Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

„Enginn hefur áhuga á að mæta Rússum“

Formað­ur KKÍ seg­ir all­ar lík­ur á að sam­band­ið muni gefa út yf­ir­lýs­ingu um að lands­l­ið Ís­lands í körfuknatt­leik muni ekki mæta Rúss­um. Stutt er í leik kvenna­lands­liðs­ins í knatt­spyrnu gegn Hvít-Rúss­um.

„Enginn hefur áhuga á að mæta Rússum“
Munu væntanlega ekki mæta Rússum Hannes Sigurbjörn Jónsson segir líklegt að KKÍ gefi út yfirlýsingu um að landslið Íslands muni ekki mæta þeim rússnesku. Hann vill þó sjá að Alþjóðakörfuknattleikssambandið vísi Rússum hreinlega úr keppni. Mynd: KKÍ

Íslensk landslið í knattspyrnu og í körfuknattleik ættu að mæta bæði Rússum og Hvít-Rússum á næstu mánuðum, í undankeppni heimsmeistaramóta og í þjóðadeildinni. Eftir innrás Rússa í Úkraínu, og stuðnings Hvít-Rússa við hana, er vaxandi þungi á sérsambönd að útiloka Rússa frá keppni auk þess sem skorað er á landslið annarra ríkja að neita að taka þátt í fyrirhuguðum leikjum við rússnesk landslið. Þannig hafa Pólverjar til að mynda gefið út að þeir muni ekki mæta til leiks gegn Rússum í marsmánuði. Enn hafa engar slíkar yfirlýsingar verið gefnar út hér á landi.

Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik á að mæta Rússum hér heima 4. júlí næstkomandi í undankeppni heimsmeistaramótsins. Hannes Sigurbjörn Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, segir að enn hafi ekki verið rætt formlega innan sambandsins hvaða afstöðu það taki varðandi leikinn, enda var karlalandsliðið í verkefni nú um helgina þegar það mætti Ítalíu, fyrst á fimmtudagskvöld hér heima og svo úti á Ítalíu í gær. Því hafi öll orka farið í það verkefni. Hins vegar hafi menn rætt óformlega á milli sín.

„Enginn hefur áhuga á að mæta Rússum eins og staðan er núna. Það á ekki bara við um okkur Íslendinga, Norðurlandaþjóðirnar eru að tala saman og ég heyri að þar hefur enginn áhuga á að spila við Rússa,“ segir Hannes í samtali við Stundina.

„En það eru allir í kringum okkur sem hafa óbeit á þessum stríðsrekstri Rússa“
Hannes Sigurbjörn Jónsson
Formaður KKÍ

Boðaður er stjórnarfundur hjá KKÍ á mánudaginn eftir viku og segir Hannes að hann geri ráð fyrir að þá verði tekin ákvörðun um að íslensk landslið ætli ekki að mæta til leiks gegn landsliðum Rússlands. Í öllu falli verði ákveðið að skora á Alþjóða körfuknattleikssambandið (FIBA) að útiloka Rússa frá keppnum sambandsins. „Það hefur ekki verið tekin ákvörðun en eins og staðan er núna munum við ábyggilega gefa út yfirlýsingu um að við munum ekki mæta þeim. Við erum þó að pressa á FIBA um að taka þá ákvörðun að vísa Rússum úr keppninni. Þetta eru ennþá óformlega samtöl, þó veit ég að einhver lönd hafa sent þeim formleg erindi um það. Við munum senda FIBA erindi þess efnis og það hefur komið til tals að Norðurlöndin gera það sameiginlega.  Ég vona að FIBA taki aðra ákvörðun en FIFA, mér finnst alls ekki nógu langt gengið hjá FIFA.“

Hannes segir að hann hafi ekki rætt sérstaklega við leikmenn landsliðsins, þeir hafi enda haft hugann allan við leikinn gegn Ítalíu. „En það eru allir í kringum okkur sem hafa óbeit á þessum stríðsrekstri Rússa. Ég greini það mjög vel.“

KSÍ segir stöðuna gjörbreytta

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu á útileik gegn Hvíta-Rússlandi þann 7. apríl og karlalandsliðið mætir Rússum að óbreyttu ytra 10. júní. Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, ákvað að víkja Rússum ekki úr keppnum FIFA. Þess í stað var látið duga að setja Rússum skilyrði. Rússar megi eingöngu leika heimaleiki sína á hlutlausum völlum án áhorfenda, engir fánar verði leyfðir og þjóðsöngur Rússlands ekki leikinn. Þá fái liðin ekki að leika undir merkjum Rússlands heldur undir merkjum knattspyrnusambands Rússlands. FIFA hefur þó sagt að ekki sé enn útilokað að Rússum verði vikið alfarið úr keppnum.

Þegar hafa nokkur knattspyrnusambönd gefið það út að þau muni ekki leika gegn Rússum. Pólska karlalandsliðið á leik gegn þeim 24. mars í Moskvu en hefur gefið út að liðið muni ekki mæta í þann leik. Enska knattspyrnusambandið hefur gefið út að ensk landslið muni ekki mæta rússneskum. Þá hafa leikmenn í einhverjum tilfellum gefið út samsvarandi yfirlýsingar.

Vanda Sigurgeirsdóttir, nýendurkjörinn formaður KSÍ,  gat ekki svarað fyrirspurn Stundarinnar sökum veikinda. Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri segir að verið að sé að skoða málin, einkum varðandi leikinn gegn Hvíta-Rússlandi sem er styttra í. „Staðan hefur gjörbreyst eftir innrásina, við erum að safna gögnum en það er ekkert ljóst ennþá.“

„Mér finnst það þurfa að koma sterklega til skoðunar, það er ekkert leyndarmál“
Hafsteinn Pálsson, 2. varaforseti ÍSÍ
um hvort sambandið eigi að beita sér fyrir því að íþróttakappleikir gegn Rússum verði sniðgengnir.

Hafsteinn Pálsson, 2. varaforseti Íþrótta- og ólympíusambands Íslands (ÍSÍ), hefur á sinni eigin Facebook-síðu lýst mikill samstöðu með Úkraínu og andstöðu við innrás Rússa. Spurður hvort það hafi farið fram umræða innan ÍSÍ um málið, og hvort komi til greina að gefa út yfirlýsingu þar sem sérsambönd verði hvött til að sniðganga íþróttakappleiki gegn Rússum svaraði Hafsteinn því til að boðaður sé stjórnarfundur á fimmtudaginn. Ekki sé komin dagskrá fyrir þann fund svo hann viti ekki hvort málið komi þar til umræðu. Spurður hvort hann sé þeirrar skoðunar að ÍSÍ ætti að beita sér með þeim hætti svaraði Hafsteinn: „Mér finnst það þurfa að koma sterklega til skoðunar, það er ekkert leyndarmál.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Þú verður bráðum besti engill í heimi“
4
Fréttir

„Þú verð­ur bráð­um besti eng­ill í heimi“

„Það er ekk­ert rétt­læti í því að við sé­um hér í dag,“ sagði Guðni Már Harð­ar­son prest­ur við jarð­ar­för Bryn­dís­ar Klöru Birg­is­dótt­ur í Hall­gríms­kirkju í dag. Óbæri­leg fórn Bryn­dís­ar, „skal, og verð­ur að bjarga manns­líf­um,“ skrif­uðu for­eldr­ar henn­ar í yf­ir­lýs­ingu eft­ir and­lát henn­ar. Prest­arn­ir sem jarð­sungu Bryn­dísi köll­uðu jafn­framt eft­ir að­gerð­um til þess að auka ör­yggi í sam­fé­lag­inu.
Sérfræðingar senda út neyðarkall: Hafa aldrei farið nær mörkunum
6
GreiningLoftslagsvá

Sér­fræð­ing­ar senda út neyð­arkall: Hafa aldrei far­ið nær mörk­un­um

Á sama tíma og hita­met voru sleg­in víða í sum­ar og vís­inda­fólk tal­aði um for­dæma­lausa hita af völd­um hlýn­un­ar jarð­ar voru gul­ar og app­el­sínu­gul­ar við­v­arn­ir í gildi á Ís­landi, með­al ann­ars vegna snjó­komu. Veð­ur­stofa Ís­lands tel­ur „vel mögu­legt“ að vegna hugs­an­legr­ar trufl­un­ar á varma­flutn­ingi inn á hluta af Norð­ur-Atlants­hafi kólni hér á með­an hitn­ar víð­ast hvar ann­ars stað­ar.
Með minnisblað í vinnslu um mögulega kólnun Íslands
9
ViðtalLoftslagsvá

