Þröstur Bjarni Eyþórsson segir það bæði hafa verið erfitt og hættulegt að þurfa að treysta á rafmagn úr heimavirkjun í Núpá í Sölvadal í Eyjafirði þar eð ekki hafi fengist lagt rafmagn inn í dalinn af hálfu opinberra aðila. Sú hætta hafi raungerst með hörmulegum hætti í desember árið 2019 þegar Leif Magnús Grétarsson Thisland lést eftir að krapaflóð hreif hann með sér þegar þeir Þröstur Bjarni voru að reyna að koma virkjuninni í gang.
Þröstur Bjarni er aðkomumaður í Eyjafirði, ættaður úr Mýrdalnum þar sem hann ólst upp við búskap. Norður í Sölvadal, í Eyvindarstaði þar sem hann bjó, kom hann ekki fyrr en fyrr þetta sama ár, 2019, en hafði þó tengingar þangað norður fyrir.
„Ég kaupi Eyvindarstaði árið 2019, og er þarna í raun í allt of stuttan tíma. Ég fór norður í snjósleðaferð til Hauks frænda míns, sonar Halldórs [Viðars Haukssonar], og það kom til tals …
Athugasemdir (1)