Hitastig á Íslandi hefur hækkað verulega frá því að hér hófust skipulegar veðurmælingar. Þegar gögn um hitamælingar eru skoðaðar á tímabilinu frá 1830 til 2019 sést að hækkunin hefur verið afgerandi upp á við þó að inn á milli hafi komið mælanleg kuldaköst.
„Það er alveg klárt að þessi kynslóð sem núna er á dögum hefur horft á að síðustu tuttugu og fimm árin hefur hlýnað gríðarlega mikið og það er með hröðustu hlýnunartímabilum Íslandssögunnar,“ segir Tómas Jóhannesson, doktor í jarðeðlisfræði og fagstjóri á sviði jöklafræði hjá Veðurstofu Íslands. „Það er mismunandi eftir stöðum á jörðinni hvort þessi hlýnun er að koma fram frá ári til árs eða hvort það verður smá hiksti. Frá ári til árs hefur ekki hlýnað núna síðustu 10 árin en afleiðingarnar af þeirri hlýnun sem orðin er, hún er að koma alltaf skýrar og skýrar fram.“
Skörp hækkun síðustu 15 ára hefur verið meiri en …
Athugasemdir (1)