Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, þar sem fjallað er um loftslags- og umhverfismál, eru aðeins örfá fastsett markmið sem til þess eru fallin að draga úr losun Íslands á gróðurhúsalofttegundum. Þar sem þeirra markmiða sér stað er hins vegar afar óljóst hvaða leiðir á að fara að þeim. Þá má með fullri sanngirni halda því fram að sum umræddra markmiða séu vart raunhæf; í það minnsta þurfi töluvert góðan skerf af bjartsýni til að trúa því að þau náist. Á það meðal annars við markmið um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040.
Stærstur hluti umfjöllunar um loftslags- og umhverfismál í sáttmálanum eru almennt orðuð stefnumið. Í sumum tilfellum ekki annað en orðavaðall. Þannig segir meðal annars að beita eigi „jákvæðum hvötum til fjárfestinga og skilvirkum ívilnunum“ samhliða gjaldtöku vegna losunar gróðurhúsalofttegunda. Eina fastsetta markmiðið sem augljóslega er hægt að standa við í sáttmálanum snýr að því að ekki verði gefin út leyfi til olíuleitar …
Athugasemdir