Með minn­is­blað í vinnslu um mögu­lega kóln­un Ís­lands

Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son, ráð­herra lofts­lags­mála, tel­ur nýja að­gerða­áætl­un í lofts­lags­mál­um miklu betri grunn fyr­ir ákvarð­ana­töku en áð­ur hafi kom­ið fram. Hann tel­ur raun­hæft að Ís­land standi við skuld­bind­ing­ar sín­ar um sam­drátt fram til árs­ins 2030, en horf­ir til þess að svo­kall­að­ur ETS-sveigj­an­leiki verði áfram nýtt­ur í því skyni að draga úr kröf­um um sam­drátt í sam­fé­lags­los­un.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
1
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Ríkið lagði beingreiðslur beint inn á KS
2
Viðskipti

Rík­ið lagði bein­greiðsl­ur beint inn á KS

Þrátt fyr­ir að lög hafi í tæp þrjá­tíu ár kveð­ið skýrt á um að bein­greiðsl­ur til bænda skuli ein­ung­is greidd­ar bænd­um var það fyrst fyr­ir ári sem rík­ið hætti að leggja þær inn á þriðja að­ila. Kaup­fé­lag Skag­firð­inga fékk í mörg­um til­fell­um slík­ar greiðsl­ur lagð­ar inn á sinn reikn­ing. KS lán­aði bónda á fimmta tug millj­óna króna fyr­ir kvóta­kaup­um í fyrra, vaxta­laust og óverð­tryggt.
Ragnhildur Helgadóttir
4
Pistill

Ragnhildur Helgadóttir

„Þú átt ekki að vera hér“

Ragn­hild­ur Helga­dótt­ir, blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar, var mætt á Al­þingi í dag til að fylgj­ast með þing­setn­ing­unni, af­ar há­tíð­leg­um at­burði þar sem marg­ar og strang­ar regl­ur gilda, eins og raun­ar al­mennt í þing­hús­inu. Þing­mað­ur Við­reisn­ar vatt sér að Ragn­hildi og sagði að hún minnti á mann­fræð­ing þarna með stíla­bók­ina sína, en það var al­deil­is nóg sem hægt var að punkta nið­ur. Golli nýtti hins veg­ar mynda­vél­ina sína til að fanga stemn­ing­una.
„Hann vildi ekki fá þjónustu frá mér vegna þess að ég væri útlendingur“
5
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Hann vildi ekki fá þjón­ustu frá mér vegna þess að ég væri út­lend­ing­ur“

Wend­ill Viejo, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, seg­ir að gera megi bet­ur í því að taka á for­dóm­um gegn er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki. Wend­ill fór í ís­lensku­nám um leið og hann kom til lands­ins og fann sjálf­ur fyr­ir meiri for­dóm­um þeg­ar hann tal­aði minni ís­lensku. Hann starfar nú með fólki á erf­ið­ustu augna­blik­um lífs­ins á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala.
„Ekki Sjálfstæðisflokkinn“ svara Sjálfstæðismenn til áratuga
8
Allt af létta

„Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ svara Sjálf­stæð­is­menn til ára­tuga

„Ef það væru kosn­ing­ar á morg­un, hvern mynd­irðu kjósa?“ spyr Ás­geir Bolli Krist­ins­son menn reglu­lega sem hafa kos­ið Sjálf­stæð­is­flokk­inn í ára­tugi – jafn­vel hálfa öld. „Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ er svar­ið. „Mið­flokk­inn“ fylg­ir gjarn­an í kjöl­far­ið. Bolli ákvað að grípa til sinna ráða til þess að smala óánægju­fylg­inu „heim“ en tel­ur hæp­ið að Val­höll verði við beiðni hans um svo­kall­að­an DD-lista.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár