ir króna að með­al­tali á mán­uði. Með­al­laun 15 for­stjóra í skráð­um fyr­ir­tækj­um hækk­uðu um 22 pró­sent milli ára og hafa hækk­að um rúm­lega þriðj­ung á tveim­ur ár­um.

Nýtt efni

Þegar framtíðin hverfur má leita skjóls í eldamennsku
GagnrýniHo did I get to the bomb shelter

Þeg­ar fram­tíð­in hverf­ur má leita skjóls í elda­mennsku

List­fræð­ing­ur­inn Mar­grét Elísa­bet Ólafs­dótt­ir brá sér í Nor­ræna hús­ið og rýndi í sýn­ingu lista­manna frá Úkraínu.
Njáls saga Einars Kárasonar – með Flugumýrartvisti
GagnrýniNálsbrennusaga og flugumýrartvist

Njáls saga Ein­ars Kára­son­ar – með Flugu­mýr­art­visti

Leik­hús­fræð­ing­ur­inn Jakob S. Jóns­son skellti sér í Borg­ar­nes og sá Ein­ar Kára­son í Land­náms­setrinu.
Fyrirbæri: Miðstöð listamanna og áhugafólks um myndlist
MenningHús & Hillbilly

Fyr­ir­bæri: Mið­stöð lista­manna og áhuga­fólks um mynd­list

Í húsi á Æg­is­göt­unni sem byggt var fyr­ir verk­smiðju eru nú vinnu­stof­ur lista­manna, sýn­ing­ar­sal­ur og vett­vang­ur fyr­ir fólk sem vill kaupa sam­tíma­list beint af vinnu­stof­um lista­manna.
Vel gerlegt að ná verðbólguvæntingunum niður – „Ég hef trú á því og við munum skila því í hús“
Fréttir

Vel ger­legt að ná verð­bólgu­vænt­ing­un­um nið­ur – „Ég hef trú á því og við mun­um skila því í hús“

Það er stað­reynd að mark­að­irn­ir hafa misst trú á að stjórn­völd nái verð­bólg­unni nið­ur á næstu miss­er­um, sam­kvæmt fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra. „Við verð­um að gang­ast við því,“ seg­ir hann. Taka þurfi hönd­um sam­an og ná nið­ur verð­bólgu­vænt­ing­un­um.
Lögreglan rannsakar stórfellt brot í nánu sambandi og tilraun til manndráps
Fréttir

Lög­regl­an rann­sak­ar stór­fellt brot í nánu sam­bandi og til­raun til mann­dráps

Lög­regl­an á Suð­ur­nesj­um hef­ur haft til rann­sókn­ar ætl­að stór­fellt brot í nánu sam­bandi og ætl­aða til­raun til mann­dráps frá 25. fe­brú­ar. Karl­mað­ur á fer­tugs­aldri hef­ur ver­ið í gæslu­varð­haldi frá því að mál­ið kom upp.
Loftslagsráðherra og raunveruleikinn
Tryggvi Felixson
Aðsent

Tryggvi Felixson

Lofts­lags­ráð­herra og raun­veru­leik­inn

Formað­ur Land­vernd­ar seg­ir að til að leysa lofts­lags­vand­ann sé nauð­syn­legt að beita meng­un­ar­bóta­regl­unni á alla geira at­vinnu­lífs­ins. Bæði OECD og Al­þjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn hafi ít­rek­að bent á að skatt­ar og gjöld á meng­un séu skil­virk­asta leið­in til að ná mark­mið­um í um­hverf­is­mál­um. „Það er löngu tíma­bært að rík­is­stjórn­in og lofts­lags­ráð­herra við­ur­kenni hið aug­ljósa í þess­um mál­um.“
Hefði stutt útlendingafrumvarpið hefði hún verið á landinu
Fréttir

Hefði stutt út­lend­inga­frum­varp­ið hefði hún ver­ið á land­inu

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra skil­ur vel að út­lend­inga­mál séu um­deild en hún seg­ir að á lands­fundi Vinstri grænna hafi eigi að síð­ur kom­ið fram yf­ir­gnæf­andi stuðn­ing­ur við þing­menn hreyf­ing­ar­inn­ar og ráð­herra. Sex þing­menn VG sam­þykktu út­lend­inga­frum­varp dóms­mála­ráð­herra í síð­ustu viku.
Lygar, járnsprengjur og heitt blý
Flækjusagan

Lyg­ar, járn­sprengj­ur og heitt blý

Tveir gaml­ir menn bú­ast til brott­ferð­ar í Banda­ríkj­un­um, Daniel Ells­berg og Jimmy Cart­er, fyrr­ver­andi for­seti. Báð­ir reyndu að bæta heim­inn, hvor á sinn hátt.
Listræn sýn að handan
Viðtal

List­ræn sýn að hand­an

Gjörn­inga­klúbb­inn þarf vart að kynna en hann stofn­uðu Eirún Sig­urð­ar­dótt­ir, Jóní Jóns­dótt­ir og Sigrún Hrólfs­dótt­ir ár­ið 1996 en síð­ast­nefnd hef­ur ekki starf­að með hópn­um síð­an 2016. Í Í gegn­um tíð­ina hef­ur Gjörn­inga­klúbbur­inn sýnt og kom­ið fram á fjölda einka- og sam­sýn­inga úti um all­an heim, já, og brall­að ýmsi­legt í merku sam­starfi við ann­að lista­fólk, eins og marg­ir vita.
Ausa sér yfir ríkisstjórnina vegna vaxtahækkana
Fréttir

Ausa sér yf­ir rík­is­stjórn­ina vegna vaxta­hækk­ana

Nokkr­ir þing­menn létu stór orð falla á Al­þingi í dag eft­ir stýri­vaxta­hækk­un Seðla­banka Ís­lands. Einn þing­mað­ur sagði að rík­is­stjórn­in væri „kjark­laus og verk­stola“ og ann­ar að hún styddi „að­för að al­menn­ingi“. Enn ann­ar sagði að nú þyrfti þing­ið að hefja sig yf­ir „hvers­dags­þras­ið“ og leita sam­eig­in­legra lausna til að rétta við bók­hald rík­is­ins.
Bókatíð
Friðgeir Einarsson
Pistill

Friðgeir Einarsson

Bóka­tíð

Frið­geir Ein­ars­son gerði heið­ar­lega til­raun til að lesa sig inn í sumar­ið. „Ég var bú­inn að upp­hugsa dá­góð­an lista, þeg­ar það fór snögg­lega aft­ur að kólna.“
Á bilinu tveir til 166 leikskólakennarar hafa útskrifast árlega frá 2005
Fréttir

Á bil­inu tveir til 166 leik­skóla­kenn­ar­ar hafa út­skrif­ast ár­lega frá 2005

Braut­skrán­ing­um úr leik­skóla­kenn­ara­fræði fækk­aði gríð­ar­lega eft­ir að nám­ið var lengt úr þrem­ur í fimm ár­ið 2008. Braut­skrán­ing­um fer nú aft­ur fjölg­andi eft­ir að meist­ara­nám til kennslu var inn­leitt ár­ið 2020 auk laga­breyt­ing­ar sem veit­ir kennslu­rétt­indi óháð skóla­stigi. Því er ekki víst að all­ir leik­skóla­kenn­ar­ar skili sér inn á leik­skóla­stig­ið.

Mest lesið undanfarið ár

  • Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
    1
    Rannsókn

    Jón Bald­vin við nem­anda: „Viltu hitta mig eft­ir næsta tíma“

    Fimmtán ára stúlka í Haga­skóla hélt dag­bók vor­ið 1970 þar sem hún lýs­ir kyn­ferð­is­leg­um sam­skipt­um við Jón Bald­vin Hanni­bals­son sem þá var 31 árs gam­all kenn­ari henn­ar. Í bréfi sem hann sendi stúlk­unni seg­ist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu henn­ar.
  • Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
    2
    Eigin Konur#75

    Fylgdi móð­ur sinni í einka­flug­vél

    Ragn­heið­ur er að­eins 15 ára göm­ul en hún fór með mömmu sinni til Nor­egs með einka­flug­vél að sækja bræð­ur sína. Sam­fé­lags­miðl­ar gera börn­um kleift að tjá sig op­in­ber­lega og hef­ur Ragn­heið­ur ver­ið að segja sína sögu á miðl­in­um TikT­ok. Hún tal­ar op­in­skátt um mál­ið sitt eft­ir að barna­vernd og sál­fræð­ing­ur brugð­ust henni. Hvenær leyf­um við rödd barna að heyr­ast? Í þessu við­tali seg­ir Ragn­heið­ur stutt­lega frá því sem hún er nú þeg­ar að tala um á TikT­ok og hver henn­ar upp­lif­un á ferða­lag­inu til Nor­egs var.
  • Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
    3
    Viðtal

    Þar sem ósýni­lega fólk­ið býr í borg­inni

    „Þetta var ör­ugg­asti stað­ur­inn minn,“ seg­ir Alma Lind Smára­dótt­ir þeg­ar hún opn­ar inn í ruslageymslu í bíla­kjall­ara í Reykja­vík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvæld­ist um göt­ur bæj­ar­ins. Borg­in sést í öðru ljósi þeg­ar hún er séð með aug­um heim­il­is­lausra, ósýni­lega fólks­ins, þeirra sem flest­ir líta fram hjá eða hrekja burt. Ít­ar­legt og einlgæt við­tal við Ölmu Lind birt­ist í 162. tölu­blaði Stund­ar­inn­ar og má lesa í heild á slóð­inni: htt­ps://stund­in.is/grein/16051/
  • Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
    4
    Eigin Konur#82

    Fjöl­skyld­an flakk­aði milli hjól­hýsa og hót­ela: Gagn­rýn­ir að barna­vernd skyldi ekki grípa fyrr inn í

    „Ég byrj­aði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eft­ir skóla, því mað­ur vissi aldrei hvar mað­ur myndi vera næstu nótt,“ seg­ir Guð­rún Dís sem er 19 ára. Í við­tali við Eig­in Kon­ur seg­ir hún frá upp­lif­un sinni af því að al­ast upp hjá móð­ur með áfeng­is­vanda. Hún seg­ir að líf­ið hafa breyst mjög til hins verra þeg­ar hún var 12 ára því þá hafi mamma henn­ar byrj­að að drekka. Þá hafi fjöl­skyld­an misst heim­il­ið og eft­ir það flakk­að milli hjól­hýsa og hót­ela. Guð­rún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eft­ir að móð­ir henn­ar op­in­ber­aði sögu sína á YouTu­be. Guð­rún Dís hef­ur lok­að á öll sam­skipti við hana. Guð­rún seg­ir að þó mamma henn­ar glími við veik­indi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagn­rýn­ir starfs­fólk barna­vernd­ar fyr­ir að hafa ekki grip­ið inn í miklu fyrr. Ábyrgð­ar­mað­ur og rit­stjóri Eig­in kvenna er Edda Falak.
  • „Ég get ekki lifað við þessa lygi“
    5
    Viðtal

    „Ég get ekki lif­að við þessa lygi“

    Sig­ur­laug Hreins­dótt­ir seg­ir lög­regl­una hafa brugð­ist þeg­ar dótt­ir henn­ar hvarf fyr­ir fimm ár­um síð­an. Nefnd um eft­ir­lit með störf­um lög­reglu ger­ir fjöl­marg­ar at­huga­semd­ir við fram­göngu lög­reglu í mál­inu og bein­ir til­mæl­um um úr­bæt­ur til rík­is­lög­reglu­stjóra. „Ég biðst ein­lægr­ar af­sök­un­ar,“ skrif­ar Grím­ur Gríms­son, sem var hamp­að sem hetju og tók á móti við­ur­kenn­ingu sem mað­ur árs­ins. „Það var ótrú­lega sárt,“ seg­ir Sig­ur­laug. Sér hafi ver­ið fórn­að fyr­ir ímynd lög­regl­unn­ar.
  • „Hann hefur ekki beðist afsökunar“
    6
    Fréttir

    „Hann hef­ur ekki beðist af­sök­un­ar“

    Tón­list­ar­mað­ur­inn Auð­unn Lúth­ers­son, sem kall­ar sig Auð­ur, hef­ur við­ur­kennt að hafa far­ið „yf­ir mörk“ í sam­skipt­um við kon­ur. Kon­ur lýsa ágengni og meið­andi fram­komu sem hann hafi aldrei axl­að ábyrgð á.
  • Helga Sif og Gabríela Bryndís
    7
    Eigin Konur#80

    Helga Sif og Gabrí­ela Bryn­dís

    Helga Sif stíg­ur nú fram í við­tali við Eig­in kon­ur eft­ir að barns­fað­ir henn­ar birti gerð­ar­dóm í for­sjár­deilu þeirra og nafn­greindi hana og börn­in á Face­book. Helga Sif og börn­in hafa lýst and­legu og kyn­ferð­is­legu of­beldi föð­ur­ins og börn­in segj­ast hrædd við hann. Sál­fræð­ing­ar telja hann engu að síð­ur hæf­an fyr­ir dómi. Nú stend­ur til að færa 10 ára gam­alt lang­veikt barn þeirra til föð­ur­ins með lög­reglu­valdi. Gabrí­ela Bryn­dís er sál­fræð­ing­ur og einn af stofn­end­um Lífs án of­beld­is og hef­ur ver­ið Helgu til að­stoð­ar í mál­inu. Ábyrgð­ar­mað­ur og rit­stjóri Eig­in kvenna er Edda Falak.
  • Lifði af þrjú ár á götunni
    8
    Viðtal

    Lifði af þrjú ár á göt­unni

    Alma Lind Smára­dótt­ir end­aði á göt­unni eft­ir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvæld­ist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þeg­ar hún varð barns­haf­andi á ný mætti barna­vernd á fæð­ing­ar­deild­ina og fór fram á að hún myndi af­sala sér barn­inu.
  • „Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
    9
    Afhjúpun

    „Hann var ekki að kaupa að­gengi að mér þeg­ar hann lán­aði mér pen­ing“

    Katrín Lóa Kristrún­ar­dótt­ir þótt­ist hepp­in þeg­ar henni var tjáð af vinnu­veit­anda sín­um, Helga Vil­hjálms­syni í Góu, að hann gæti lán­að henni fyr­ir út­borg­un í íbúð. Hún hefði þó aldrei þeg­ið slíkt lán ef hún hefði vit­að hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýs­ir því að eft­ir lán­veit­ing­una hafi hún þurft að sitja und­ir kyn­ferð­is­legri áreitni Helga svo mán­uð­um skipti. Helgi bið­ur Katrínu Lóu af­sök­un­ar á fram­ferði sínu.
  • Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
    10
    Úttekt

    Mata-veld­ið: Skattaund­an­skot og sam­keppn­is­brot í skjóli rík­is­ins

    Mata-systkin­in og fyr­ir­tæki þeirra hafa ít­rek­að ver­ið gerð aft­ur­reka með við­skiptaflétt­ur sem fólu í sér að koma mörg hundruð millj­óna hagn­aði und­an skatti. Á sama tíma og fyr­ir­tæki fjöl­skyld­unn­ar byggja hagn­að sinn á sölu mat­væla und­ir toll­vernd, hafa þau greitt há­ar sekt­ir fyr­ir sam­keppn­is­brot og lagst í ómælda vinnu við að kom­ast und­an því að greiða skatta hér á landi, með við­skiptaflétt­um í gegn­um þekkt skatta­skjól.