Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Stjórnendur SÁÁ bera ábyrgð á þjónustunni en ekki starfsfólkið segir forstjóri SÍ

María Heim­is­dótt­ir, for­stjóri Sjúkra­trygg­inga seg­ir að nið­ur­staða í máli SÁÁ sé feng­in eft­ir ít­ar­lega skoð­un og SÍ hafi ver­ið skylt að til­kynna mál­ið til hér­aðssak­sókn­ara. Ábyrgð á þjón­ust­unni sé al­far­ið stjórn­enda SÁÁ en ekki ein­stakra starfs­manna. Hún seg­ir af­ar ómak­legt að Ari Matth­ías­son, starfs­mað­ur Sjúkra­trygg­inga hafi ver­ið dreg­inn inn í um­ræð­una og sak­að­ur um ómál­efna­leg sjón­ar­mið.

Stjórnendur SÁÁ bera ábyrgð á þjónustunni en ekki starfsfólkið segir forstjóri SÍ
Ábyrgðin er stjórnenda, ekki starfsfólks María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga segir aldrei hafa verið bornar fram ásakanir á hendur starfsfólki SÁÁ. Mynd: Aðsend

María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segist í samtali við Stundina skilja að mál SÁÁ sem Sjúkratryggingar hafa sent til rannsóknar hjá héraðssaksóknara, veki athygli úr því það sé komið í fjölmiðla ,,en sem opinber stofnun getum við ekki tjáð okkur um það nema að takmörkuðu leyti.  Okkur er hins vegar skylt að vísa málum til saksóknara undir ákveðnum kringumstæðum og við höfðum samráð við sérfræðinga utan stofnunarinnar meðan skoðun á málinu fór fram,” segir María sem telur þó mikilvægt að svara, eins og henni sé unnt, þeirri gagnrýni sem fram sé komin á ákvörðun Sjúkratrygginga í máli SÁÁ.  

Sjúkratryggingar Íslands hafa, auk þess að kæra SÁÁ til embættis héraðssaksóknara fyrir „gríðarlegt magn“ tilhæfulausra reikninga og vanefnda á þjónustu, krafið samtökin um 175 milljóna króna endurgreiðslu.

Framkvæmdastjórn SÁÁ sagði í tilkynningu í vikunni að hún harmaði þann farveg sem málið væri komið í. Aðstæður sem fylgdu heimsfaraldri hafi verið krefjandi og að það séu mikil vonbrigði að eftirlitsdeild Sjúkratrygginga skuli hafa komist að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið rétt að málum staðið og kært SÁÁ til embættis héraðssaksóknara.

SÁÁ segir aðgerðir SÍ rýra traust almennings á samtökunum

Síðdegis í gær var haldinn aukafundur 48 manna stjórnar SÁÁ vegna málsins. Þar var samþykkt ályktun sem ekki hefur verið birt opinberlega en Stundin hefur afrit af. Í henni segir meðal annars að aðalstjórn SÁÁ lýsi fullu trausti til framkvæmdastjórnar, stjórnenda og starfsfólks samtakanna. Ennfremur segir að stjórn SÁÁ harmi framgöngu Sjúkratrygginga Íslands gagnvart SÁÁ og hún furði sig á því að SÍ hafi margítrekað hunsað beiðni SÁÁ um samtal um meint ágreiningsefni áður en málin hafi verið sett í þann farveg sem þau séu nú í. 

Þá skorar stjórn SÁÁ á stjórnendur Sjúkratrygginga að setjast niður og ræða málin við SÁÁ af heilindum, með það að markmiði að leysa úr ágreiningi ef einhver sé. 

Enn fremur segir í ályktun fundarins að aðgerðir SÍ gegn SÁÁ hafi verið yfirdrifnar og rýri traust almennings á þjónustu SÁÁ. Þeir einu sem tapi á því séu skjólstæðingar SÁÁ, notendur þjónustunnar. 

,,Það er á ábyrgð stjórnenda hvernig starfsemi er skipulögð og hvernig hún fer fram. Það er ekki ábyrgð einstakra starfsmanna"
María Heimisdótttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands

María segist aðspurð um þessa gagnrýni SÁÁ að stjórnendur samtakanna hafi fengið mörg tækifæri til að koma fram með athugasemdir við skoðun eftirlitsdeildar SÍ og leiðrétta ef ástæða þótti til.  „Þetta eru niðurstöður ítarlegrar skoðunar Sjúkratrygginga en ég vil taka fram að Sjúkratryggingar virða og meta mikils þá þjónustu sem starfsfólk SÁÁ veitir. En það er á ábyrgð stjórnenda hvernig starfsemi er skipulögð og hvernig hún fer fram. Það er ekki ábyrgð einstakra starfsmanna,“ segir María en í vikunni var send yfirlýsing til fjölmiðla þar sem starfsmenn SÁÁ „mótmæla harkalega þeim ásökunum sem nú berast frá SÍ varðandi þjónustu sem áfengis- og vímuefnaráðgjafar inntu af hendi á tímabilum þar sem ítrutstu sóttvarna var krafist af yfirvöldum vegna heimsfaraldurs“. 

Nokkrir starfsmenn SÁÁ höfðu samband við Stundina eftir að yfirlýsingin var send til fjölmiðla og lýstu óánægju með að hún væri sögð vera frá starfsfólki SÁÁ því hún hefði ekki verið borin undir allt starfsfólkið og því ekki í nafni allra sem þar vinna. „Hún var skrif­uð fyr­ir okk­ar hönd án okk­ar vit­und­ar,“ sagði starfs­mað­ur sem Stund­in ræddi við. Fleira starfs­fólk sem rætt var við tók í sama streng en aðr­ir sögð­ust treysta stjórn SÁÁ til að tala fyr­ir hönd starfs­fólks enda sé það gert í góðri trú. 

 

Erfitt ástand leysi stofnanir og samtök ekki undan tilkynningaskyldu 

Stjórnendur SÁÁ hafa einnig bent á að Sjúkratryggingar hafi ekki tekið tillit til þeirra fordæmalausu aðstæðna sem sköpuðust vegna heimsfaraldurs. Og að vegna stöðunnar í samfélaginu hafi verið ákveðið að hringja í skjólstæðinga í stað hefðbundinna ráðgjafaviðtala. 

„Við áttum okkur eins og aðrir á því að það er heimsfaraldur og það þurftu margir að breyta sinni þjónustu vegna ástandsins en það gildir nú það engu að síður að veitendur þurfa að tilkynna formlega um að þau ætli að breyta þjónustunni og þurfa að leita samþykkis fyrir því að fá greitt fyrir þessa þjónustu. Einnig setur landlæknir ákveðin skilyrði og skilgreinir hvað telst vera fjarþjónusta og sú þjónusta sem SÁÁ veitti á þessum tíma virðist ekki samræmast skilgreiningu landlæknis um fjarþjónustu, að minnsta kosti ekki í öllum tilvikum, til dæmis þegar um stutt símtöl var að ræða sem síðan voru sendir reikningar fyrir eins og það hafi verið ráðgjafaviðtöl,“ segir María. 

Hún segir að erfitt ástand í samfélaginu leysi fólk ekki undan því að tilkynna Sjúkratryggingum formlega um svo veigamiklar breytingar á þjónustunni, óska eftir samtali um að samið verði um greiðslur vegna þess „og síðast en ekki síst að fylgja reglum heilbrigðisyfirvalda um hvernig þjónustan er veitt,“ segir María. 

Segja Sjúkratryggingar hafa verið upplýstar

Stjórnendur SÁÁ segja hins vegar að Sjúkratryggingar hafi verið upplýstar um að gerðar yrðu breytingar á þjónustunni til að „viðhalda sambandi við skjólstæðinga í heimsfaraldri,“ eins og Einar Hermannsson formaður SÁÁ komst að orði í viðtali við Stundina í síðustu viku. Þá sagði Einar einnig:  

„Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, lét Maríu Heimisdóttur, forstjóra Sjúkratrygginga, vita af því í mars 2020 að SÁÁ væri að fara í fjarþjónustu og myndi nota til þess símtöl. Þannig að þau voru alls ekki í neinu myrkri, en það er eins og þau hafi ekki lesið bréfið sem stjórn SÁÁ sendi þeim í sumar. Þau hlustuðu ekki og lásu ekki bréfið frá okkur,“ sagði Einar.

Valgerður RúnarsdóttirForstjóri SÍ segir ekki rétt að framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ hafi sent formlegt erindi um breytingar á þjónustu

María segir að þetta hafi aldrei verið tilkynnt formlega. „Það er þannig að Valgerður Rúnarsdóttir var í sambandi gegnum tölvupóst vegna allt annars máls í starfi SÁÁ en það varðaði uppsagnir á sálfræðingum sem þar störfuðu og ég hafði áhyggjur af því. Valgerður sendi okkur póst með útskýringum á því hvaða áhrif uppsagnirnar hefðu á þjónustu SÁÁ og inni í þeim pósti kom með óformlegu orðalagi fram að  þau væru að færa sig í fjarþjónustu. Síðan var tölvupósturinn áfram um þetta erindi sem ég hafði sent sem varðaði sálfræðiþjónustu og það er ekki með nokkru móti hægt að líta á þetta sem tilkynningu eða ákvörðun hvað þá að þarna hafi verið leitað til okkar með eitthvert samþykki,“  segir María og bætir við að í bréfaskiptum SÁÁ og SÍ hafi komið fram að forsvarsfólk samtakanna taldi að þau hefðu átt að tilkynna formlega um hvernig staðið yrði að viðtölum við skjólstæðinga. „Þannig að þau segja það nú sjálf að það hafi ekki verið rétt að þessu staðið,“  segir María.  

Stundin hefur undir höndum bréf sem Einar Hermannsson, formaður SÁÁ sendi til allra í 48 manna aðalstjórninni síðastliðið sumar. Í bréfinu segir:

„Við höfum tekið saman upplýsingar og gögn sem beðið hefur verið um og viljum að sjálfsögðu leysa þetta mál eins hratt og örugglega og unnt er. Eftir á að hyggja hefði kannski átt að skrá þessi viðtöl með öðrum hætti en gert var,“ segir í bréfinu sem formaður SÁÁ sendi til stjórnar samtakanna síðastliðið sumar.   

„Þannig að þau segja það nú sjálf að það hafi ekki verið rétt að þessu staðið“
María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands

Stundin hefur upplýsingar um að í bréfi SÁÁ sem sent var til SÍ síðastliðið sumar komi fram það álit forsvarsmanna SÁÁ að samtökin hefðu átt að upplýsa formlega um þessar breytingar. Samkvæmt heimildum Stundarinnar segir í bréfinu að ekki sé litið framhjá því að þrátt fyrir sérstakar og fordæmalausar aðstæður hafi eflaust mátt gera betur í einhverjum atriðum, þ.á.m. hvað form reikningsgerðar varðar.  Í bréfinu segir: „Hefði t.d. farið betur að SÍ hefði verið nánar formlega upplýst um tímabundna breytta framkvæmd þjónustu og form reikningsgerðar gagnvart stofnuninni.“

,,Beinlínis skylt að grípa til aðgerða"

María segir það eitt af hlutverkum Sjúkratrygginga að hafa eftirlit með þjónustunni sem veitt er samkvæmt samningum sem gerðir hafa verið. „Það eru ýmis eftirlitsmál sem við höfum verið með í gangi og sem betur fer enda þau nú oft án nokkurra aðgerða og það er auðvitað það sem við viljum helst að það finnist ekkert athugavert við eftirlit en inn á milli koma upp mál eins og þetta þar sem okkur er beinlínis skylt að grípa til aðgerða eins og að vísa til annarra stofnana, í þessu tilviki til embættis landlæknis, Persónuverndar og saksóknara,“segir María og bætir við að Sjúkratryggingar hafi alla tíð átt góð samskipti við SÁÁ. „Við metum þjónustu þeirra afar mikils og allt starfsfólk Sjúkratrygginga er upplýst um hversu mikilvæg starfsemi SÁÁ er og hve þjónustan sem þar er veitt er viðkvæm. Starfsfólk Sjúkratrygginga hefur það í huga,“ segir María.

Segir ómaklegt að starfsmaður SÍ sé dreginn inn í umræðuna 

Þykir leitt að persóna Ara sé dregin inn í máliðGagnrýni á störf Ara Matthíassonar er tilhæfulaus, segir forstjóri SÍ

Hörður J. Oddfríðarson dagskrárstjóri göngudeildar SÁÁ sagði í Fréttablaðinu í vikunni að Sjúkratryggingar hefðu brotið lög þegar starfsmaður SÍ skoðaði sjúkraskrár skjólstæðinga SÁÁ. „Þetta er ekki rétt. Við hjá Sjúkratryggingum teljum okkur hafa verið að vinna innan okkar lagaheimilda.  Það voru gerðar breytingar á lögum um sjúkratryggingar árið 2020 og þar er heimild stofnunarinnar til að sýsla með gögn bæði útskýrð vandlega og þær rýmkaðar.  Starfsfólki SÍ er þetta því heimilt enda staðreyndin sú að mörg verkefni SÍ krefjast þess að unnið sé með persónugreinanleg gögn,“ segir María.

,,Mér þykir afar leitt að einn starfsmaður Sjúkratrygginga hafi verið dreginn inn í umræðuna og það á afar ómaklegan hátt"
María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga

Í samtölum sem Stundin hefur átt við nokkra sem sitja í stjórn samtakanna og við starfsfólk undanfarna daga hefur verið nefnt að það sé einkennilegt að fyrrverandi framkvæmdastjóri SÁÁ sé deildarstjóri eftirlitsdeildar SÍ og stýri skoðun stofnunarinnar á SÁÁ. Þar er einnig verið að tala um Ara Matthíasson.  „Mér þykir afar leitt að einn starfsmaður Sjúkratrygginga hafi verið dreginn inn í umræðuna og það á afar ómaklegan hátt. Hann hefur sakaður um ómálefnalega nálgun og rökin eru þau að hann hafi á árum áður starfað hjá SÁÁ.  Þessi gagnrýni er algerlega tilhæfulaus og við hörmum það að verið sé að draga inn í þessa umræðu einn starfsmann sem er auðvitað bara að vinna sína vinnu fyrir stofnunina. Það eru Sjúkratryggingar Íslands sem standa fyrir eftirlitinu, ekki einstakir starfsmenn eða deild heldur stofnunin sem slík. Það er rétt að viðkomandi starfsmaður var framkvæmdastjóri SÁÁ árin 2006 - 2009, síðan eru liðin tæp 13 ár. Það eru engar forsendur til að ætla að hann sé með einhverjum hætti vanhæfur til að sinna þessu eftirliti. Enda eru ýmsir aðrir innan stofnunarinnar sem hafa komið að þessu eftirliti það er ekki eins og það sé einn starfsmaður að vinna þetta í tómarúmi. Þá var  leitað til utanaðkomandi ráðgjafar við vinnslu málsins. Það snýr ennfremur að reikningum vegna áranna 2020 og 2021,“ segir María.

Málið er farið til héraðssaksóknara og því úr okkar höndum“

Framkvæmdastjórn SÁÁ segir að Sjúkratryggingar hafi ekki brugðist við ósk þeirra að finna leið til lausna áður en málið færi lengra „Því miður hefur ekki verið brugðist við þeim beiðnum. Ákall um samráðsvettvang og leiðbeiningar er ítrekað, svo hægt verði að koma í veg fyrir að staða eins og þessi komi upp í framtíðinni,“ segir í tilkynningu frá stjórninni.

„Við erum búin að fara ítarlega yfir þetta. Við höfum skipst á mjög miklu magni upplýsinga og við höfum ítrekað gefið SÁÁ færi á að koma með enn frekari skýringar. Nú liggur fyrir niðurstaða.  Málið er farið til héraðssaksóknara og því úr okkar höndum,“ segir María. Hún segir að SÍ telji að öll helstu gögn málsins liggi fyrir og til að tryggja rekjanleika hafi verið lögð áhersla á skrifleg samskipti. 

„Og þar sést vel að það var oft kallað eftir skýringum og upplýsingum. Við verðum að muna að svona eftirlit er formlegt ferli og því mikilvægt að  samskipti séu formleg og skrifleg því þá er hægt að rekja þau” segir María og bætir við að starfsfólk og stjórnendur Sjúkratrygginga fundi oft ,,um alla mögulega hluti” með sínum samningsaðilum ,,en eftirlit er þess eðlis og það þekkja öll sem farið hafa í gegnum slíkt til dæmis hjá embætti landlæknis eða ríkisendurskoðanda að það fer fram með formlegum hætti, yfirleitt með skriflegum samskiptum, eftir því sem við best vitum. Við höfum ekki rift samningi okkar við SÁÁ. Í sumum eftirlitsmálum hefur því miður komið til þess. Það er sem betur fer ekki staðan hér þannig að það er sannarlega talsamband á milli aðila. Samningur Sjúkratrygginga og SÁÁ er virkur,“ segir María  

Stjórnendur SÁÁ hafa sagt að þau hafi alltaf haft trú á að málið myndi vera leyst með samtali milli SÁÁ og Sjúkratrygginga. „Já, ég ætla ekki að bera brigður á það. Okkur finnst best þegar ekkert finnst við eftirlit, það eru bestu niðurstöður sem hægt er að óska sér. Þannig var það bara ekki í þessu máli. Því miður,“ segir María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. 

 Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Flosi Guðmundsson skrifaði
    Það virðist erfitt að reka einkarekna heilbrigðisstofnun skandallaust.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Rannsókn á SÁÁ

Stjórn SÁÁ lýsir fullu trausti til framkvæmdastjórnar SÁÁ
Fréttir

Stjórn SÁÁ lýs­ir fullu trausti til fram­kvæmda­stjórn­ar SÁÁ

Auka­fundi stjórn­ar SÁÁ sem boð­að var til vegna nið­ur­stöðu Sjúkra­trygg­inga Ís­lands lauk rétt í þessu. Á fund­in­um var lýst yf­ir fullu trausti á fram­kvæmda­stjórn SÁÁ, stjórn­end­ur og starfs­fólk sam­tak­anna. Í álykt­un sem sam­þykkt var seg­ir með­al ann­ars, sam­kvæmt heim­ild­um Stund­ar­inn­ar, að að­gerð­ir SÍ gegn SÁÁ hafi ver­ið yf­ir­drifn­ar og rýri traust al­menn­ings á sam­tök­un­um.
Segja yfirlýsinguna ekki í nafni alls starfsfólks SÁÁ
Fréttir

Segja yf­ir­lýs­ing­una ekki í nafni alls starfs­fólks SÁÁ

Yf­ir­lýs­ing frá starfs­fólki SÁÁ var ekki bor­in und­ir allt starfs­fólk sam­tak­anna áð­ur en hún var send til fjöl­miðla í gær, sam­kvæmt heim­ild­um Stund­ar­inn­ar. „Hún var skrif­uð fyr­ir okk­ar hönd án okk­ar vit­und­ar,“ seg­ir starfs­mað­ur sem Stund­in ræddi við. Fleira starfs­fólk sem rætt var við tók í sama streng en aðr­ir sögð­ust treysta stjórn SÁÁ til að tala fyr­ir hönd starfs­fólks enda sé það gert í góðri trú.

Mest lesið

Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
4
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.
Einstæðir foreldrar berjast í bökkum
6
Fréttir

Ein­stæð­ir for­eldr­ar berj­ast í bökk­um

Nú­ver­andi efna­hags­ástand hef­ur sett heim­il­is­bók­hald­ið hjá mörg­um lands­mönn­um úr skorð­um. Ástand­ið kem­ur verst nið­ur á þeim sem búa ein­ir og reiða sig á stak­ar mán­að­ar­tekj­ur. Sá tími þeg­ar ein­stak­ling­ar með lág­ar eða með­al­tekj­ur gátu rek­ið heim­ili er löngu lið­inn. Lít­ið má út af bregða hjá stór­um hluta ein­stæðra for­eldra til þess þau þurfi ekki að stofna til skuld­ar.
„Enginn sem tekur við af mér“
7
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.
Risahellir fundinn á tunglinu: Verður hann fyrsti bólstaður okkar?
8
Þekking

Risa­hell­ir fund­inn á tungl­inu: Verð­ur hann fyrsti ból­stað­ur okk­ar?

Það var til marks um stórt skref í þró­un­ar­sögu manns­ins þeg­ar fyrstu hóp­ar manna hættu að leita sér næt­urstað­ar á víða­vangi held­ur sett­ust að í hell­um. Og nú kann það brátt að marka næsta skref á þró­un­ar­ferli manns­ins að setj­ast að á öðr­um hnetti en okk­ar heimaplán­etu og þá ein­mitt í helli — á tungl­inu. Langt er síð­an vís­inda­menn átt­uðu...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
1
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
„Það er ekkert eftir“
2
GreiningMillistétt í molum

„Það er ekk­ert eft­ir“

Þrátt fyr­ir að um helm­ing­ur hjóna­banda endi með skiln­aði virð­ist kerf­ið ekki miða við for­eldra sem vana­lega eru kall­að­ir ein­stæð­ir – en eru í þess­ari grein kall­að­ir sjálf­stæð­ir. Heim­ild­in fékk á þriðja tug þátt­tak­enda til að svara spurn­ing­um um lífs­kjör sín. Svör­in sem bár­ust kall­ast vel á við lífs­kjarak­ann­an­ir sem fram­kvæmd­ar hafa ver­ið að und­an­förnu.
Meðallaun segja ekki allt varðandi kjör fólks í landinu
4
GreiningMillistétt í molum

Með­al­laun segja ekki allt varð­andi kjör fólks í land­inu

Reglu­lega er töl­um um með­al­laun Ís­lend­inga fleygt fram í um­ræð­unni og þau gjarn­an sögð vera óvenju­há í sam­an­burði við önn­ur lönd. Í fyrra voru heild­ar­laun full­vinn­andi fólks að með­al­tali 935.000 þús­und krón­ur á mán­uði. Hins veg­ar fær flest starf­andi fólk mán­að­ar­laun sem eru lægri en þetta með­al­tal. Að ýmsu þarf að gæta þeg­ar með­al­tal­ið er rætt því hlut­fall­ið seg­ir ekki alla sög­una.

Mest lesið í mánuðinum

Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
1
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
3
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
„Ég var bara niðurlægð“
4
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Running Tide og ráðherrarnir - Koma af fjöllum um eftirlitsleysið
7
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide og ráð­herr­arn­ir - Koma af fjöll­um um eft­ir­lits­leys­ið

Blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar tóku við­töl við þrjá ráð­herra um að­komu þeirra að því að Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til starf­semi á Ís­landi. Um­hverf­is­ráð­herra sagði ein­ung­is hafa haft full­yrð­ing­ar for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að starf­sem­in væri „stærsta ein­staka kol­efn­is­föng­un­ar­verk­efni í heimi“. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki geta svar­að því hvort hún hafi skap­að for­dæmi sem leyfi nú að af­gangstimbri verði hent í sjó­inn í stór­um stíl.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár