Það eru tæp þrjátíu ár síðan Evrópusambandið bannaði það sem kallað er „kerfisbundnar halaklippingar“ á grísum. Þrátt fyrir það eru halar nær allra grísa á svínabúum í löndum sambandsins enn klipptir.
Samtök dýralækna í Evrópu hafa hvatt til þess að þessum klippingum verði alfarið hætt þar sem þær séu sársaukafullar, geti valdið krónískum verkjum og sýkingum og stríði þar með gegn dýravelferð. Klippt er af hölum grísa til að koma í veg fyrir að þeir bíti í hala hvers annars á svínabúum. Samtökin segja að slík hegðun eigi sér síður stað á búum þar sem aðbúnaður svínanna sé góður. Grísir bíti í hala annarra grísa þegar aðstæður sem þeir lifa við séu slæmar því að þá verði þeir stressaðir og eirðarlausir. Hægt sé að koma í veg fyrir þessi bit með því að gera umhverfi grísa betra því þó að hluti halans sé fjarlægður sé ekki öruggt að dýrin hætti …
Athugasemdir (4)