„Snæfellsjökul getum við horft á hverfa fyrir augunum á okkur á næstu áratugum,“ segir Guðfinna Aðalgeirsdóttir, jöklasérfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands. „Við getum ekki sagt nákvæmlega hvenær hann hverfur, það fer eftir hve losun gróðurhúsalofttegunda verður mikil á næstu áratugum. Það er í rauninni lykilatriði. Það eru nú þegar miklar breytingar að eiga sér stað. Við sjáum þær. Alls staðar á landinu eru jöklarnir að hopa.“
Við höfum þegar séð íslenska jökla hverfa, það er ekki bara framtíðarmúsík eða spádómar. Haustið 2014 var jökullinn Oktil að mynda afskráður sem slíkur þegar hann var hættur að skríða undan eigin þunga. Minningarstund sem haldin var um jökulinn árið 2019 vakti heimsathygli en þá söfnuðust vísindamenn og kvikmyndagerðarfólk saman á fjallinu þar sem jökullinn hafði áður setið. Flutt voru minningarorð og skjöldur reistur með áletruninni: „Þetta minnismerki er til vitnis um að við vitum hvað er að gerast og hvað þarf …
https://agbjarn.blog.is/album/Oflokkad/image/601654/