Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Viðar segir ósannar ásakanir hluti af árásum á Sólveigu

Við­ar Þor­steins­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Efl­ing­ar, seg­ir í yf­ir­lýs­ingu að hann hafni því að hafa sýnt kven­fyr­ir­lit­ingu gagn­vart starfs­fólki á skrif­stofu stétt­ar­fé­lags­ins. Hann seg­ir ásak­an­ir og tíma­setn­ingu þess að upp­lýs­ing­ar úr vinnu­staða­grein­ingu var lek­ið sé lið­ur í her­ferð gegn Sól­veigu Önnu Jóns­dótt­ur, fyrr­ver­andi for­manni og for­manns­fram­bjóð­anda, í fé­lag­inu.

Viðar segir ósannar ásakanir hluti af árásum á Sólveigu
Tvíeykið Sólveig Anna Jónsdóttir var kjörin formaður í Eflingu árið 2018. Stjórn hennar réði svo Viðar Þorsteinsson sem framkvæmdastjóra félagsins. Þau létu bæði af störfum í lok október á síðasta ári eftir hörð átök á skrifstofu Eflingar.

Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, er sagður hafa beitt eineltistilburðum og sýnt af sér kvenfyrirlitiningu gagnvart starfsmönnum á skrifstofu stéttarfélagsins. Þetta kemur fram í skýrslu sem unnin var um líðan starfsfólks á skrifstofunni og kynnt var starfsmönnunum í morgun. 

Skýrslan hefur ekki verið birt opinberlega né afhent starfsmönnum Eflingar. Samkvæmt upplýsingum Stundarinnar eru núverandi framkvæmdastjóri, formaður og varaformaður Eflingar þeir einu sem hafa skýrsluna. 

Efni kynningarinnar hefur hins vegar komið fram í fjölmiðlum í morgun og segist Morgunblaðið hafa niðurstöðurnar undir höndum, sem sýni að 90 prósent starfsmanna hafi lýst vanlíðan vegna framkomu Viðars og Sólveigar Önnu Jónsdóttur, fyrrverandi formanns. Tilkynning um niðurstöðurnar var svo send fjölmiðlum um klukkan hálf þrjú í dag. 

Í henni segir meðal annars að samkvæmt greinendum sé „töluvert áhyggjuefni hve starfsmönnum var tíðrætt um kynbundna áreitni, ofbeldi og einelti af hálfu framkvæmdarstjóra, að því er virðist í skjóli formanns. Að þeirra mati telst þetta …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    48 af 57 ? starfsmönnum er úrtakið. https://www.efling.is/um-eflingu/starfsfolk/ sem er nú tæplega 90 % og þá er eftir að vita hvenær greiningin er gerð og hvað var raunverulega spurt um. Voru þetta 10 mínútna viðtöl þar sem spurt var hvort Sólveig og Viðar hefðu farið illa með þá og þeim gert ljóst að svörin yrðu afhent núverandi stjórn ? Hvenær var könnunin gerð ? Hver bað um hana. Svona má lengi telja... og könnunin harla ótrúverðug. Svona svipað og spyrja hvort menn vilji halda vinnunni eða láta fjarlæga sig. Og óneytanlega væri fróðlegt fyrir félagsmenn að vita launakjör og vinnuumhverfi starfsmannanna... svona sér í lagi þar sem þetta er birt vegna væntanlegra formannskosninga og starfsmönnum ljóst að ef meðlimir Eflingar telja Sólveig og Viðar trúverugri og líklegri til að sinna hagsmunum þeirra en starfsmennirnir .... þá verður margur starfsmaðurinn að taka pokann sinn ef Sólveig vinnur þær kosningar.
    0
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Það er með ólíkindum hvað starfsfólk Eflingar gengur langt til að rægja rétt kjörinn formann Eflingar ? Ef þetta verður ekki stoppað þá getur félagsmaður í Eflingu ekki treyst neinu sem kemur frá starfsmönnum á skrifstofu Eflingar. Þarna virðast saman komin hóppur fólks ,,með allt annað" en að vinna fyrir félagsmenn. Búinn að fylgjast lengi með ákveðnum starfsmönnum Eflingar í störfum innan verkalýðshreyfingarinnar.
    1
    • PB
      Páll Bragason skrifaði
      Sá einhvers staðar að megnið af núverandi starfsólki hefði verið ráðið eftir að Sólveig Anna og Viðar tóku við. Skýtur þetta ástand þá ekki skökku við?
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár