Í þessu blaði Stundarinnar, þar sem megináhersla er á umhverfis- og loftslagsmál, fannst Hillbilly tilvalið að ræða við myndlistarmann sem notar tilfallandi efni í sinni listsköpun. Vegna efnisvalsins verða verk Tinnu óumflýjanlega pólitísk á einhvern hátt þar sem hún reynir eftir fremsta megni að bæta ekki við nýjum hlutum í nú þegar yfirhlaðinn efnisheim. Um þessar mundir veltir Tinna fyrir sér aðhlynningu eða umönnun (e. Care), þá býttir ekki hvort um sé að ræða að hlúa að náttúrunni, öllu efni, hvort öðru og sjálfum sér.
Stofn
„Mér finnst það vera siðferðisleg skylda mín að vinna með efnivið sem er umhverfisvænn,“ segir Tinna, sem eins og fyrr segir vinnur með afgangsefni, svo sem notaðar umbúðir og textíl. Tinna heldur áfram, „ég reyni alltaf, ef það hentar hugmyndinni, að troða inn í verkin einhverjum afgangsefnum, efnum sem falla til, einhverju sem ég finn og safna, eitthvað sem kemur til mín. Alls ekki …
Athugasemdir