Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Halar nær allra nýfæddra grísa klipptir án deyfingar

Hal­ar um 80 þús­und grísa sem fæð­ast á svína­bú­um á Ís­landi ár­lega eru klippt án deyf­ing­ar. Starfs­menn bú­anna klippa hal­ana en ekki dýra­lækn­ar eins og lög gera ráð fyr­ir. Nokkr­ir eig­end­ur svína­búa segja að hal­ar séu klippt­ir með dýra­vernd í huga. ,,Allt skepnu­hald fel­ur í sér ein­hverj­ar pynt­ing­ar,“ seg­ir svína­bóndi sem tel­ur að það verði eng­in svína­bú eft­ir á Ís­landi ef „reglufargan­ið“ haldi áfram að íþyngja eig­end­um bú­anna.

Halar nær allra nýfæddra grísa klipptir án deyfingar
Sársaukafull aðgerð Samtök dýralækna í Evrópu (FVE) segja að grísir finni mikið til þegar klippt er af skottum þeirra. Aðgerðin geti valdið krónískum verkjum og sýkingum og stríði þar með gegn dýravelferð Mynd: World Animal Protection

Það eru tæp þrjátíu ár síðan Evrópusambandið bannaði það sem kallað er „kerfisbundnar halaklippingar“ á grísum. Þrátt fyrir það eru halar nær allra grísa á svínabúum í löndum sambandsins enn klipptir. 

Samtök dýralækna í Evrópu hafa hvatt til þess að þessum klippingum verði alfarið hætt þar sem þær séu sársaukafullar, geti valdið krónískum verkjum og sýkingum og stríði þar með gegn dýravelferð. Klippt er af hölum grísa til að koma í veg fyrir að þeir bíti í hala hvers annars á svínabúum. Samtökin segja að slík hegðun eigi sér síður stað á búum þar sem aðbúnaður svínanna sé góður. Grísir bíti í hala annarra grísa þegar aðstæður sem þeir lifa við séu slæmar því að þá verði þeir stressaðir og eirðarlausir. Hægt sé að koma í veg fyrir þessi bit með því að gera umhverfi grísa betra því þó að hluti halans sé fjarlægður sé ekki öruggt að dýrin hætti …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þvílíkir andlegir krypplingar
    0
  • Þorsteinn Bjarnason skrifaði
    Meiru svínin sumir af þessum svínabóndum😉
    0
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Ég kaupi alltaf egg frá lausagönguhænum, ég myndi gjarnan kaupa svínakjöt frá bónda sem er til fyrirmyndar í dýravelferð á sínu búi, hann gæti haft verðið eitthvað hærra.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár