Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, er sagður hafa beitt eineltistilburðum og sýnt af sér kvenfyrirlitiningu gagnvart starfsmönnum á skrifstofu stéttarfélagsins. Þetta kemur fram í skýrslu sem unnin var um líðan starfsfólks á skrifstofunni og kynnt var starfsmönnunum í morgun.
Skýrslan hefur ekki verið birt opinberlega né afhent starfsmönnum Eflingar. Samkvæmt upplýsingum Stundarinnar eru núverandi framkvæmdastjóri, formaður og varaformaður Eflingar þeir einu sem hafa skýrsluna.
Efni kynningarinnar hefur hins vegar komið fram í fjölmiðlum í morgun og segist Morgunblaðið hafa niðurstöðurnar undir höndum, sem sýni að 90 prósent starfsmanna hafi lýst vanlíðan vegna framkomu Viðars og Sólveigar Önnu Jónsdóttur, fyrrverandi formanns. Tilkynning um niðurstöðurnar var svo send fjölmiðlum um klukkan hálf þrjú í dag.
Í henni segir meðal annars að samkvæmt greinendum sé „töluvert áhyggjuefni hve starfsmönnum var tíðrætt um kynbundna áreitni, ofbeldi og einelti af hálfu framkvæmdarstjóra, að því er virðist í skjóli formanns. Að þeirra mati telst þetta …
Athugasemdir (3)